Litli Bergþór - 01.12.2008, Blaðsíða 27

Litli Bergþór - 01.12.2008, Blaðsíða 27
Sparkvellir í Bláskógabyggð Á útmánuðum árið 2007 ákvað sveitarstjórn Bláskógabyggðar að byggja tvo sparkvelli, í Reykholti og á Laugarvatni. Sparkvellir hafa verið byggðir víða um land og styrk- ir KSI framkvæmdina. Ákveðið var að fá æskulýðs- nefndina til samstarfs og reyna að halda kostnaði niðri með því að fá sjálfboðaliða til starfa, eins og oft við- gengst við starf fyrir æskulýðinn. Foreldrar eru iðulega tilbúnir til starfa sem eru til hagsbóta fyrir börn þeirra. Boðað var til samstarfs við foreldrafélög grunn- og leikskólanna á stöðunum báðum svo og ungmenna- félögin. Það er skemmst frá því að segja að hópur fólks lagði sig fram um að vinna við völlinn í Reykholti en ekki náðist sama samstaðan um sjálfboðastarf á Laugarvatni, þannig að færri komu þar að sjálboðastarfi. Ekki er verið að gagnrýna það hér, þar liggja margar ástæður að baki. Að sama skapi voru aðallega teknar myndir af framkvæmdinni í Reykholti. Framkvæmdir fóru af stað snemma vors og þann 18. maí tók fyrsti hópurinn til starfa. Þá var slegið upp steypumótum fyrir sökkla. Áfram var unnið næstu daga og 21. voru sökklarnir steyptir og slegið frá daginn eftir. Erfitt er að nefna einhverja sérstaklega sem unnu að verkinu því margir lögðu fram heilmikla vinnu, en þó er ekki hægt annað en að geta sérstaklega og þakka smið- unum Þorsteini Þórarinssyni, Brynjólfi Ásþórssyni og Sigurgeir Kristmannssyni svo og verktökunum Sölva Arnarsyni, sem vann að verkinu á Laugarvatni, og eigendum Ketilbjarnar. Fjölskyldan sem stendur að Ketilbirni sá um að keyra efni á staðinn sem fór inn í sökkulinn, u.þ.b. 27 bíla. Það var gert 1. og 2. júní. Og þannig mætti lengi telja. Yngstur var Matthías Ármann (3 ára) í Friðheimum sem aðstoðaði föður sinn við að keyra efnið inn á völlinn á bobcat. Gervigrasið var lagt á síðla í september og 29. sept. var hópur manna sem vann allan daginn að korna upp skjólgirðingu kringum völlinn. Krakkar úr 9. bekk báru síðan fúavörn á girðinguna haustið 2008 á skólatíma en fengu greitt fyrir það í ferðasjóð. Ymis konar loka frágangur kringum vellina báða var síðan unninn sumarið eftir og fram á haust 2008. Vellirnir voru báðir vígðir fimmtudaginn 27. nóvem- ber. Viðstaddir voru af því tilefni frá KSÍ þeir; Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, Birkir Sveinsson og Guðlaugur Gunnarsson. Þeir gáfu skólunum og ung- mennafélögunum bolta „til að nota“ eins og þeir orðuðu það. Að kvöldi saman dags var öllum sjálfboðaliðum boðið í kaffi í Bergholti, þar var þeim þakkað fyrir þeirra vinnu, sýndar myndir og spjallað saman. Ymsu er sleppt í þessari upptalningu og nöfnum flestra sjálfboðaliða en þeim er öllum þakkað kærlega fyrir þeirra framlag til sparkvallanna. Krakkar, og svo allir út í fótbolta! F.h. æskulýðsnefndar, Sigríður J. Sigurfmnsdóttir Hreppsnefndarfréttir Úr fundargerðum sveitarstjórnar og byggðaráðs Ytarlegri fréttir af þessum vettvangi má finna í fundargerðum í heild á vef Bláskógabyggðar, www.blaskogabyggd.is. Sveitarstjórn. 87. fundur 20. maí 2008 Ársreikningur síðari umræða: Rekstrarniðurstaða 7.908.917 kr., eigið fé og skuldir sam- tals: 755.870.400 kr. Skv. sjóðstreymi 2007 nemur veltufé frá rekstri 60,6 millj- ónum króna sem er aukning um 29 milljónir. Sveitar- stjórn beinir því til Vegagerðarinnar að auka lofthæð og breidd undirganga undir Lyngdalsheiðarveg við Kringlu- mýri eins mikið og kostur er vegna ríðandi umferðar. Bvggðaráð. 79. fundur 27, maí 2008. Þórir Sigurðsson og Þórey Jónasdóttir segja upp samningi um skólaakstur og samþykkt er að bjóða hann út. Sveitarstjórn. 88. fundur 3. júní 2008 Sveitarstjórn samþykkir breytingar á aðalskipulagi við Höfða að teknu tilliti til framkominna athugasemda. Samþykkt að veita Rannsóknarstofu KHÍ í íþrótta- og heilsufræðum styrk til fararstjórnar og kynningar á Bláskógabyggð. Sveitarstjórn. 89. fundur 18. júní 2008 Samþykkt að taka 120.000.000 kr. lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga vegna veituframkvæmda. Bvggðaráð. 80. fundur 9. júlí 2008, Boðnar voru út þrjár aksturleiðir í skólaakstur við Reykholtsskóla, það er Hlíðaleið, Geysisleið og Eystri- Tunguleið. Alls bárust sex tilboð og voru lægstu tilboðin: Hlíðaleið: 210 kr./km, Geysisleið 230 kr./km og Eystri- Tunguleið 179 kr./km. Bvggðaráð, 82. fundur 26. ágúst 2008. Samþykkt að styrkja söngnám Daníels Auðunssonar hjá Söngskólanum í Reykjavík. Sveitarstjórn. 90. fundur 2, september 2008 Samþykkt að hækka húsaleigu hjá Bláskógabyggð um 30% að viðbættri verðbreytingu fram að næsta hausti. Jafnframt var stofnunum sveitarfélagsins veitt heimild til að niðurgreiða húsaleigu tímabundið. Daggjald fyrir fæði í mötuneyti Grunnskóla Bláskógabyggðar hækkað um 13%. Fengist hefur styrkur frá Vegagerðinni til endurbóta á brúnni yfir Brúará við Kóngsveg. Samþykkt að loka brúnni á meðan viðgerð stendur yfir. Sveitarstjórn. 91. fundur 7. októher 2008 Samþykktur samstarfssamningur í íþrótta- og æskulýðsmálum á milli Bláskógabyggðar og Hestamannafélagsins Loga. Upplýst var í svari vegna fyrirspurnar Kjartans Lárussonar að 12 hundar væru skráðir í Bláskógabyggð. ^S.S. 27 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.