Litli Bergþór - 01.12.2008, Blaðsíða 17

Litli Bergþór - 01.12.2008, Blaðsíða 17
hCajrutr (), r/v kvaddur með söng í Skálholtskirkju Kórar, einsöngvarar og stjórnandi í Skálholtkirkju. Ljósmynd: Bragi L. Hauksson. Þann 27. september 2008 voru haldnir eftir- minnilegir kveðjutónleikar í Skálholtskirkju fyrir fullu húsi. Þar kvaddi Hilmar Örn Agnarsson, organisti og kórstjóri í Skálholti s.l. tvo áratugi, kóra sína: Barna- og Kammerkór Biskupstungna, Skálholtskórinn og Kammerkór Suðurlands sem og íbúa upp- sveitanna. Sigrún Hjálmtýsdóttir og Hrólfur Sæmundsson sungu einsöng á tónleikunum og má geta þess, að Diddú tók kveðjustund í Skálholti með vini sínum, Hilmari Erni, fram yfir söng á alþjóðlegum fundi í New York á sama tíma. Einnig sungu Margét Stefánsdóttir úr Kammerkór Suðurlands, Henrietta Ósk Gunnarsdóttir úr Skálholtskórnum og Selma Ólafsdóttir, áður í Barna- og Kammerkór Bisk. einsöng með kórunum. Undirleikarar voru Hjörleifur Valsson konsertmeistari, á fiðlu, Birgir Bragason á kontrabassa, Pamila DeSensi á flautu, Jóhann I. Stefánsson á trompet, Gunnar Þórðarson á gítar, Hjörtur Hjartarson og félagar í hljómsveitinni Kollsha á ýmis hljóðfæri, að ógleymdum organistunum Hauki Guðlaugssyni, Steingrími Þórhallssyni og Guðjóni Halldóri Óskarssyni. í lok tónleikanna gengu kórarnir syngj- andi út úr kirkjunni og á eftir þeim hljóðfæraleikararnir spilandi á hljóðfæri sín. Söngurinn sem fylgdi tónleika- gestum út í haustsvalann var írska bænin (þýð. Bjarna S. Konráðssonar) Megi gæfan þig geyma, megi Guð þér færa sigurlag, megi sól lýsa þína leið, megi ljós þitt skína sérhvern dag. Og bænar bið ég þér að ávalt geymi, þig Guð í hendi sér. sú hljómsveit sá síðan um fjörið þetta kvöld á Klettinum fram á rauða nótt. Auk Hilmars Amar era í hljómsveitinni Keli hennar Diddúar á trommur, (Þorkell Jóelsson hornaleikari Sinfóníuhljómsveitari nnar), Hermann G. Jónsson gítar og söng- ur, Karl Hallgrímsson mandólín og söngur, Örlygur Benediktsson á ýntis blásturshljóð- færi og söngur og síðan allir aðrir tiltækir hljóðfæraleikarar og söngvarar á staðnum. En mottó hljómsveitarinnar hefur ávallt verið að láta alla spreyta sig sem vilja koma fram og syngja og spila með hljóm- sveitinni! Það setti svo skemmtilegan endapunkt á samkomuna, þegar gestir Klettsins voru að tygja sig til heimferðar um þrjúleytið um nóttina, þá kom brúðurin Día, (Kristín Haraldsdóttir, fyrrverandi kórstúlka í Kór Menntaskólans að Laugarvatni og síðar í Skálholtskórnum) svífandi inn á gólfið á Klettinum í sínum hvíta brúðarkjól og tjulli til að knúsa kórstjórann sinn gamla, hann Hilmar. En hún var á leið heim úr brúðkaupsveislunni sinni í Aratungu þetta sama kvöld! Hilmar Om að stjóma. Ljósmynd: Bragi L. Hauksson. Þegar út á tröppumar kom, héldu kórarnir áfram að syngja bænina aftur og aftur og hljóðfæraleikararnir að spila, meðan gestirnir gengu út úr kirkjunni, og er vart hægt að hugsa sér fallegri kveðjustund. Þessir endir var ekki undirbúinn á neinn hátt, en gerðist af sjálfu sér. Þegar kórfélagar höfðu borið kórpalla og aukastóla út úr kirkjunni og gengið frá, héldu allir á Klettinn ásamt gestum, þar sem nýir vertar, þau Steinunn Bjamadóttir og Kjartan Jóhannsson, tóku á móti fólkinu með gómsætum mat. Ræður voru fluttar, þar sem slegið var á létta strengi, og Hilmari færðar þakkir fyrir sitt fjölþætta kóra- og tónlistarstarf hér í Tungunum og reyndar á Suðurlandi öllu. Eitt af því sem Hilmar Örn hefur tekið sér fyrir hend- ur er bassaleikur í hljómsveitinni „Blek og byttur“, en Menn voru almennt sammála um að það hefðu ein- hverjir töfrar hvílt yfir þessum degi. Óvenju stór og litsterkur regnbogi sást yfir Skálholtsstað rétt fyrir tón- leikana, um það leyti sem giftingarathöfninni var að ljúka, tónleikarnir voru áhrifaríkir og töfrarnir héldu síðan áfram á Klettinum. Tákn um velþóknun æðri máttarvalda? Það fannst okkur allavega, sem tókum þátt í þessum tónleikum og við þökkum fyrir það. Og við þökkum fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að njóta starfs- krafta Hilmars Arnar þessi 17 ár sem honum voru gefin hér í Skálholti. Geirþrúður Sighvatsdóttir 17 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.