Litli Bergþór - 01.06.2007, Blaðsíða 7
/ /
Guðmundur Oli Olafsson
Minning
Guðmundur í ræðustól í Mosfellskirkju.
Hann var fæddur í Reykjavík 5. desember 1927 og lést
á heimili sínu í Reykjanesi í Grfmsnesi 12. maí sl.
Foreldrar hans voru hjónin Hallfríður Bjarnadóttir frá
Eskihlíð í Reykjavík og Ólafur Guðmundsson frá Ægis-
síðu í Holtum.
Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík
1949 og lauk guðfræðiprófi frá Háskóla íslands 1953
og var síðan tvö ár í framhaldsnámi í Noregi og Þýska-
landi.
Hann varð sóknarprestur í Skálholtsprestakalli 1. júní
1955 og gegndi því starfi í 42 og hálft ár. Hann var
prófastur Arnesprófastsdæmis síðustu tvö prest-
skparár sín.
Kona hans var Anna Magnúsdóttir frá Ólafsvík á
Snæfellsnesi, fædd 17. desember 1927, dáin 1. ágúst
1980. Þau bjuggu á Torfastöðum til 1963 en eftir það
í Skálholti. Þegar hann lét af prestskap keypti hann
jörðina Reykjanes í Grímsnesi ásamt félögum sínum í
hrossaræktinni og byggði sér þar hús, sem hann bjó í
til æviloka.
Guðmundur byrjaði ungur að starfa í Kristilegu
félagi ungra manna og hafði alla tíð mikinn áhuga á
trúmálum, boðun fagnaðarerindisins og kirkjulegri
tónlist.
Hann hafði yndi af hestum, bæði hrossarækt og reið-
mennsku, og var aðal hvatamaður að stofnun
Hestamannafélagsins Loga og formaður þess fyrstu tíu
árin. Guðmundur var málhagur og setti stundum saman
leikþætti til flutnings á árshátíð Hestamannafélagsins.
Hann var um skeið ritstjóri Kirkjuritsins og Hestsins
okkar, rits Landssambands hestamanna, og skrifaði í
þau greinar og viðtöl.
í allmörg ár gaf hann út Skræðu, fjölritaðan bækling
með ýmsu efni, aðallega frumsömdu, sem hann dreifði
meðal sóknarbarna sinna og fleirri. Víða annars staðar
birtust ritsmíðar eftir hann, bæði í bundnu og óbundnu
máli, þýddar og frumsamdar.
Árið 2005 kom út eftir hann söguleg skáldsaga,
Haustgotasaga, undir dulnefninu Semingur. Þar fjallar
hann m. a. um mátt kærleikans og hesta í Skálholti og
nágrenni þess fyrr á tíð.
Hann var drátthagur og hannaði merki bæði Loga og
Ungmennafélags Biskupstungna. Einnig skreytti hann
stundum rit sín með teikningum.
A. K
Raflagnir - Viðgerðir
Tek að mér nýlagnir, hönnun raflagna og alla
almenna rafvirkjavinnu ásamt tækjaviðgerðum.
Efnissala og varahlutaþjónusta.
Fljót og góð vinna.
Sumarbústaðaeigendur athugið að ég sæki
um öll leyfi fyrir heimtaug að
sumarhúsum og lagningu raflagna.
Jens Pétur Jóhannsson
LÖGGILTUR RAFVERKTAKI
HEIMASIMI 486 8845
Verkstæði sími 486 8984
GSM 893 7101
7 Litli Bergþór