Litli Bergþór - 01.12.2008, Blaðsíða 25

Litli Bergþór - 01.12.2008, Blaðsíða 25
hefði lesið. En ekki hefði sjerfallið allar sögurnar hans vel í geð. Sigurður Guðnason: Kvaðst telja víst að efþessi spurning hefði komiðfyrir nokkrum árum, hefði Jón Trausti verið tekinn langtfram yfir Einar. En nú vœri Einar að ryðja Jóni Trausta burtu. Hann hlakkaði aldrei eins mikið til að lesa sögur Trausta eins og Einars. Ingvar fíuðmundsson: Kvaðst samþ. því, að að fyrir nokkru hefði það verið svo, að allur almenningur hefði beðið með meiri óþreyju eftir sögum Jóns Trausta en Einars. Gæti einnig vel tekið undir það, aðfyrri sögur Trausta vœru bestar. En hann vœri oft grófur í rithœtti, en hann vœri ekki þar ekki einn um hituna. Mörgfleiri skáld ættu sammerkt honum í því, og jafnvel Einar Hjörleifsson. Þetta kæmist nú meira upp í vana að einu skáldinu væri sungið meira lofen hinu, tœki það oft hver eftrir öðrum, en án þess að gera sjer verul. Ijósa grein fyrir hver vœri í raun og veru bestur, enda væri oft erfitt að greina þar á milli þegar alt kæmi til alls. Sjerfindist t. d. sumar sögur E. H. alls ekki þess verðar að þeim væri gaumur gefinn. “ Guðríður Þórarinsdóttir: Segist ekki skilja að sumir gætu þagað, „sem væntþœtti um E. H. Sjerfind- ist svo mikill munur þeirra Einars og Trausta að vart vœru þeir saman berandi. Allar sögur Einars miðuðu að því aðfegra og göfga hugsunarháttinn, um önnur en góð áhrifgœti ekki verið að tala við það að lesa sögur hans. Þar sem þetta væri oft þveröfugt með sögur Jóns Trausta. Sjerfindist því enginn þurfa að vera þar í vafa hvor þessara tveggja væri meira og betra skáld. Fleiri tóku eigi til máls. “ Hlutafjárkaup A fundi í nóvember 1915 lá mál fyrir fundinum, sem hefur yfirskriftina: „ Um möguleg kaup Ungmennafjelagsins á hlut í Eimskipafjelagi íslands". Framsögumaður er Þórður Þórðarson í Múla. Frá umræðunni segir í fundargerð: „Hann áleit að þar sem félagið ætti nú nokkurn sjóð, þá myndi það geta tekið einn hlut í Eimskipafélagi Isl. Kvaðst hann hugsa það ekki ofseint æskilegt að það yrði gert. Þorsteinn Þórarinsson: Kvað það að vísu satt að fjelagið ætti nokkuð í sjóði, en þó vœri efnahagurinn ekki betri en það, að engin leið vœri að kaupa nema einn 25 kr. hlut, og sjerfindist tæpl. leggjandi upp með svolítið - I framtíðinni yrðiýjel. fyrst og fremst að liugsa sjerfyrir samkomuhúsi, jafnskjótt og efni leyfðu. Þessvegna findist sjer ekki mega eyða afsjóðnum til annara fyrirtœkja, enda þó að þetta hefði verið ágœtt ef efnahagur fjelagsins hefði leyft það. Sigurður Guðnason tók í sama streng. Ýmis útgjöld vœru óumflýjanleg og myndi þá sjóðurinn lítið vaxa ef ekkert bœttist annað en árstillög. Úr sjóðnum hefði einnig verið varið dálitlu til bóka- kaupa. Hugmyndin hefði líka alltaf verið sú, að þegar samkomuhús yrði byggt í sveitinni, legði Ungmennafjelagið fje í það. Fleiri tóku eigi til máls. Kom þáfram tillaga frá framsögumanni þess efnis, hvort fúndurinn vildi ekki samþykkja að kaupa hlut í Eimskipafélagi Islands. - Tillagan var feld. “ Á fundi rúmu ári síðar er þetta mál tekið upp aftur og nefnt: „Hlutakaup íEimskipafjelagi Islands.