Litli Bergþór - 01.12.2008, Blaðsíða 24

Litli Bergþór - 01.12.2008, Blaðsíða 24
köllun sína. Þeir menn sem taldir vœru heimskastir, hugsuðu venjulega svo lítið bœði afviti og óviti og hefðu þessvegna svo lítil skilyrði til að rúma mikið af vitleysu. Meira eigi rœtt um þessa. 2. Hvernig er hœgt að koma mönnum til að bera virðingu fyrir sier? Guðni Þórarinsson svaraði: Helsta leiðin að komafram sem góður og kurteis maður í hvívetna. Þorsteinn Þórarinsson: Talaði allmikið um þetta. Sýndi fram á, að fyrir þeim mönnum vœri œfinlega borin mest virðing, er vœru ábyggilegir í orðum. Tók sem dœmi hin takmarkalausa virðing, sem borin hafði veriðfyrir Njáli á Bergþórshvoli, og henni hefði hann aflað sjer með hinum frábœra áreiðnleika í orðum. Eigi rœtt meira. 3. Er fiegirnin siúkdómur? Þórður Þórðarson svaraði. Taldi það eigi sjúkdóm að afla þess, sem þörf- in krefur. Kvað þó vísindin telja sumar greinar fjegirn- innar sjúkdóm t. d. þjófnað. Sagði sögu því til sönn- unar. Talaði alllangt mál. Þorsteinn Sigurðsson talaði nokkur orð. Fleiri eigi. 4. Hvaða auður er bestur? Margrét Þormóðsdóttir svaraði: Heilbrigð sál og lífgleði taldi hún hinn besta auð. 5. Hvað er kurteisi? Ingigerður Sigurðardóttir svaraði: Látlaus háttprúð framkoma til orða og verka, taldi hún kurteisi. Fór um það nokkrum fleiri orðum. Þórður Þórðarson Hrauntúni talaði nokkur orð um þetta. 6. Er hver sinnar lukkusmiður? Einar Einarsson Hrauntúni svaraði: Kvað skiptar skoðanir um þetta. Áleit að hver vœri sinnar gœfusmiður. Sagðist eigi vera forlagatrúarmaður. Þorsteinn Sigurðsson mótmœlti eindregið sumum atriðum. Taldi að vísu að menn gœtu að nokkru leyti átt þátt í því að auka lífshamingju sína. En að öllu leyti vœru menn eigi einráðir í þessu efni. Þar gripi oft framfyrir hendur manna ófyrisjáanleg atvik og orsakir eða einhver hulinn kraftur. 7. Eigum við að gera meira en skylda vor býður? _ Dóróþea Gísladóttir svaraði: Kvað eigi gott að svara vel slíkri spurningu. Það sannaðist oftastnœr að ein skyldan býður annari heim. Misjafnt hvað menn teldu skyldu sína. Sitt álit vœri að hver og einn œtti að beita kröftum, viti og vilja, til sigurs hverju góðu málefni. Þorsteinn Þórarinsson þakkaði fyrir gott svar. Fátt hefði sjer sárnað meira en sjerhlífni og sjálfselska sem svo víða kæmifram íflestum fjelagsskap. Og hvað margir vildu miða alt við lagalega skylduna. Benti á að lesa „Aktaskrift“ eftir Guðm. Fitinbogason, sem einmitt vœri um þetta efni. Þorsteinn Sigurðsson kvað sjer vel kunnugt um það, að á því strandaði margur góður fjelagsskapur, að enginn vildi vinna meira í þaifir hans, en það, sem þeir sæju sjer eigi fært að skorast undan laganna vegna. Kvaðst altafhafa þá von að ungmennafjelagarnir verði feðrum sínum framar að ryðja nýjar brautir hverjum góðum fjelagsskap. 8. Hvað er mælska? Asgerður Eiríksdóttir svaraði: Kvað þá að jafnaði talda mælska er hefðu liðugt málfæri og vorufljótir að hugsa og hugsuðu skipulega. Þórður Þórðarson Hrauntúni kvað nú mœlskuna vera margskonar svo sem menn þektu. Talaði nokkru frekar og sýndi meðfáum dráttum hverjum hœfileikum menn þyrftu að vera búnir til þess að teljast mælsku- menn. Litli Bergþór 24 ____________________________________ 9. Er vonin nauðsynleg? Guðlaug Sœmundsdóttir svaraði: Áleit manninn dauðan án vonarinnar. Fleiri töluðu eigi um þetta. 