Litli Bergþór - 01.12.2001, Page 20

Litli Bergþór - 01.12.2001, Page 20
Sigríður og Sveinn í Bræðratungu frh Allir voru með hey og annan farangur á trússahesti og höfðum við sameiginlega trússa frá Tungu og Galtalæk. Fór það betur að hafa eingöngu hey á öðrum hestinum og annan farangur á hinum. Við Guðmundur fórum fyrsta daginn að Brattholti og gistum þar. En þar bjuggu þá Einar Guðmundsson, fóstra hans Sigríður Tómasdóttir og systir hennar Margrét. Við Guðmundur lögðum snemma upp frá Brattholti og biðunr eina 2 klukkutíma eftir samferðarmönnum í Sultarkrika. Þá var komin úhellisrigning með roki og héldum við því áfram áður en Ingvar og Kormákur voru ekki komnir, en þeir höfðu lent í vandræðum með trússið. Við Bláfell voru lækir orðnir óárennilegir og þegar kom inn á móts við Geldingafell, var ein vatnsrásin orðin að foræðis vatnsfalli. Þeir hundar, sem ekki voru reiddir velktust niður alla kvísl, en mér vildi til að minn hundur var vanur að láta reiða sig. Náðu allir í sæluhúsið í Hvítámesi fyrir myrkur, en Ingvar, sem var fyrirliði, var ekki ánægður með að við skyldum hafa haldið áfram án hans. Morguninn eftir var haldið í Gránunes og tjaldað þar, og skilinn eftir allur farangur, sem ekki var nauðsynlegur næstu 2 daga. Síðan var haldið á Hveravelli í þokkalegu veðri og gist þar í 2 nætur. Var leitað norður að varðlínunni fyrri daginn og síðan smalað á móts við Gránunesmenn seinni daginn. Ingvar Jóhannsson fyrirliði hafði mig með sér þegar farið var frá Hveravöllum og var vestastur. Þegar komið var vestur fyrir Rauðkoll voru Fögruhlíðarmenn að streða við að reka féð í Fúlukvísl, sem var í foráttuvexti, þar sem mikil úrkoma og hlýindi voru. Urðu þeir að skilja nokkrar kindur eftir, sem ekki fóru yfir. Hef ég ekki séð Fúlukvísl meiri í annan tíma. Næstu nótt var gist í Gránunesi og vorum við þá komnir undir stjórn fjallkóngsins, Einars í Holtakotum. Hann valdi næsta morgunn 4 menn undir stjórn Ingvars á Hvítárbakka til að fara inn í Fögruhlíð og sækja féð, sem skilið var eftir daginn áður. Auk okkar Ingvars var Björn Erlendsson á Vatnsleysu með í för. Var lítið farið að fjara úr vötnum og vildi ekki betur til hjá Birni, en að þegar hann var að þvæla kindunum útí festist svipan í einni kindinni. Tapaði hann þar fermingarsvipunni sinni, forláta grip. Svipað veður hélst ferðina út og þegar komið var að Sandá og verið var að reka féð yfir, vildi svo illa til að Ketill Kristjánsson frá Felli týndi líka fermingardjásni sínu. Hinsvegar fannst sú svipa aftur vorið eftir, þegar rekið var til fjalls. Þá var minna í ánni, og var það Kormákur á Hvítárbakka, sem gekk fram á hana. Þrátt fyrir úrkomutíð í fjallferðinni var hlýtt og allir komust óhraktir heim. Um fjallferðirnar má annars almennt segja, að þetta hefur oftast gengið vel, verið glaður og góður félagsskapur. Sjaldan orðið alvarleg slys og aldrei farist maður í fjallferð. Gömlu mennirnir voru einstakir öðlingar, góðir söngmenn, sem höfðu gaman af því að vera saman og staupa sig saman. Samt urðu þeir aldrei verulega fullir. Þeir sem mestir voru söngmenn og duglegastir að halda uppi söngnum voru þeir Ingvar gamli á Hvítárbakka, Erlendur á Vatnsleysu, Kristján á Felli og Einar í Kjarnholtum, auk margra annarra ótaldra. I Tungnaréttum 1957. Stefán Jónssonfrá Möðrudal á miðri mynd. í réttunum gerðu hinsvegar surnir upp sakirnar fyrir árið og slógust af atorku! Nú sér maður varla nokkurn mann fullan í réttunum. L-B: Eg á alveg eftir að spyrja þig út ífélagsmálin. Þú hefur tekið mikinn þátt í þeim. Sveinn: Byrjunin á mínu félagsmálastarfi var þegar ég gekk í Ungmennafélagið fljótlega eftir fermingu. Þar var ég fljótlega kosinn gjaldkeri og var það í um áratug, síðasta árið sem formaður. Svo sat ég í stjórn Sauðfjárræktarfélags Biskupstungna, fyrst sem meðstjórnandi og síðar sem formaður til 1973. I hreppsnefnd var ég í 12 ár, formaður skólanefndar í nokkur ár, framkvæmdastjóri við byggingu sundlaugarinnar. - Eg á nú að eiga einhversstaðar yfirlit yfir byggingasöguna, sem ég flutti við vígslu hennar. - Nú, svo var ég formaður Nautgriparæktarfélags Biskupstungna 1966 - 1998, tók við af föður mínum, sem var formaður frá 1928 - 1966. Gjörðabók félagsins var því hér í Tungu í rétt 70 ár! Félagið var stofnað árið 1909 af Ingvari Guðmundssyni á Gýgjarhóli, sem var greindur maður og góður, var m.a. í Hólaskóla og skrifaði listagóða rithönd. Hann dó því miður úr berklum árið 1918. Svo ég haldi áfram að telja upp félagsmálastörfin, þá var ég í stjórn Búnaðarsambands Suðurlands í á annan áratug, formaður Stóra-Armótsnefndarinnar í 4 ár á 9. áratugnum, þegar uppbyggingin var þar í gangi. Sá þar um að útvega efni, og ráða fólk í vinnu. Réði þá meðal annarra Egil Jónasson, sem nú býr í Holtakotum til að vera ráðsmann þar. En ég var pólitískt ráðinn af ráðherra sjálfstæðismanna, Pálma Jónssyni og varð því að hætta við lok kjörtímabilsins. Árið 1976 var ég svo kosinn í Jarðanefnd Arnessýlu undir formennsku Agústs Þorvaldssonar fyrstu 4 árin, og Litli - Bergþór 20

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.