Litli Bergþór - 01.12.2008, Blaðsíða 10

Litli Bergþór - 01.12.2008, Blaðsíða 10
Viðtal við Sigríði Jónínu Sigurfinnsdóttur í Hrosshaga Mér fannst bara fínt að komast í búskapinn! Ég lagði leið mína til nágrannakonu minnar í Hrosshaga um daginn til að taka við hana viðtal fyrir Litla-Bergþór. Ekki aðeins var Sigga Jóna fyrsti formaður Ungmennafélags Biskupstungna af kvenkyni, heldur er hún ein af þeim sem komu Litla-Bergþóri á legg á sínum tíma og starfaði við hann í mörg ár. Fyrir utan náttúrulega að vera bara ein af þessum kjarnakonum sem hvert byg- gðarlag þarf á að haida. Ættir og uppruni Ég er fædd í Birtingaholti í Hrunamanna- hreppi þann 12. ágúst 1958. Pabbi heitir Sigurfinnur Sigurðsson og er frá Birtingaholti og mamma heitir Asta Guðmundsdóttir og er frá Högnastöðum í Hrunamannahreppi. Afi í Birtingaholti hét Sigurður Agústsson og afi á Högna- stöðum hét Guðmundur Guðmundsson og þeir voru báðir frá þessum bæjum, en ömmumar mínar eru lengra að komnar. Kristbjörg Sveinbjarnardóttir á Hög- nastöðum kom frá Heiðarbæ í Þingvallasveit og Sig- ríður Sigurfinnsdóttir í Birtingaholti kom úr Keflavík. Mamma og pabbi bjuggu í Birtingaholti í 10 ár með sauðfé, hænur og garðyrkju en á þeim árum var ekki algengt að fólk reyndi að lifa af garðyrkju. Pabbi fékk berkla sem barn og þegar ég var fjögurra ára urðu þau að hætta búskap þar sem hann var lélegur til heilsunnar. Við fluttum á Selfoss og þar ólst ég upp. Ég sætti mig aldrei við það að þurfa að flytja úr sveitinni, því var það að þegar við fórum uppeftir í heimsóknir þá „týndist“ ég þegar leið að heimferð og þegar ég fannst, ef ég fannst þá yfirleitt, þá var ég flutt grenjandi í burtu. Það voru gríðarleg viðbrigði frá því að búa í stóru húsi þar sem bjuggu margar fjölskyldur og mörg börn á mínum aldri í að búa í kjallaraíbúð á Selfossi. Það var leiguíbúð og fullorðin hjón sem áttu húsið og þau leyfðu ekki að börn lékju sér í garðinum sem hefur kannski ennþá aukið á söknuðinn eftir sveitinni. Pabbi vann á skrifstofu og mamma tók sér ýmislegt fyrir hendur, hún var fyrst húsmóðir en lengi vann hún síðan á saumastofu. Þau búa ennþá á Selfossi. Ég á þrjú systkini. Krist- björgu sem er fimm árum eldri en ég, hún býr í Reykjavík. Snorra sem er níu árum yngri og býr á Selfossi og sá yngsti heitir Sigurður Már, hann er með Downs syndrome og býr á sambýli á Selfossi. Skóli og vinna Af skólagöngu minni er það að segja að ég kláraði gagnfræðaskólann á Selfossi og fór svo í Menntaskólann Sigríður Jónína. að Laugarvatni og varð stúdent þaðan 1978. Sumarið eftir stúdentsprófið var ég í Þýskalandi að vinna á hóteli. Kom svo heim um haustið og fór að vinna hjá Vegagerðinni á Selfossi eins og ég hafði gert á sumrin á menntaskólaárunum. Þar var ég mælingamaður en þeir mæla fyrir vegum, ýmist nýjum og þá eitthvað út í móa eða eru í hæðamælin- gumog setja upp stikur fyrir vegafram- kvæmdir. Það var ægilega gaman og ég flakkaði víða þessi sumur. Ég vissi aldrei þegar ég lagði af stað á morgnana hvar ég svæfi næstu nótt. Við vorum oft þrjár stelpur saman í flokki, stundum vorum við í rykmekki í umferðinni, í stórhættu, og stundum vorum við upp til fjalla í friði og ró. Tvisvar vorum við sendar í mánaðarútlegð. I annað skiptið áttum við að mæla veginn frá Hvolsvelli austur að Markarfljótsbrú, 20 km leið. Þetta var sumarið eftir að hringvegurinn var opnaður þannig að það var heilmikil umferð og þetta var náttúrlega ekki Tveggja ára í samkvæmiskjól. malbikað og við vorunt þarna í rykmekki í heilan mánuð. Við bjuggum oft við frumstæðar aðstæður, komumst kannski í bað á tveggja vikna fresti, en þetta var gaman. I hitt skiptið, sem var ennþá skemmtilegra, vorum við sendar upp að Þingskálum sem er vestan við Gunnarsholt og áttum að mæla þaðan og upp eftir framhjá Næfurholti og þeim bæjum, á móts við Heklu. Þar átti að koma nýr vegur en fyrir var bara niðurgrafinn slóði. Við bjuggum í vegagerðarskúr á hjólum, svona eldhússkúr. Það var eitt mjótt borð í miðjunni, tveir harðir bekkir sitt hvoru megin sem við sváfum á og ein var á dýnu ofan á borðinu, það var ekki rennandi vatn, rafmagn eða nokkur skapaður hlutur. Við vorum með einn gaskút og prímus þannig að við gáturn mallað okkur eitthvað. Svo var bara farið út í næsta læk og klósettið var á bak við næsta stein. Svona bjuggum við í mánuð og það var yndislegur tími. Þetta er með því skemmtilegra sem ég hef unnið við. Upphaf búskapar Maðurinn minn heitir Gunnar Sverris- son og er fimm árum eldri en ég. Olöf systir hans var með mér í bekk á Laugarvatni og þannig kynntumst við, en byrjuðum síðan saman á balli á Flúðum. Ég var orðin hundleið á skóla þegar menntaskólanum lauk og fannst bara fínt að fara beint í búskapinn. Ég flutti hingað í Hrosshaga vorið 1979, þetta ískalda vor. Það var um mánaðamótin maí-júní og þá vorum við búin að koma þessu húsi okkar upp fokheldu. Þetta er einingahús sem við keyptum og var reist hérna Litli Bergþór 10

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.