Litli Bergþór - 01.12.2008, Blaðsíða 19

Litli Bergþór - 01.12.2008, Blaðsíða 19
Sjerfindist ánœgjulegt efhœgtyrði að laga og prýða blettinn. “ Ingigerður á Vatnsleysu var henni sammála „og vonaði að þetta væri vilji allra fjelagsmanna.“ Þórður í Hrauntúni „ Taldi þetta góða hugmynd að vilja hlynna að blettinum og leggja rœkt við hann. Myndi hann verða því kærari fjelögunum, sem betur vœri að honum hlúð. “ Formaður „ Taldi víst, að allir væru þessu samþykkir, þvíþað hefði alltafverið tilgangurinn að reyna að hlynna sem mest og best, að þessum skógrœktarbletti. Enda dálítið að því gert, grisjaður og settar niður plöntur, og nokkrar plöntur fluttar heim á bœi. En varasamt gæti verið að samþykkja margt og mikið, hœtt við að efndirnar yrðu gætu ekki orðið eiiis. En vœru allir einhuga með þetta þá væri mikils um það vert, að koma saman í hverjum þeim tilgangi, sem miðaði fjelaginu til góðs, og þetta væri eittafþví.“ Að tillögu formanns var samþykkt, að vinna í blettinum á sunnudegi í vor eða sumar. Samkoma er á Vatnsleysu 17. júní 1920. Þar hafði verið byrjað með messu, síðan er bókað: „Eptir það gengu allir suður í skógrœktarblett fjelagsins, unnu þar dálítið og löguðu til. Þá hjelt Þorsteinn Sigurðsson rœðu. Sagðifrá jpóðhátíðardegi Norðmanna sem væri 17. maí, gerði ýmsan samanburð á þessum tveimur dögum þjóð- anna. Oskaði að 17. júní yrði framvegis hátíðis og frídagur um land allt. Eptir það var aftur gengið heim að Vatnsleysu, sungið all lengi og lesið upp. Eór svo hver heim til sín að kvöldi góðs dag. “ Kartöflurækt Matjurtagarður hafði verið búinn til á Reykjavöllum á vegum Ungmennafélagsins fyrstu starfsárum þess og farið að rækta þar kartöflur til sölu. Hann er oft nefnd- ur matjurtagarður eða kálgarður í bókum félagsins, en ekkert kemur fram um að þar hafi verið ræktað annað en kartöflur. Allt starf við hann er sjálboðavinna, gerð hans, áburður í hann, niðursetning, upptaka og viðhald. I fundargerð frá 9. september 1917 er greint frá því að formaður hafi minnst á kálgarðinn. Um það er bókað: „ Ak\’eða á þessum fundi hvenær taka skyldi upp úr garðinum. Búið að panta nokkuð af kartöflum. Girðinguna þyrfti að endurbœta og stœkka garðinn. Garðurinn er annar besti tekjustofii fjelagsins. Þetta líka hið eina sem fjelagar geta unnið að sameiginlega. Fátt sem eykur eins samhug og samheldni eins og sameiginleg vinna íþarfir fjelagsins. Þorsteinn Sigurðsson: „ Var hlyntur tillögum for- manns. Lagði til að garðurinn yrði stœkkaður um helming eða vel það. Helst ættu fjelagar að vinna ókeypis að hleðslunni. Takist það eigi, þá auðvitað að kaupa menn til þess. Svohljóðandi tillaga frá formanni er samþykkt sam- hljóða: „Fundurinn samþykkir að matjurtagarður fje- lagsins sje stœkkaður að minsta kosti til helminga, fyrir nœsta vor, ogfelur stjórn fjelagsins framkvœmdir í því. “ í skýrslu 1916 er „Matjurtarækt. Kartöflur; útsœði 30 kg., uppskera 375 kg, landstœrð óOOferm. ; vinna 9 dagsverk. “ Þá eru tekjur af jaðrækt 35 kr. en tillög fél- aga 56,6o kr. Garðurinn er á þessum árum skráður 600 fermetrar, og árið 1917 eru: „Tekjur af jarðrœkt kr. 99,45.“ og í eignum „Garður um matjurtag. kr. 20,oo.