Litli Bergþór - 01.06.2007, Blaðsíða 8

Litli Bergþór - 01.06.2007, Blaðsíða 8
Nemendafélag Grunnskóla Bláskógabyggðar í Reykholti í þessari grein ætlum við að greina frá því helsta sem við nemendur í Grunnskóla Bláskógabyggðar höfum verið að gera í félagslífinu í vetur. Við ætlum að segja frá því sem Nemendafélagið hefur verið að gera svo og frá þeim viðburðum þar sem nemendur skólans hafa verið að standa sig vel út á við í nafni skólans. Það er af mörgu að taka og of langt mál að telja alla hluti upp, en hér verður sagt frá því helsta. Við byrjuðum haustið á því að kjósa stjóm Nemendafélagsins. Kosnir vora 7 nemendur úr 7-10 bekk. Kosið var innan hvers bekkjar fyrir sig um fulltrúa í stjóm nemendafélags. Eftirtaldir vom kosnir og hafa þeir skipt með sér störfum: Formaður: Auður Ýr Jónsdóttir (10. b.) Gjaldkeri: Sigurður Skúli Benediktsson (10. b.) Ritari: Katrín Ösp Jónasdóttir (9. b.) Meðstjórnendur: Eyrún ída Guðjónsdóttir (9. b.), Karitas Róbertsdóttir (8. b.), Ástrún Sæland (8. b.) og Bjarni Sævarsson (7.b.). Stjórn nemendafélagsins 2006-2007. Fremri röð f.v.: Sigurður Skúli Benediktsson (10. b.) gjaldkeri, Auður Ýr Jónsdóttir (10. b.) formaður, Karitas Róbertsdóttir (8. b.). Aftari röð f.v.: Bjarni Sævarsson (7.b.), Eyrún fda Guðjónsdóttir (9. b.), Katrín Ösp Jónasdóttir (9. b.) ritari, Ástrún Sæland (8. b.) Haustball Við héldum Halloween ball 2. nóvember fyrir 7.-10. bekk í Reykholti, Laugarvatni, Flúðum, Stokkseyri og Eyrarbakka. Það ball gekk mjög vel, enda mikið haft fyrir því að skipuleggja, skreyta og gera þetta að alvöru balli. Skólaband frá Flúðum hitaði upp og hljómsveitin Moonshine spilaði. Það var auðvitað beðið um að koma í búningum og sem betur fer komu flestir í búningum. Aron vann verðlaun fyrir flottasta búninginn. Guðrún Gígja að fíla sig í botn. Flúðaball Flúðaskóli bauð okkur á ball til sín 18. janúar. Það söfnuðust allir saman í rútu og lögðum við svo af stað til að fara að flippa á Flúðum. Öllum var heimilt að fá sér pizzu, nammi og gos. Hljómsveitin Putas hitaði upp og síðan tók Svitabandið við og þá var sko dansað og allir ótrúlega þreyttir eftir ballið. Nemendur úr 10. bekk. Árshátíðin Eins og venja er sá 9. bekkur um árshátíðina og stóðu þau sig rosalega vel. Þetta var galaball og allir komu í sínum bestu fötum. Ballið var 8. febrúar og gekk alveg frábærlega. Boðið var upp á mat, skemmtiatriði og auðvitað ballið sjálft. Veðurguðirnir spiluðu og héldu stemmingunni uppi allan tímann. Töldu flestir að þetta hefði verið skemmtilegasta ball sem þau höfðu farið á á þessu ári. Stærðfræðikeppni Stærðfræðikeppni grunnskóla á Suðurlandi var haldin í febrúar og við eignuðumst tvo meistara, Karólínu Wakulowska sem lenti í 1. sæti í 8. bekk og Jón Hjalta Eiríksson í 1. sæti í 10. bekk. Glæsilegur árangur. Skólahreysti Undankeppnin í Skólahreysti fyrir Suðurland fór fram á Selfossi fimmtudaginn 22. febrúar s.l. Það er óhætt að segja að Grunnskóli Bláskógabyggðar hafi staðið sig með miklum sóma, því við lentum í 3. sæti eftir æsispennandi keppni við Flúðaskóla og Vallaskóla. Við vorum aðeins 4,5 stigi frá því að sigra í keppninni. Litli Bergþór 8

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.