Litli Bergþór - 01.12.2001, Page 17

Litli Bergþór - 01.12.2001, Page 17
Sigríður og Sveinn í Bræðratungu frh.... Sveinn: Nei, það hef ég ekki trú á. Ég get sagt þér, að árið 1928 byggði Bjami í Lambúskoti fjárhús á Hvítárbökkum. Bjarni hafði þá búið í 17 ár og hafði aldrei komið flóð allan þann tíma, svo hann taldi það óhætt. Gaf hann ánum í fyrsta sinn í nýja húsinu á Þorláksmessu það ár, en þ. 26. janúar kom stærsta flóð í manna minnum. Fóru veggir hússins á kaf, en húsið var opið og ærnar gátu bjargað sér upp á þekjuna. Fórust aðeins ein ær og hrúturinn, sem var bundinn inni. Síðan skeður það á miðgóu 1930 að bóndi sér að það gæti komið flóð í ána aftur. Birgir hann fjárhúsið svo vel, að hann hélt að ekki gæti flætt inn. A 4. degi flóðsins fóru 4 bændur róandi frá Króki að fjárhúsinu, sem var ca 5 km leið. Voru þá allar ærnar dauðar nema 4, sem björguðu sér upp á aðrar, sem voru dauðar. Síðan hafa komið flóð 1948, 1968 og mörg minni þar á milli. L-B: Getur þú sagt mér nánar af búskapnum hér í Tungu áþínum uppvaxtarárum? Sveinn: Ég var bara smáangi, þegar ég fór að taka þátt í búskapnum. Pabbi var mikið í félagsmálastörfum og þurfti oft að bregða sér frá. Ég var því fljótt ábyrgur þátttakandi í búskapnum og fljótt sauðkær! Eitt sinn, þegar velja skyldi fé til slátrunar vildi ég telja líf í gimbur, sem átti að fara í sláturhúsið. Endaði það með því að henni var sleppt. Nágranna okkar, sem sá til, varð á orði að það væri mikið hvað Skúli léti eftir stráknum. En faðir minn vissi sem var að mililvægt væri að halda við áhuganum. Rifjað í Brœðratungu 1927. Skúli Gunnlaugsson aftar. Þegar ég man fyrst eftir mér var búið hér í Bræðratungu frekar lítið, en það smástækkaði. Búskapur breyttist mikið þegar mjólkursalan hófst 1934. Heyskapur hafði alltaf verið erfiður í Tungu, góðar engjar, en langt að sækja. Engjamar voru véltækar og var slegið með hestasláttuvél, en ein fyrsta hestasláttuvélin á landinu kom í Tungu 1910. I votviðri var slegið með orfum á þýfðu landi. - Ég má til með að segja þér, að það var prestur á Klausturhólum í Grímsnesi, (hann var Melsteð), sem fann upp orfhólkinn, til að festa ljáinn við orfið. Það var í kring um árið 1860 og voru mikil framför, því áður var ljárinn bundinn við orfið með ólum og vildi því auðveldlega losna og fara að gjökta. - Við heimburð á heyinu var alltaf kappkostað að hafa marga hesta undir heybandi. Þá voru oft margir þreyttir, bæði menn og skepnur eftir stóra hirðingardaga. Ég man að ég var vakinn milli 5 og 6 á morgnanna til að smala hrossunum svo að kaupafólkið kæmist á engjar og svo var farið með heybandslestina fram og til baka allan liðlangan daginn. Engjaheyskapurinn lagðist svo af þegar tún stækkuðu. En það var þó ekki hægt að rækta neitt að ráði fyrr en skurðgröfurnar komu til sögunnar um 1949. Þá var hægt var að þurrka landið og þá hófst túnræktartímabilið. Vélvæðingin hóf innreið sína, heyfengur jókst og búið stækkaði jafnhliða. Þetta var um það leyti sem ég var að koma heim frá Hvanneyri og fór ég þá að taka meiri þátt í búskapnum. Eftir að mjólkursalan byrjaði var meira hugsað um að stækka kúabúið. Mæðiveikin hafði leikið fjárstofninn illa og var féð skorið niður hér 1951. Það var fjárlaust í eitt ár, en síðan keyptnýttfé 1952. Lenti ég í því að fara norður og kaupa nýtt fé fyrir alla sveitina. Lömbin voru keypt í Bárðardal og í Eyjafirði og keyrð á bflum suður. Síðan var þeim skipt niður á bæina eftir að suður kom. A mínum uppvaxtarárum var oft margt fólk í heimili í Bræðratungu, bæði kaupafólk og krakkar, og fleira að sumrinu. Á stríðsárunum var hér t.d. hópur af unglingum að sunnan, bæði skylt og vandalaust. Haustið 1931 kom til okkar gamall bóndi, Einar Jónsson, sem lengst af bjó á Litla-Fljóti og var lengi fjallkóngur Tungnamanna. Hann vann heimilinu dyggilega allt sem hann gat til dauðadags, en hann varð yfir áttrætt. Hann sá t.d. um öll bösl og amboð sem viðkomu búinu og hélt þeim við. L-B: Hvað er bösl? Sveinn: Veist þú ekki hvað bösl eru? segir Sveinn og brosir kankvís. Bösl voru kölluð reiðtygi og reipi ýmiskonar, sem notuð voru á búum, yfirleitt unnin úr ull eða hrosshári. Svo sem reiðingar, beisli, hnappheldur og fleira. Amboð voru aftur á móti hrífur og orf og önnur slík verkfæri. Nú, seinna kom á heimilið Vigdís Jónsdóttir, áður húsfreyja í Auðsholti. (Stjúpa Jóns heitins í Auðsholti, sem rætt var við hér í blaðinu fyrir nokkrum árum.) Hún lést 1949. Sveinn þagnar augnablik en segir svo: Ég má líka til með að segja frá ákveðnu ævintýri sem ég lifði á 10. ári. Þá fór ég að Kiðjabergi til ömmu minnar í 6 vikur, en hún var þá nýbúin að missa mann sinn. Þar kynntist ég gömlu búskaparháttunum. Mjólk var þar öll unnin heima og mikil tóvinna og heimilisiðnaður. Spunnið, ofið, prjónað og þæfð voð. Það var margt fólki í heimili og verkaskipting töluverð. Þótti þetta mikill búrekstur á þeim tíma, með 14 Litli - Bergþór 17

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.