Litli Bergþór - 01.06.2007, Blaðsíða 19

Litli Bergþór - 01.06.2007, Blaðsíða 19
að hluta, því skriður komst á málið eftir þetta. En svo var vegurinn austan við brúna lagður yfir botnlausar keldur sem við höfum undrað okkur mikið á. í þessar keldur misstum við alltaf meira og minna fé á hverju ári. Já, og svo kom vatnsveitan og hitaveitan til okkar eftir að brúin kom sem ég efast um að við hefðum nokkuð fengið annars“. Dísa, ætli Sveinn í Bræðratungu afreki það ekki innan tíðar að tala fyrir brú yfir Hvítá nálægt Hvítárholti? „Jú, það gæti vel orðið“. Góðir og minnisstæðir nágrannar og sveitungar Hvað viltu nú segja um sveitunga þína hér í Tungunum, þegar þú lítur yfir farinn veg. Tóku þeir vel á móti þér á sínum tíma? „Það var nú svona í meðallagi. Sumir vel og sumir illa, já illa. Hvurn fjandann var ég að taka einn pilt frá þeim?“. Nú hefur þú með árunum unnið þér mikla virðingu og traust meðal sveitunga þinna og þeir eru stoltir af þér núna? brú, hætti fólk að láta sjá sig, fólk sem hér hafði verið nærri daglega inni á gafli. Það voru bara Skúli í Bræðratungu og Jóhannes í Ásakoti sem komu og þá bara vegna þess að þeir áttu erindi við Egil. Aðrir, eins og fólkið á Galtalæk, kom ekki nema það ætti einhver brýn erindi“. Nú var Egill alveg einstakur með það, hvernig hann dró fólk heim með sér í góðgerðir, þ.e.a.s. fólk sem átti leið um ferjuna. „Já, þótt ég segi það, þá lét hann fólk bara koma inn þótt það neitaði og hefði ekki ætlað sér að stoppa, það bara varð“. Ég man að hann sagði stundum við þetta fólk. Alltaf nægur matur til á Krók, alltaf nóg kjöt, og var það? „Já, það var alltaf til hrossakjöt og við gerðum mikið slátur á haustin og kýrnar gerðu gott gagn. En hvað sem því líður, þá var erfiðið og fyrirhöfnin í kringum ferjuna alveg ófyrirgefanlegt. Hér voru menn oft heilu dagana að bfða eftir mjólkurbílnum, allt upp í sjö manns. Það sama var þegar menn ætluðu að hitta áætlunarbílinn. Það var nú samið við hann Magnús Loftsson, sérleyfishafa, að koma einu sinni í viku vissa Fyrsti hluti bæjarhúsanna á Krók, sem Egill og Dísa byggðu skömmu áður en þau giftu sig. „Já, ég mæti allsstaðar hlýju í sveitinni hvar sem ég hitti fólk, og eftir að ég missti manninn minn gerði fólk sér bara ferðir hingað til þess að vita hvernig ég hefði það“. Nágrannarnir hér í Tunguhverfinu og í Borgarholti og Borgarholtskoti? „Það var nú það. Þegar vegurinn var kominn ofan frá daga niður á ferjuna, bæði þegar hann kom að sunnan og svo daginn eftir þegar hann fór suður. Já, það var oft beðið lengi eftir þessum bílum og það voru oft margir í miðdagsmat“. Ég man oft eftir þeim hér Kristni í Borgarholti og Páli í Kotinu. „Ég skal segja þér það, hann Kristinn var ákaflega vel 19 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.