Litli Bergþór - 01.12.2001, Side 16

Litli Bergþór - 01.12.2001, Side 16
Sigríður og Sveinn í Bræðratungu frh.... hafa neitt með að gefa mér hana, því auðvitað hafði faðir minn alið hana og fóðrað! Það kom til tals að ég færi til hans þegar ég hefði aldur til, en svo skall stríðið á 1939 og Sven dó á stríðstímanum. L-B: Geturþú sagt mér fleirafrá uppvextinum hér í Bræðratungu. Sveinn: Þegar ég var að alast upp hér í Tunguhverfinu var margt krakka í nágrenninu. T.d. í Halakoti, sem síðar varð Hvítárbakki. Þar bjuggu Jónína Kristjánsdóttir og Ingvar Jóhannsson og áttu 13 börn. Við Hörður, sonur þeirra, vorum jafnaldrar og fermingarbræður. Systkinin í Asakoti, Ragnar og Eygló, voru líka á sama reki, en foreldrar þeirra voru Margrét Halldórsdóttir og Jóhannes Jónsson. Auk þeirra bjuggu þar foreldrar Margrétar, Rannveig Jónsdóttir og Halldór Magnússon. Halldór var fæddur á Miðhúsum 1866 en fluttist til föðursystur sinnar í Tungu tveggja ára gamall og ólst þar upp, þar til hann fór að búa, þá flutti hann í Ásakot. Jóhannes í Ásakoti var sérstakur víkingur til allra verka, bæði lagvirkur og svo var hann svo áræðinn. Raflýsti hann með vindmyllu, á stríðsárunum, alla bæi í Tunguhverfinu, eftir því sem menn keyptu sér vindmillur og lagði rafmagnið í húsin líka. Eins gerði hann við vélar, s.s. ljósavélar o.f. Nú, svo ég haldi áfram að telja upp nágrannana, þá bjuggu í Lambhúskoti þau Ágústa Jónsdóttir og Bjarni Gíslason, eldra fólk, og börn þeirra, Gísli Bjarnason og Magnea Bjarnadóttir. En þau voru eldri en ég. Gísli gerði árið 1952 kvikmynd hér í Biskupstungum, sem margir kannast við. Konur úr Brœðratungusókn 1927. Taliðfrá vinstri: Margrét og Rannveig Asakoti, Agústa Lambhúskoti, Soffía Kiðjabergi, Steinunn Galtalœk, Oddný Borgarholti, Þórdís Króki og Jónína Halakoti. Á Galtalæk bjó þá Egill Egilsson og Steinunn Guðlaugsdóttir, en þeirra börn voru uppkomin og komin í búskap þegar ég var að alast upp. Egill sonur þeirra og Þórdís Ivarsdóttir kona hans bjuggu á Króki og Hermann Egilsson og Jensína Jónatansdóttir bjuggu síðar á Galtalæk. Á þeim árum hafði hver sitt tún og afmarkaðar engjar, en fénaður gekk um sameiginlega bithaga. Það var því mikil samvinna við búrekstur og smalamennskur hér á torfunni og mikil og góð samskipti milli þessarra heimila og ríkjandi greiðasemi. Til dæmis sameinuðust menn um að reka sláturfé til Reykjavíkur og eins á vorin, var samvinna við að reka á fjall. Það má segja að þetta hafi verið einstakt sambýli og mikil samhjálp. Við unglingarnir fórum saman á skemmtanir og oft var farið í útreiðartúra á sunnudögum. Þetta var samheldinn og glaður hópur, t.d. man ég eftir hópreið á Álfaskeið. En þá var riðið yfir Hvítá á Kópsvatnseyrum. Samgöngurnar á mínum uppvaxtarárum, eða réttara sagt samgönguleysið, er saga út af fyrir sig, því það var enginn vegur, aðeins hestabraut yfir mýrarnar og fólk og farangur þurfti að ferja yfir Tungufljót. Þegar gamla íbúðarhúsið var byggt 1926, en það var fyrsta steinhús á þessum slóðum, var bara bflvegur að Torfastöðum. Var allt efni í húsið því flutt á hestvögnum niður að Höfða og ferjað þaðan yfir Tungufljót yfir í Sporðinn (milli Tungufljóts og Hvítár). Þaðan var það flutt á hestvögnum heim. Skömmu síðar kom vegur að Fellskoti og eftir það var ferjan við Krók aðallega notuð. Mjólkurbfllinn kom þar á móts við ferjuna til að sækja mjólk og flytja vörur til bænda og höfðum við nágrannarnir þá félagsflutning á mjólkinni að Króki. Ég má til með að minnast á vetrarflóðin, sem komið geta í ámar. Ferjað úr sporðinum yfir í Höfða. Bæði Hvítá og Tungufljót. Vatnið verður þá svo mikið, að það kemst ekki í gegn hjá Iðu og gríðarmikil lanflæmi fara undir vatn. Allt Skúli teymir hross á Króksferjunni. Tunguhverfið og margir bæir í Hrunamannahreppi, eins og Hvítárholt og Auðsholt, verða umflotnir nema rétt bæjarhóllinn. Eins flæðir Iðukrókurinn, og þurfti t.d. oft að fara á bát til að gefa lömbunum á Eiríksbakka og eins var það víðar. Þetta er svo mikill sjór, að menn trúa þessu ekki þegar sagt er frá því, vegna þess hve langt líður á milli. Sigríður: í flóðinu 1968 voru jakarnir sem flutu hér framhjá á stærð við stór hús. Og samt eru það ekki nema 1/10 hlut jakanna, sem standa uppúr vatninu. L-B: Þið lialdið þá aðflóð séu ekki hœtt að koma í þessar ár? Litli - Bergþór 16

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.