Litli Bergþór - 01.06.2007, Blaðsíða 14

Litli Bergþór - 01.06.2007, Blaðsíða 14
Konungskoman 1907 í sumar eru liðin 100 ár frá því Friðrik VIII. Konugur Danmerkur og íslands kom hingað til lands. Hann fór m. a. að Geysi og Gullfossi. Allmikill undirbúningur var fyrir þessa ferð. Lagður var vagnfær vegur frá Þingvöllum austur að Geysi, yfir brú á Tungufljóti vestan við bæinn Brú og aðra yfir Hvítá á Brúarhlöðum, niður Hrunamannahrepp og Skeið og á veg vestur frá brúnni á Þjórsá hjá Þjórsártúni. Má víða sjá merki hans á þessari leið, en nærri bæjunum hefur hann víða horfið undir tún. Þessi vegagerð markaði þau tímamót í samgöngusögu byggðar á þessum slóðum að þá fyrst var farið að nota vagna til flutninga. Kóngsvegur Ruddur var vegur austur frá Þingvöllum norðan eyðibýlisins Vatnskots, sunnan við bæinn í Gjábakka og þaðan austur yfir Gjábakkahraun, Laugarvatnsvelli og Hálsa að Laugarvatni. Víða er farið eftir þessum vegi enn og annarsstaðar sést móta fyrir honum til hliðar við veginn. Frá Laugarvatni lá hann undir hlíð Laugarvatnsfjalls, neðst í þurrlendinu, sunnan við bæina á Snorrastöðum og Hjálmsstöðum, skammt norðan við bæinn á Ketilvöllum, yfir Skillandsá spölkorn neðan við núverandi brú og sunnan við bæinn í Miðdalskoti. Austan við landamerkin við Laugardalshóla lá hann upp í skóginn og austur um hann nokkurn spöl ofan við bæinn þar. Síðan lá vegurinn austur um Efstadalshagana milli tveggja hæða suðvestur af bænum, vestan og norðan við hæðina, sem bæirnir standa á, yfir Hagalæk norðaustur af bæjunum og austur yfir Hlaupheiði að Brúará, þar sem brú hafði verið byggð á hana árið 1901. A þessum kafla, frá Miðdalskoti að Brúará, liggur vegurinn víðast eftir birkiskógi með mjúkum jarðvegi og hefur hann grafist nokkuð niður í hann. Austan við Brúará liggur hann áfram eftir birki- og víðivöxnu landi, yfir litla á, Fremri-Vallá, áfram til austurs norðan við hæðina norðvestur af Brekku og skammt norðan bæjanna á Miðhúsum og í Úthlíð. Hann var skammt frá Réttinni í Úthlíð, norðan við eyðibýlið Hrauntún og yfir Andalæk stuttan spöl ofan við núverandi veg, norðan við bæinn í Dalsmynni, nærri Hlíðartúni en sunnan við Austurhlíð. Síðan var hann yfir Múlann vestan við samnefndan bæ, sunnan hans og sveigði til norðausturs upp á Stakksáreyrar, yfir Stakksá skammt vestan Biskupstungnabrautar og áfram vestan hennar eftir skógarjaðrinum sunnan og norðan Neðradals, norðan Laugarfells, spölkorn norðan við Geysi, austur yfir Beiná. Hann er vel sýnilegur af veginum upp að Haukadal norðan við Geysi bæði norðan við Laugarfell og austan við Beiná. Austur yfir Almenningsá lá hann nærri því !S0Op0] 'SkyEgnu\kógur” ijpr • Þingvallnskiigar ÍDe®mynni •,Ausiurti!«' GJábakkahi!aun Hólafjall Efstadalsfjalb Þverfell 'Skipholisfjall Höfðinn íkaldimólði Litli Bergþór 14

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.