10. Afhverju vill fólkið ekki vera í sveitunum? Bríet Þórólfdóttir svaraði: Sjálf sagðist hún alt afhafa viljað vera í sveit. Aleit að þeir lokuðu augunum fyrir öllu fögru, semfjarlægjast vildu sveitirnar. Þórður Þórðarson Hrauntúni: Ekki hjelt hann ástœðuna þá, er framsögukona taldi vera. Hélt senni- legra, að menntastofnanirnar, sem flestar væru í kaupstöðunum, drœju til sín ungafólkið. Aftur álitamál um árangurinn af skólagöngu margra. Bjóst við að eldhúsvera stúlknanna væri eigi beint til að auðga andann. Taldi átthagaást lofsverða, en hjelt þó að kyrstaða líkt og áður væri eigi æskileg. 11. Hvað erfátækt? Kristín Sveinsdóttir svaraði: Fátœktin vœri margvísleg. Fjárhagsleg fátækt og andans fátœkt o. s.fr. Meira var eigi rætt um þetta. 12. Hvað eruforlfíg? Þórður Þórðarson Drumboddsst. svaraði: Kvað hann þessari spurningu fljótsvarað afsinni hálfu, því að hann teldi enginforlög til. Þórður Þórðarson Hrauntúni talaði alllangt mál um þetta. Virtist svo sem hann vildi (heldur) þræða milli- veg á mili forlaga ogfrívilja en hallaðist þó heldur að forlagatrúnni. Þorsteinn Sigurðsson mælti í móti að ýmsu leyti. Kvað forlög alls ekki til meðal kristinna manna. Þau samþýddust heldur eigi nútíma hugsunarhætti og ment- un. Forlagatrú væri aðeins til hjá óupplýstum heiðingjum. Fœrði til dæmi sem rök fyrir sínu máli. Sjer dyldist eigi að menn gætu eigi ráðið við margt í lífi sínu, en samtíðin œtti þátt í því og svo þau æðri völd er einu nafni eru nefnd forsjón. Þórður Þórðarson Hrauntúni talaði f annað sinn. Þorsteinn þórarinsson: Talaði allmikið um þetta. Forlög áleit hann alls engin til. Aldarauðinn og hugsunarhátturinn eða með öðrum orðum samtíðin væri það eina sem hefði álirifá það að menn vœru eigi sinn- ar gæfusmiðir að öllu leyti. - Með þessu var svo umrœðum um spurningar lokið. “ Á eftir er rætt um skemmtun í vetur, skipað í nefndir og að lokum „Sungið og dansað um stund. “ Stundum fara fram allmiklar umræður um skáld og verk þeirra. Ein slík fer fram 4. febrúar 1916. Hún hefst á spurningunni: „Hvor er meira alþýðuskáld Einar Hjörleifsson eða Jón Trausti? “ .. Guðrún Vernharðsdóttir: Kvaðst geta svarað því fyrir sitt leyti, að hún tæki Einar Hjörleifsson langt fram yfir Jón Trausta, og hún vonaði að fleiri yrðu svo. Kristrún Eyvindsdóttir: Það væri margt um þetta að segja. Sjer hefði oft líkað vel við Jón Trausta. Hann væri meira en söguskáld, það lægi langtum meira eflir hann. Einar vœri ef til vill betri, Jón væri stundum svo grófgerður. Fyrstu sögurnar findust sjer bestar, Höllusögurnar. Guðrún Vernharðsdóttir: Ekki samdóma því, að fyrstu sögurnar hans sje bestar. Söngva-Borga þœtti sjer besta sagan hans. Kristrún Eyvindsdóttir: sagðist hafa gleymt að geta um „Borgir". Það þætti sjer besta sagan. Kvaðst ekki hafa sjeð þær nýjustu. En smásögurnar hans væru margar góðar. Þórður Kárason: Taldi ekki gott að dœma um hvor væri betri, Einar eða Jón Trausti. Smásögur Einars mjög góðar. Borgir Trausta besta skáldsagan er hann

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.