“ í fundargerðabókinni er sérstök bókun „Kálgarðsvinna. Laugardaginn 29. maí 1920 komu ungmennafjelagar saman á Reykjavöllum til þess að setja í og laga kálgarð fjelagsins. Þennan sama dag varflutt til Reykavíkur sjúk fjelagsstúlka, G. Þ., og fœrðu ungm.fjelagar henni að gjöfkr. 100“ í ársskýrslu fyrir árið 1917 er „Rœktað land“ 600 fermetrar og skóglendi 6400 fermetrar að stærð Heyforðabúr I skýrslu fyrir árið 1915 er: .. Grasrækt: Fjelagið hefir komið sjer upp vísi til heyforðabúrs, og heyjaði til þess 35 liestb. Auk þess unnu að heyvinnu 14 fjelagsmenn, hjáfátœkum einyrkja, einn sunnudag.“ I reikningi fyrir félagsárið 1916 - 1917 er í tekjum selt hey 18 krónur. Bókasafn Aður en Ungmennafélagið var stofnað voru til tvö lítil bókasöfn í sveitinni, sem þá voru nefnd lestrarfélög. Munu þá bækur hafa gengið frá einum bæ til annars. Ungmennafélagið eignaðist sitt safn fljótlega, og er oft rætt á fundum hve miklu fé eigi að verja til bókakaupa. A aðalfundi 1915 er eftifarandi bókun: „TiIIaga um að verja alt að kr. 25.oo til bókakaupanna og skipa 3ja manna nefnd til að velja bækurnar, samþ. í einu hljóði. Formaður skipaði þessa í nefndina: lngvar Guðmunds- son, Þorstein Sigurðsson, Sigurlaugu Erlendsdóttur. “ A aðalfundi árið eftir ræðir Þorsteinn Sigurðsson um safnið, og lætur þess getið að ónefndur félagi hafði gefið 25 kr„ „og lagt með grundvöllinn undir safnið. Bað hann fjelagsmenn að standa upp úr sætum sínum í þakklœtis- og virðingarskyni fyrir gjöfina. “ Þá er samþykkt „að fjelagið kaupi bækur í haust, til bókasaf- ns fjelagsins, fyrir allt að kr. 25.00, og skipuð sje 3ja manna nefnd til að velja bœkurnar, og semji hún einnig reglurfyrir safnið og leggi fyrir aðalfund í haust." Formaður skipaði í bókasafnsnefndina þau sömu og áður nema Ingvar Guðmundsson en Ingigerði Sig- urðardóttur í hans stað. Á aðlfundi árið eftir kemur fram í skýrslu formanns að bókasafnið hafi verið aukið um 9 bindi. Á þessum fundi skipar formaður Þorstein Sigurðsson bókavörð. Árið eftir er samþykkt að verja úr félagssjóði 35 kr. til bókakaupa, og í skýrslu for- manns á aðalfundi árið eftir segir að bókasafnið hafi verið „aukið að stórum mun.“ A aðalfundi í desember 1917 er greint frá skýrslu bókavarðar á þessa leið: „Nú um aðalf. 50 bindi. Á árinu hafði safninu bæst; Islendingasögur allar, 40 lslendingaþœttir, Eddurnar báðar og Sturlunga, nema síðasta bindi. “ Þá er Ingigerður Sigurðardóttir valin bókavörður. I fundargerð frá fundi í september kemur fram að félaginu hefði verið gefin afmælisgjöf, og hefði gefandinn „ látið svo um mælt, að peningunum skyldi verja til bókakaupa ogfyrirlestra." Þá er samþykkt „að verja til bókakaupa allt að kr. 50,oo, og takist helming- urinn af félagssjóði en hitt af afmælisgjöf fjelagsins." Formaður skipar Viktoríu Guðmundsdóttur, Sigurð Greipsson og Sigurlaugu Erlendsdóttur í nefnd til að velja bækurnar. Tekjuliðir eru á reikningi fyrir árið 1918 - 1919 eru greiðsla fyrir skemmd á bók, 5 kr., og seld bók, 8 kr. Á fundi vorið 1919 er samþykkt að gylla bækur félagsins, og á fundi í ágúst er gert ráð fyrir að því verði lokið um haustið. Á reikningi fyrir árið 1920 er ---------------------------------- 19 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.