“ Framsögumaður er Jóhannes Kárason. „Kvað alla verða að leggjast á eitt að bœta Goðafoss. Ungmennafél. yrði að gera sitt til þess. Lagði til aðfje- lagið tæki hlut í Eimskipafélagi Islands. Ekki frá- gangssök að taka lán að einhverju leyti. Þorsteinn Sigurðsson var meðmœltur þessu máli, bjóst þó við að það gœti það eigi affjelagssjóði. Þórður Kárason: Kvað gott að fjelagið gœti tekið hlut af sínufje, en var algerlega á móti að það tœki lán til þess. Þorsteinn Sigurðsson: Færði sönnur á að engin hætta stafaði af þvífyrir fjelagið að taka lán til þessa. Þetta vœri þjóðþrifamál, nauðsynlegt að styrkja það. Vextirnir afhlutnum kœmi upp í rentunni, en það sem fjelagið borgaði afláninu, vœri það að leggja sama sem ífasteign. Oskaði eftir að menn segðu álit sitt um þetta. Sigurður Guðnason: Varla hœgt að taka hlut af fjelagssjóð. Taldi engan blett áfjelaginu þó að það tœki lán til þessa. Lánið mœtti borga áfáum árum. Minni hlut en 100 kr. mœtti það eigi taka. Þorsteinn Þórarinsson: Kvaðst vita, að sjóðurinn væri svo lítill, að eigi væri hœgt að borga út hlut úr honum. Sjer vœri svona um og ó að taka lán til þess. Kvaðst þó eigi myndi greiða atkv. á móti. Eigi mætti hluturinn vera minni en 100 krónur. Þórður Kárason: Lagði eindregið á móti lántöku. Guðni Þórarinsson: Tók einnig í sama streng. Þorsteinn Sigurðsson tók þá til máls í 3ja sinn. Guðm. Guðnason: Heldur á móti lántöku að öllu leyti. Ekki víst að hlutabrjefið haldist í nafnverði. Taldi líka lítinn sóma fyrir fjelagið að eiga hlut af annarafje. Sigþrúður Guðnadóttir: 100 kr. hlutur svo lítill að um liann munaði ekkert. Hluturinn mœtti eigi vera minni en 200 kr. Svolátandi tillaga frá formanni: „Fundurinn samþ. að fjelagið taki 100 kr. hlut í Eimskipafjelagi Islands og taki lán til þess. “ Tillagan samþ. með 22 atkv. gegn 5. “ Arin á eftir er er í eignum: „Hlutabrjef í Eimsk.fjel. ísl. Kr. 100,oo og ískuldum: „Sjálfskuldarábyrgðarlán kr. 100,oo.“. Skcmmtisamkomur Fyrsta skemmtunin, sem greint er frá á árum þeim er hér er sagt frá er í ársbyrjun 1916. Frá henni segir á þessa leið í bókun Þorsteins Sigurðssonar: „Almenna skemtun hjelt U. M. F. Biskupstungna 2.jan. 1916 að Torfastöum. Formaður fjelagsins setti samkomuna kl. 8 síðdegis. Fólk skemmti sjer við það, sem hjer segir: 1. Leikinn sjónleikur: Syndir annarra eftir Einar Hjörleifsson. - Leikendur voru þessir: Þorsteinn Þórarinsson (Þorgeir), Bríet Þórólfsdóttir (Guðrún), Sigurður Guðnason (Grímur), Margrét Halldórsdóttir (Anna), Þorsteinn Sigurðsson (Pjetur), Ingigerður Sigurðardóttir (Þórdís), Guðrún Einarsdóttir (María), Jóhannes Kárason (Steindór), Ingiríður Ingimundardóttir (Rósa), Kristín Sigurðardóttir (Gróa), Sumarliði Grímsson (Olafur sífulli). 2. Dans. 3. Sungið. 4. Rœða, Ingvar Guðmundsson: Oddaflug. 5. Upplestur: Einar Sæmundsen og Þórður Kárason, (frumort kvœði: Landið mitt góða.) 6. Dans. 7. Rœða, Einar Sæmundsen: Þjóðsagnir. 8. Kaffidrykkja. 9. Dans. 25 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.