Litli Bergþór - 01.06.2007, Blaðsíða 26

Litli Bergþór - 01.06.2007, Blaðsíða 26
verið haldinn í umrædda fundargerðabók. Að öðru leyti leggur byggðaráð til að fundargerðin verði staðfest. 73. fundur sveitarstjórnar 22. maí 2007 Mœttir voru allir sveitarstjórnarmenn en Jens Pétur Jóhannsson sem varamaður Sigrúnar Lilju Einarsdóttur og Sigrún Reynisdóttir sem varamaður Kjartans Lárussonar einnig Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, sem ritaði Jundargerð. Einar Sveinhjörnsson, endurskoðandi KPMG, var mœttur á fundinn við framlagningu ársreiknings Bláskógabyggðar 2006. Arsreikningur Bláskógabvggðar 2006 tfvrri umræðak Einar Sveinbjörnsson, endurskoðandi, er mættur á fundinn tii þess að gera grein fyrir vinnu endurskoðenda. Lagður fram ársreikningur Bláskógabyggðar, fyrir árið 2006, ásamt sundurliðunum. Einar Sveinbjörnsson og Valtýr Valtýsson gerðu grein fyrir ársreikningnum og skýrðu ýmsa liði. Helstu niðurstöður úr rekstrar- og efnahagsreikningi samstæðu sveitarfélagsins eru: Rekstrarreikningur: Rekstrartekjur: 620.674.676 Rekstrargjöld: - 584.443.379 Fjármagnsgjöld: 52.058.886 Tekjuskattur: 11.354.858 Rekstrarniðurstaða: -4.472.731 Efnahagsreikningur: Eignir: Fastafjármunir: 634.614.562 Veltufjármunir: 83.585.715 Eignir samtals: 718.200.277 Skuldir og eigið fé: Eiginfjárreikningur: 142.190.874 Langtímaskuldir: 401.610.754 Skammtímaskuldir: 174.398.649 Eigið fé og skuldir samtals: 718.200.277 Arsreikningi vísað til seinni umræðu í sveitarstjórn, sem verður haldinn þann 12. júní 2007. Samþvkkt og gjaldskrá fvrir hundahald í hundahald í Bláskógabvggð. Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, dags. 20. apríl 2007, þar sem fram kemur að eftirlitið hefur staðfest áður samþykkta samþykkt um hundahald. Sveitarstjóra falið að óska eftir staðfestingu heilbrigðisráðherra á samþykktinni. 2. Gjaldskrá fyrir hundahald í Bláskógabyggð. Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir hundahald í Bláskógabyggð. Sveitarstjórn samþykkir fram- lagða tillögu og felur sveitarstjóra að senda hana til samþykktar hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands. Skipulagsmál: 1. Tillaga að deiliskipulagi íbúðarsvæðis neðan Skólatúns á Laugarvatni. Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir nýja íbúabyggð sunnan Skólatúns á Laugarvatni, unna af Landformi í maí 2007. Einnig lögð fram yfirlitsmynd um rammaskipulag Laugarvatns. Vegtenging inn á þetta íbúðarsvæði verði á móts við núverandi vegtengingu að iðnaðarsvæðinu. Rammaskipulagið gerir síðan ráð fyrir færslu vegtengingar að iðnaðarsvæði til suðurs. 2. Tillaga að breytingu aðalskipulags Biskupstungnahrepps 2000-2012; Kjarnholt. Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 vegna frístundabyggðar í landi Kjarnholts I. í breytingunni felst að á 158 ha svæði milli Tungufljóts og Einhholtsslækjar breytist landnotkun úr landbúnaðarsvæði í svæði fyrir frístundabyggð. Tillagan var í kynningu frá 1. mars til 29. mars 2007 og var frestur til athugasemda til 12. apríl. Engar athugasemdir bárust. Fyrir liggur umsögn Fornleifaverndar ríkisins dags. 12. apríl 2007, Umhverfisstofnunar dags. 27. apríl 2007, og Vegagerðarinnar dags. 2. maí 2007. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða skv. 18. gr. Skipulags- og byggingarlaga fyrirliggjandi breytingu á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram. 3. Tillaga að breytingu aðalskipulags Laugardalshrepps 2000-2012; tvö svæði innan jarðarinnar Útey II. Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012 í landi Úteyjar II. Breytingin er tvíþætt. Annars vegar er gert ráð fyrir að um 22 ha svæði í landi Úteyjar II sem kallast Mýrarskógur, milli núverandi og eldri Laugarvatnsvegar, breytist úr landbúnaðarsvæði í svæði fyrir frístundabyggð. Hins vegar er gert ráð fyrir að svæði fyrir frístundabyggð umhverfis bæjartorfu Úteyjar II stækki til samræmis við deiliskipulag svæðisins sem hefur verið í gildi síðan 1992. Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram. 4. Tillaga að breytingu aðalskipulags Laugardalshrepps 2000-2012; Böðmóðsstaðir/ Austurey. Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012 í landi Austureyjar og Böðmóðsstaða. Breytingin er tvíþætt. Annars vegar er gert ráð fyrir að um 20 ha svæði á Skógarnesi, svæði Rafiðnaðarsambandsins, breytist úr frístundabyggð í opið svæði til sérstakra nota. Er þessi breyting í takt Litli Bergþór 26

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.