Litli Bergþór - 01.06.2007, Blaðsíða 12

Litli Bergþór - 01.06.2007, Blaðsíða 12
Laugarásminningar Nýlega barst einum ritnefndarmanna Litla-Bergþórs bréf frá leiksystur sinni, Jónu Dísu Sævarsdóttur, frá Heiðmörk í Laugarási. Þar rifjaði hún upp margvíslegar minningar frá æskuárunum áður en hún flutti á brott. Frásögn hennar var skemmtileg og er því birt hér með hennar samþykki. S. S. Sandkassaleikirnir voru vinsælir bæði úti á róló og bara ef það var sandhrúga vorum við dugleg að byggja hallir, vegi, sundlaugar og fleira og fleira. Róló var nú aðalstaðurinn, þar var farið í fótbolta, brennó, karlinn í tunglinu, nú að ógleymdum rólunum sjálfum en þar var nú rólað og rólað. Stundum sungum við meðan við vorum að róla og ég man eftir einu lagi sem var ansi vinsælt að syngja og það hátt þegar það komu rútur með túrista í sjoppuna: Sól sól skín á mig. Hanna Valdís rekur við. Fýlan er alveg að drepa mig. Sól sól skín á mig. Þetta þótti og er auðvitað ofboðslega dónalegt !!! Svo þegar við fórum að eldast var nú gott að róla og vera á trúnó, nú eða hanga á kvöldin í rólunum þegar ekkert var að gera, við gátum þá allavega rólað. Munið þið eftir æðinu sem við tókum í að bræða vatnslitina okkar á rörunum og búa til listaverk? Þegar ég var búin að bræða alla vatnsliti sem til voru á heimilinu Þarna var grímuball á Heiðmörk, Jóna Dísa, Hulda Sæland, Ragnhildur Hanna Harðardóttir, Anna María Gunnarsdóttir og Marta Esther Hjaltadóttir. Það er greinilegt að fataskápurinn hennar mömmu hefur verið vinsæll. fór ég og suðaði í Heru og Ninnu, frænkum mínum, og þær gáfu mér stóra macintoshdós með gömlum litum og enduðu þeir líka í svaka listaverki. Það voru fleiri staðir vinsælir á róló, en það var skurðurinn. Þar var svaka þægilegt að hanga þegar það var rok, nú svo sá enginn ef það var einhver að fikta við að reykja. Það var sérstaklega vinsælt að liggja þar eftir að búið var að slá völlinn þá var grasinu hent ofan í skurðinn og þá var þetta frábær staður að liggja og kósa sig í, þang- að til fyrsta rigningin kom, jakkkk. Og ég er ekki viss um að jafn litlir staðir hafi haft íþróttafélag eins og við áttum, en það var stofnað upp í gamla fjósi og hét að sjálfsögðu íþróttafélag Laugaráss. Mig minnir að Biggi hafi verið formaður og staðið fyrir þessum framkvæmdum. Þá koma aðrar minningar úr fjósinu en það var aðallega að liggja í hlöðunni, namm, það var svo góð lyktin þar. Við vorum ekkert í því að reykja í súrheysturninum en mér skilst að allir mínir bræður hafi byrjað að reykja þar, við stofnuðum bara íþróttafélag. Sjoppan lék nú stórt hlutverk, þar var allt svo gott og svo var svo góð lykt þar inni, súkkulaði- lakkríslykt. En eini gallinn var að við áttum aldrei pening, en stund- um fundum við flöskur og það var gaman. En kannski ekki eins gaman að bíða eftir að einhver kærni að hringja á bjölluna því ekki gat maður hringt með eitt gler til að kaupa fjórar karamellur, nei og biðin gat oft verð ansi löng, en alltaf á endanum kom einhver sem átti leið um eða hafði verið hjá lækninum. í minning- unni var draumur í dós að fá sér litla kók í gleri og lakkrísrör, nú eða lakkrísrúllu og síríuslengju. Munið þið eftir gospillunum sem við vorum mörg alveg sjúk í? Þær voru í álpappír og sjúklega góðar. Svo voru þær bannaðar vegna þess að ef maður borðaði heilt baðkar af gospillum á dag í 40 ár gat maður fengið krabbamein, og hana nú. Margt var nú spjallað á brúsapallinum og þegar hann var fjarlægður vegna slysahættu var hann færður yfir Partý ágúst 1987 á Sólveigarstöðum. Kári Kárason, Eva Hrund Pétursdóttir, Skúli og Hulda Sæland. veginn og lá ofan á jörðinni með engar fætur en samt sátum við þar þó fæturnir gætu ekki dingiað. En brúsapallurinn gegngdi líka öðru hlutverki en að vera félagsmiðstöð, en það var að mjólkurbíllinn skildi mjólkina þar eftir og ófáar ferðirnar voru farnar til að sækja mjólk, sem var í pokum og gamla óhrærða skyr- Litli Bergþór 12

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.