Litli Bergþór - 01.12.2008, Blaðsíða 7

Litli Bergþór - 01.12.2008, Blaðsíða 7
Afmælisárið 2008 Það mun hafa verið einhvern tíman um mitt ár 2007 sem stjórn Ungmennafélags Biskupstungna fór þess á leit við þau Matthildi Róbertsdóttur, Svein A. Sæland og Gunnar Sverrisson, að þau tækju að sér að skipa afmælisnefnd til að standa að og sjá um einhverja afmælisdagskrá og einhverja þá viðburði sem nefndinni þætti við hæfi í tilefni 100 ára afmælis félagsins árið 2008. Þar sem fyrrnefndir sveitungar eru allt saman gamlir félagsmálajaskar úr starfi Ungmennafélagsins, rann þeim blóðið til skyldunnar og tóku verkið að sér og hittust á fyrsta formlega og bókaða fundi í Hrosshaga 3. september 2007. Þau þurftu að sjálfsögðu fyrst að skipta með sér verk- um, og varð úr að Gunnar Sverrisson yrði formaður nefndarinnar og Matthildur Róbertsdóttir tæki að sér að skrá fundargerðir. Síðan voru höfuð lögð í bleyti. Á fyrsta fund nefndarinnar mættu einnig formaður vor, Guttormur Bjarnason, og leikdeildarfólk, þau Guðný Rósa Magnúsdóttir og Egill Jónasson, svo voru fulltrúar íþróttadeildar, Helga María Jónsdóttir og Kristín Guðbjömsdóttir, og Arnór Karlsson var svo frá útgáfu- nefnd. Á fundinum var farið yfir ýmsar hugmyndir sem félag- ar tóku með sér í nestið til frekari skoðunar, en Leikdeildin var þegar búin að ákveða að setja upp leikrit, sem að sjálfsögðu yrði hluti af okkar afmælisdagskrá. Til þess að gera vinnusögu afmælisnefndarinnar stutt skil hélt hún sex formlega og bókaða fundi fram að afmælishátíðinni sjálfri á sumardaginn fyrsta, en þessum fundum eru gerð góð skil í fundargerðarbók afmælis- nefndar. Nefndin ákvað að byggja afmælisdagskrána upp á nokkrum atburðum, sem dreift væri nokkuð um árið, en mætti líta á sem táknræna fyrir starf félagsins á ýmsum tímabilum, auk hátíðarsamkomunnar. 1. Íþróttahátíð og e.t.v. fleira sem íþróttadeild tók að sér að sjá um. 2. Uppfærsla leikrits, en leiklistin verður að teljast ein af skrautfjöðrum félagsins. 3. Kvöldvaka með sögulegu, listrænu og menningar- legu ívafi, en ýmiss konar þannig samkomur voru talsvert áberandi í starfi félagsins á vissum tímaskeiðum. 4. Gönguferðir, t.d. þrjár kvöldgöngur snemmsumars þar sem fléttað yrði saman vettvangsferðum og fræðslu um starf félagsins og fleira. 5. Sveitaball !!! Ungmennafélagið kom heilmikið að dansiballahaldi hér áður fyrr og þótti afmælisnefndinni vel við hæfi að halda eitt slíkt í Aratungu, en Aratunga var eitt vinsælasta dansleikjahús landsins á árum áður. Ennfremur yrði haldið áfram að safna saman gögnum og heimildum um sögu og starf Ungmennafélagsins, en það verk hefur einkum hvílt á Amóri Karlssyni undan- farin ár, og mun hann áfram sinna því, en ekki hefur enn sem komið er verið tekin ákvörðun um hvernig útgáfu- málum verður liáttað. Síðan hófumst við handa. í janúar sendum við út dreifi- bréf þar sem við kynntum það sem á döfinni væri, en fyrst á þeirri dagskrá var kvöldvaka í Aratungu 9. febrúar. Gestir okkar það kvöld voru Bjarni Harðarson, alþingis- maður og Tungnamaður, eins og hann kynnir sig sjálfur, og Jón H. Sigurðsson frá Uthlíð, líffræðingur og kennari, en Jón var einnig formaður Ungmennafélagsins á árum áður. Bjarni ræddi um mannlíf og sérstaka einstaklinga í Biskupstungum fyrr á tímum á sinn skemmtilega hátt, en Jón kom með myndband sem við kölluðum „Frá bæ til bæjar“ en hann hafði í nokkur ár fengist við að mynda bæi hér í Tungum frá ýmsum sjónarhornum og á ýmsum árstímum. Jón tók því afskaplega ljúfmannlega þegar for- Jón afhendir Sveini Sæland mynddiskinn. maður afmælisnefndar, sem vissi af því hvað Jón átti í fórum sínum, spurði hvort hann ætti nokkuð tilbúið til sýningar. Svo var nú ekki, en Jón taldi það ekki málið, bara drífa í þessu, sem hann og gerði og kom með þetta bráðskemmtilega myndband og sýndi okkur. Hann hafði orð á því að hann langaði að gera þetta alltsaman meir og betur þegar tími gæfist til. Því miður gat ekki orðið af því né heldur ýmsu öðru sem Jón hugðist taka sér fyrir hendur því viku síðar varð hann bráðkvaddur. Blessuð sé minning Jóns í Úthlíð. Á kvöldvökunni flutti kvartett skipaður söngfólki úr sveitinni mjög vandaða og skemmtilega dagskrá. Sönghópinn skipuðu þau Aðalheiður Helgadóttir, Osk Gunnarsdóttir, Gísli Guðmundsson og Karl Hallgrímsson. I dagskrárhléi og að henni lokinni sátu gestir sem voru um 80 talsins yfir kaffi og konfekti og nutu samverunnar, og var ekki annað að heyra en fólki þætti þetta hin ánægjulegasta kvöldstund. Þá var komið að öðrum af hápunktum afmælis- dagskrárinnar, frumsýningu á leikritinu Leynimel 13 eftir Þrídrang, í leikstjórn Gunnars Björns Guðmundssonar. Skemmst er frá því að segja að þessi uppfærsla og sýn- ingar leikhópsins voru enn eitt afrek þessa duglega leik- deildarfólks, sem hefur hvað eftir annað undanfarin ár glatt okkur með snilli sinni. Sýningar fengu góða aðsókn og urðu alls 12 og gestir um 957. Veggir í forstofu og sal voru skreyttir með vegg- spjöldum, bæði gömlum og nýjum með myndum úr starfi 7 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.