Litli Bergþór - 01.06.2007, Blaðsíða 13

Litli Bergþór - 01.06.2007, Blaðsíða 13
ið á brúsapallinn. Ég var svo heppin að ég labbaði fram hjá Hveratúni en þar var hún Guðný sem ósjaldan kallaði á mig inn í nýbakaðar kleinur eða annað góðgæti. Ef hún sá mig ekki á leiðinni út á brúsapall gekk ég eins hægt og ég gat fram hjá aftur og oftar en ekki kallaði hún á mig og gaf mér eina, tvær kleinur. Þórsmörk 1987. Birgir Rafn Þráinsson og Guðrún Þrastardóttir. Á haustin lifnaði þetta litla þorp við þar sem ræktuð voru blóm, gúrkur og tómatar. Þá flykktust allir til okkar til að slátra litlu lömbunum, o ég vorkenndi þeim svooooo. En samt var þetta voða spennandi. Ég man að mamma og Elsa voru fyrst að vinna við að hreinsa garnir og við Anna sáum ekkert smart við pyls- ur lengi á eftir, oj barasta. En sárast var að horfa á eftir litlu sætu lömbunum á leiðinni upp að þessari byssu. BAMM allt búið hjá þeim en fjörið byrjaði í húsinu með tilheyrandi blóðslettum. Skólabíllinn, vá þar var margt brallað og sungið. Mér er svo minnisstætt hvað það var gaman að klára nestið hennar Kristínar sem var svo Ijúffengt og flott pakkað Á leið í Þórsmörk 1987. Þorsteinn Páll Sverrisson og Skúli Sæland. inn. Hún átti alltaf nóg til að seðja svanga maga. Gunni var skemmtilegi bílsjórinn en einhvern veginn man ég helst eftir kuldanum í bílnum hjá Bjarna, nema fram í hjá honum þar var hlýrra. Á veturna var voða erfitt að vera úti á róló vegna þess að í minningunni var alltaf allt á kafi í snjó. Þannig að leiðin lá upp á tún og allir á skauta, nú eða við vorum að bruna á snjóþotum í einhverri brekkunni. Það var líka vinsælt að búa til engla. Brennan var stór punktur í tilverunni og við höfðum sko metnað í að hún væri stór enda var hún það alltaf, ég fór á brennu mörgum árurn seinna og sú fuðraði bara upp þá hugsaði ég: „Jæja hún var nú stærri í gamla daga. Hehehe“ Þó svo að strákarnir hafi kannski verið áhugasamari um sprengjur (fikta eitthvað við þær) en við stelpumar, voru samt allir alltaf með í að safna í brennu. Benni keyrði okkur um á traktor með kerru aftan í þar sem við sátum, mjög spennandi og gaman. Þegar við vorum orðin nógu stór fórum við að fara á áramótaböll- in og það var nú meira stressið, að vita hvort við kæmumst eða ekki, og þar spilaði veður stóran þátt. Reyndum við nokkur að fá sláturhússalinn til að halda diskótek eitt árið en fengum neitun. Við vorum svo fúl. © Það var mikið brallað undir blessaðri brúnni. Setið og spjallað og svo auðvitað voru einhverjir að smóka sig. En þetta var samt svolítið kósý að sitja þarna og heyra í bílunum keyra yfir brúna. Ég er alveg viss um að nöfnin okkar eru ennþá tússuð þarna ef maður leitar vel. Já þær voru ófáar ballferðimar Aratunga-Elúðir-Borg- Árnes nú og stundum á Hellu eða Hvolsvöll. Svo fórum við að fara líka á Selfoss í Gjána og Inghól, en einhvem veginn var það aldrei eins skemmtilegt og sveitaböllin, óje. Nema það var guðdómlegt að fá sér einn Selfossborgara áður en haldið var heim. Það má Versló í Þórsmörk 1987. Guðbjörg Hjaltadóttir og Jóna Dísa Sævarsdóttir. ekki gleyma Þórsmerkurferðunum eða þegar farið var um verslunarmannahelgina upp í Þjórsárdal, bara gaman. Talandi um mat, það flottasta í afmælum var ostabrauð með bökuðum baunum, þetta var alveg í sama klassa og pizzan er í dag. Og svo voru réttirnar, þar fékk maður pylsu með öllu, rosa gott. Þá voru ekki til pizz- ur, þá voru ekki skyndibitastaðir út um allt eða pulsu- sjoppur. Nei þá átum við bara sviðakjamma og nöguðum harðfisk, nei grín. Það er nú ekki hægt að tala um djamm og gleyma diskótekunum sem haldin voru í skúrnum á Sólveigarstöðum. Vá þar var sko stuð, og sundlaugapartýin þar líka, nú svo var nú oft tjaldað og það var líka gaman. Ég held að það hafi bara alltaf verið gaman í Laugarási allir að leika og gera eitthvað skemmtilegt. Núna skilst mér á frænkum mínum að enginn hittist heldur hafi bara samband með sms eða á msn. Já það eru breyttir tímar í Laugarási og brennan minni heheheh. Jóna Dísa Sœvarsdóttir 13 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.