Litli Bergþór - 01.12.2008, Blaðsíða 23

Litli Bergþór - 01.12.2008, Blaðsíða 23
upp hesthúsi í Reykjavík. Á fundinum fer fram fjár- söfnun til þess. I ársskýrslu fyrir þetta ár er þetta skráð: „Frjáls samskot innanfjelagsins: 54 kr. í húsbyggingar- sjóð Dýraverndunarfjelags íslands og 155 kr. sent. “ Á fundi í ársbyrjun 1919 er hesthús einn liðurinn á dagskrá Ungmennafélagsfundar. Framsögumaður er Þórður Þórðarson á Vatnsleysu. Þarerbókað: „Kvað sjer opt hafafundist sárt, að sjá hestana bundna meðan áfundum hefði staðið. Sjer hefði því komið til hugar hvort Ungm.fj. gœti ekki ráðið bót á þessu, og byggt hesthús hjer á fundarstaðnum. Hann vissi til að mál þetta hefði komist til tals á bœndafundi, en því hefði ekki verið sinnt. Það vœri því heiður fyrir Ung.fj. ef það gæti komið þessu íframkvœmd. “ Fleiri taka til máls og er bókunin þannig: ..Sigurður Guðnason. Þessu málefni væri vert að gefa gaum. En sjerfmdist aðfjelagið gœti ekki ráðist í þetta einsamalt, það yrði þá að vera ífjelagi við sveitina. Þorsteinn Þórarinsson. Kvað þetta mikið nauð- synjamál, sem allir myndu sammála um. Þetta þyrfti ekki að verða svo mikil fjárútlát fyrir Ungm.fj. Mœtti t. d. gera sveitarfj. það tilboð, að allir karlmenn í Ungm. fj. legðu til eitt dagsverk hver, gegn því að annað væri lagt fi-am afsveitinni. Myndi vel mega koma hústópt- inni upp með þessari vinnu. Ingieerður Sigurðard. Kvaðst aðeins vilja minna á það, að betur kynni hún við að allt fjelagið fylgdist að í þessu. Kvenfólkið hlyti að geta unnið eitthvað að þessu líka. Sigurður Greipsson. Taldi víst, að öllum kæmi saman um, að nauðsynlegt væri, að koma upp hesthúsi. Hitt vœri annað mál hvort vert vœri, að taka þettafyrir í vor n. k. Sjer findist sjálfsagt að gera við sundlaug- ina nœsta vor, svo hún yrði nothœf semfyrst. Hœpið að h vorttveggja yrði haft undir í einu, en sjerfindist ekkert efamál, að sundlaugin yrði látin sitja ífyrir rúmi. Þórður í Hrauntúni vildi að kosin yrði einhver fjelags- manna til þess, að bera þetta mál upp á bændafundi. Sigurður Guðnason Kvaðst álíta, að hesthústóptin þyrfti að komst upp í vor. Ungm.fj. mœtti ekki láta standa á henni. Formaður Kvaðst þessu mjög samþykkur, að komið yrði upp hesthúsi, og hann vildi að Ungm.fj. hefði allar framkvæmdir íþessu. En engin þörffindist sjer á því, að gjöra þetta endilega í vor. Formaður bar þáfiram svohljóðandi tillögu: „Fundurinn samþykkir, aðfela stjórn Ungm.fj. að bjóða hreppnum, að allir fjelagsm. leggi til eitt dagsverk hver, til hesthúsbyggingar fyrir fundarm.hesta á Vatnsleysu, gegn því, að sveitin leggi til það sem ávantar, timbur og járn og fl. Fjelagið sjái um framkvæmdir á þessu svo fljótt sem hægt er. “ „Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. “ Málfundir Ein af þeim nefndum, sem jafnan eru kosnar í lok funda, er framsögunefnd. Frá henni virðist sjaldan koma neitt, og oft mætir hún ekki. Þorsteinn Sigurðsson er á fundi 20. október 1915 að leita leiða til „að bæta úr umræðuleysi því, sem oft ætti sjer stað á