Litli Bergþór - 01.06.2007, Blaðsíða 23

Litli Bergþór - 01.06.2007, Blaðsíða 23
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða þriggja ára áætlun. 71. fundur sveitarstjórnar 6. mars 2007 Mœttir voru allir sveitarstjórnarmenn en Jens Pétur Jóhannsson sem varamaður Sigrúnar Lilju Einarsdóttur, einnig Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. Framkvæmdaáætlun Bláskógabvggðar 2007 - 2010. Halldór Karl Hermannsson, forstöðumaður þjónustumiðstöðvar, mætti á fundinn undir þessum dagskrárlið. Valtýr og Halldór kynntu framlagða framkvæmdaáætlun fyrir árin 2007 - 2010 og svöruðu fyrirspurnum. í áætluninni er gerð grein fyrir hvernig fjármagni verður varið í viðhaldsverkefni og nýframkvæmdir á yfirstandandi ári, svo og tillögur um verk- og viðhaldsþætti árin 2008-2010. A árinu 2007 er gert ráð fyrir nýframkvæmdum að upphæð kr. 24,5 milljón, þ.e. byggingu tveggja sparkvalla í samvinnu við KSÍ, og gatnaframkvæmdir á Laugarvatni. Gert er ráð fyrir kr. 10 milljónum í gatnagerðargjöld sem koma á móti framkvæmdakostnaði. Nettó fjárfesting verði því 14,5 milljónir sem er í takt við samþykkta fjárhagsáætlun ársins. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða áætlun. Framkvæmdaáætlunin verður síðan tekin til reglubundinnar endurskoðunar í tengslum við endurskoðun fjárhagsáætlana og fjárhagsáætlanagerð sveitarsjóðs. Tillaga að endurskoðaðri gjaldskrá gatnagerðargjalda í Bláskógabvggð. Oddviti og sveitarstjóri kynntu tillögu að nýrri gjaldskrá gatnagerðargjalda í Bláskógabyggð. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá. Skipulagsmál. 1. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Biskupstungna 2000-2012; Bergstaðir. Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 í landi Bergstaða. I breytingunni felst að afmörkun svæðis fyrir frístundabyggð og landbúnaðarsvæðis breytist í samræmi við breyttar forsendur á jörðinni. Ekki er um að ræða aukningu á frístundabyggð heldur er eingöngu verið að aðlaga afmörkunina í samræmi við núverandi og fyrirhuguð not. Samþykkt að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga. 2. Afgreiðsla breytingar á aðalskipulagi Biskupstungna 2000-2012; Haukadalur II. I breytingunni felst að 35 ha. lands í landi Haukadals II breytist úr landbúnaðarsvæði í frístundabyggð. Landið er flatlent mólendi og aflögð flugbraut. Er það ósk landeigenda að spilda þessi verði nýtt undir frístundabyggð. Gert er ráð fyrir að þéttleiki á svæðinu sé sá sami varðandi stærðir sumarhúsalóða og í gildandi aðalskipulagi (0,5 - 1 ha). Tillagan var í kynningu frá 14. desember 2006 til 11. janúar 2007 með athugasemdarfresti til 25. janúar 2007. Tillaga að deiliskipulagi hluta svæðisins var auglýst samhliða. Engar athugasemdir bárust. Vegagerðin gerir ekki athugasemdir við tillöguna sbr. tölvupóst dags. 8. mars 2007. Einnig liggur fyrir umsögn Umhverfisstofnunar, dags. 25. janúar 2007. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu að breytingu aðalskipulags Biskupstungna 2000-2012 sbr. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram. Innsend bréf og erindi: 1. Bréf frá Umboðsmanni Alþingis, dags. 20. febrúar 2007. Sveitarstjórn vísar til samþykktar byggðaráðs, liður 5.1. frá 30. janúar 2007, þar sem fram kemur að tilmæli Umboðsmanns Alþingis verði höfð til hliðsjónar við endurskoðun samþykktar og gjaldskrár vegna seyrulosunar. 2. Tölvuskeyti frá Olafi Hjálmarssyni, dags 10. febrúar 2007, vegna 100 ára afmælis Kóngsvegar og brúarmála í tengslum við hann. Ferðamálafulltrúi Uppsveita Árnessýslu hefur ásamt öðrum aðilum verið að vinna að því að minnast þessara tímamóta með einhverjum hætti. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar lýsir þvf yfir að hún er tilbúin að koma til viðræðna við hagsmunaaðila vegna annars vegar uppsetningar brúar yfir Fremri- Vallá og hins vegar vegna endurbóta á göngubrú við Brúarfoss. Ljóst er þó að sveitarstjórn getur ekki lofað að svo komnu máli hvort og með hvaða hætti sveitarfélagið geti komið að verkefninu fjárhagslega, þar sem ekki er gert ráð fyrir fjármagni til þessara verkefna á fjárlögum ársins 2007. 3. Umsögn um landskipti; Kjóastaðir 3. Lagt fram landspildublað yfir 19,3 ha spildu úr landi Kjóastaða 3 (landnr. 200837). Land Kjóastaða 3 er í dag 43,3 ha en verður 24 ha eftir skiptingu landsins. Landið er í eigu SÖS ehf. Sveitarstjórn samþykkir landskiptin fyrir sitt leyti skv. 30 gr. skipulags- og byggingarlaga með fyrirvara um 13. gr. jarðalaga nr. 81/2004. Efni til kvnningar: 1. Bréf frá Heimsminjanefnd Islands, dags. 22. febrúar 2007. Rætt var um efni bréfsins og samþykkt að fela oddvita og sveitarstjóra að senda bréf til Heimsminjanefndar Islands, þar sem fram komi afstaða sveitarstjórnar Bláskógabyggðar til erindis nefndarinnar. 23 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.