Litli Bergþór - 01.06.2007, Blaðsíða 21

Litli Bergþór - 01.06.2007, Blaðsíða 21
Hafsteinn og Dísa í íbúð hennar á Krók í apríl 1997. „Furðu vel, já, furðanlegt hvað borist hefur til mín”. Þú ert svo afkastamikil í þessu, að þig vantar kannski alltaf efni? „Nei, nú er ég orðin það sjóndöpur að ég á erfitt með þetta. Maður þarf meira en handstyrk, maður þarf líka að sjá vel“. Unga fólkið og framtíð okkar í þessu landi Dísa, hvernig líst þér nú á unga fólkið í dag, aðbúnað þess og alla tæknina? „Mér líst mjög vel á það. Og ég segi og ég meina það. Unga fólkið núna er miklu betri manneskjur upp til hópa heldur en þegar ég var að alast upp. Ég vil meina að það sé svona miklu betra vegna þess að nú er ekki beitt þessari óguðlegu hörku við uppeldið. Þetta voru sífelidar barsmíðar og svo létu börnin þetta bara ganga til þeirra sem voru minni máttar, gamalmenna og lítilla barna og dýra. Nú má segja að þetta sé ekki til lengur. Nú er næstum hver einasti unglingur boðinn og búinn til þess að hjálpa öldruðu fólki“. Og Dísa, af þessu tilefni. Hver eru skilaboð þín til æskunnar í dag? „Ja, þetta er nú vandasöm spurning. Hún þarf að vara sig á eiturlyfjunum og að eyðileggja sig ekki á vitlausu lífemi. Hún þarf líka að passa sig á því að vera ekki alltaf að hugsa um það, að einhver hafi það betra en ég. Ég held að öllu fólki geti liðið vel, ef það fer vel með það sem það hefur og er ekki alltaf að strekkja við að eignast eitthvað fallegra og dýrara en nágranninn”. Og nennir að vinna? „Ég er ekki að segja að það nenni ekki að vinna, ef það hefur þá vinnu. Kannski er áhuginn ekki nægjanlegur þótt ég hafi ekki orðið vör við það. Hér á Krók alast upp fjórar ungar stúlkur, hver annarri duglegri og myndarlegri og kunna alla algenga vinnu. Það er kannski meira en venjulegt er. Hjónaband þessara systra þarf ekki að stranda á því, að þær kunni ekki að elda hafragraut eða hita kaffi, því þær kunna alla algenga vinnu bæði úti og inni. Og það eiga þær foreldrum sínum að þakka. Skólaganga hefur ekki verið mjög mikil. Elsta dóttirin hefur verið og er á Laugarvatni. Þá er eitt sem ég held að mætti bæta. Mér finnst sumar mæður gera allt of lítið af því að kenna dætrum sínum, já, og börnum því drengir þurfa að læra þetta líka, þ.e.a.s. til margvíslegra inniverka. Það er engin sanngirni í því, þar sem ung hjón vinna bæði úti, að hún eigi að gera allt inni þegar heim er komið, en hann leggur sig og tekur bara blað eða bók. Hann á líka að hjálpa til. Þetta er að sjálfsögðu okkur mæðrunum að kenna, við höfum ekki kennt strákunum þetta, að minnsta kosti til skamms tíma. Ég leyfi mér nú að taka þetta ekki til mín, því ég kenndi strákunum mínum margt bæði úti og inni“. Jæja, Dísa mín, að lokum. Ert þú sátt við lífshlaupið sem af er? „Já mjög“. Skráð á Selfossi í byrjun janúar 1998. Hafsteinn Þorvaldsson. 21 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.