fundum. Það væri kunnugt að mikil tregða væri oft á því að framsögunefnd kæmi með málefni. Helst væru j)að framkvæmdamál, sem litlar eða engar umræður yrðu um, og aldrei komast lengra en á pappír- inn. Sjer hefði dottið í hug hvort ekki mætti koma því á lijer, eins og víða (annarsstaðar) vœri haft í umgmenna- fjelögum að fjelagsmenn stíluðu spurningar hver til annars. Gœti með þessu móti mörg ágæt málefni komist til umrœðu, og orðið til þess að örfa ogfjörga um- ræður. Þetta hefði víst einu sinni komist til tals hjer í fjelaginu en verði þá lítið sint. Vildi hann beina því að fjelagsmönnum hvort þeir vildu ekki koma þessu íframkvæmd. “ Þorsteinn Þórarinsson „k\>aðst fella sig vel við þessa tillögu. Þetta gæti orðið til góðs að mörgu leyti. Spurningarnar gætu vakið hugsun um ýmislegt, sem annars lægi í þagnargildi. “ Viktoría Guðmundsdóttir „kvaðst einnig vilja styðja þessa tillögu. Það myndi áreiðanlega verða til að vekja umræður. En sá ókostur fylgdi þessu sumsstaðar, aðfram kæmu óviðeigandi spurningar, en slíkt ætti ekki að eiga sjer stað, enda byggist hún við eftir þeim kynnum, er hún hefði haft afþessu fjelagi, að slíkt kœmi ekki fyrir. “ Þorsteinn Sigurðsson „kvaðst einmitt hafa orðið var við þetta þar, sem spurningar væru hafðar. En fyrir þetta mætti girða með því að heimila formanni að stinga undir stól öllum óviðeigandi spurningum. “ Ingvar Guðmundsson „kvaðst einnigfella sig vel við þessa aðferð. Það myndi óefað vekja umræður, og koma í vegfyrir óþarflega mörg framkvæmdamál, sem oft og tíðum vœru aðeins til leiðinda þar, sem þau væru samþykkt, kæmust svo aldrei til framk\>æmda. - Sjálfsagt væri að spurningarnar vœru sendar tilfor- manns, og hann sæi um að óþarfa eða óviðeigandi spurningar kæmu ekki til greina. “ Þessari umræðu lýkur með því að samþykkt er að tillögu formanns „að spurningar væru liafðar og vœru þœr þá sendar til formanns, en hann komi þeim til hlut- aðeiganda með nægum fyrirvara. “ Fundargerð frá fundi tæpum tveim árum síðar er á þessa leið: ..Fundargerð. (ó.fundur 10. ár) Laugardaginn 3. nóv. 1917, var haldinn fundur í U. M. F. Biskupstungna að Vatnsleysu. Mættir voru 22 fjelagar og nokkrir utanfjelagsmenn. - Rigning var mikil, biðu menn því alllengi fram efiir deginum, ef fleiri kynnu að koma og dönsuðu á meðan. Þegar ugglaust þótti aðfleiri kœmu eigi var fundurinn settur afformanni fjelagsins. I. Var sungið. II. Lesin fundargerð síðasta fundar(gerð) og samþ. III. Lesið brjeffrá fiórðungsstjórninni og áætlun fyrirlestrarmanns. IV. Umræður. Framsögunefnd mætti eigi, en í þess stað var dregið um spurningar, tólfað tölu, erformaður kom með. Var öllum svarað samstundis. Þœr voru þessar: I. Hvað getur vel heimskur maður rúmað miklu af vitleysu? Þorsteinn Sigurðsson svaraði. Aleit að mesta vitleysu væri oft aðfinna hjá gáfumönnum, sem kallaðir vœru. Hjá þeim mönnum, sem misskildu sjálfa sig og --------------------------------- 23 Litli Bergþór Þórður Kárason um sextugt

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.