Litli Bergþór - 01.12.2008, Blaðsíða 26

Litli Bergþór - 01.12.2008, Blaðsíða 26
Torfastaðir á fyrri hluta 20. aldar. Öll húsin nema kirkjan brunnu á aðfararnótt pálmasunnudags 1945. 10. Kveðin bœndaríma eftir Pórð Kárason: Þorst. Sig. 11. Sungið. 12. Frelsi (ræða): Sumarliði Grímsson. 13. Upplestur: Viktoría Guðmundsdóttir, (Refir saga eftir Ingvar Guðmundsson) 14. Dans. Samkomunni slitið kl. 8 árdegis hinn 3ja jan. “ A fundi undir lok árs 1916 hefur formaður frum- kvæði að því að ræða um skemmtanahald. Meðal þess sem bókað er eftir honum er: „Engin skemtun í sumar, því meiri þörfá að halda skemtun í vetur. Skemtanirnar nauðsynlegar til að Ijetta mönnum uppfrá hversdagsstörfunum. Taldi rjett að kjósa skemti- nefnd ogfela henni að undirbúa skemtun, efhún sæi sjerfært vegna taugaveikinnar. “ Nokkrar umræður verða um þetta, m. a. hvaðan úr sveitinni nefndin skuli vera, og kom fram „að sumum hefði þótt nefndin ífyrra hlutdrœg með val á samkomu- staðnumen hann var á Torfastöðum. Þessu lýkur með því samþykkt er „að fjelagið boði til almennrar skemtunar í vetur, eftök varða á, og sje kosin 7 manna nefnd til að annast undirbúning henn- ar. “ Nefndin er kosin og er öll úr miðri og ofanverðri sveitinni. Ekki kemur fram að nefnd þessi hafi staðið fyrir skemmtun, og um ári síðar segir að allir hafi verið sam- mála um að halda skemmtun í vetur. „En eigi voru allir á eitt sátt um val skemtinefndar. Færðust sumir undan þeim heiðri að eiga sœti í henniT Skipaði for- maður í nefndina, og voru flestir þeirra úr miðri sveit. Næsta skemmtun, sem bókað er um fer fram á Vatnsleysu 26. - 27. janúar 1919. Hún er sett kl. hálf átta síðdegis og slitið kl. 8 árdegis. Þar er leikinn sjón- leikur: „Góð kaup eptir Valdimar Erlendsson. Leikendur vóru: Þorsteinn Sigurðsson, Jón Ag. Jónsson, Erlendur Björnsson, Ingigerður Sigurðardóttir, Þórður Þórðarson. “ Sigurður Greipsson flytur erindi ..llm líkamsmenntir". og Þorsteinn Sigurðsson og Björn Bjarnarson syngja tvísöng. Einnig er söngur og dans hvað eftir annað, kaffidrykkja og upplestur. Handavinna A aðalfundi 9. félagsár kjósa ,fjelagsstúlkur“ í „handa- vinnunefnd kvenna. “ Þær sem verða fyrir valinu eru Sigurlaug Erlendsdóttir, Guðríður Þórarinsdóttir og Viktoría Guðmundsdóttir. Árið eftir sýna 10 stúlkur léreftsskyrtu í upphafi aðalfundar á meðan beðið er eftir að fleiri komi. „Best þótti unnið hjá Kristínu Sigurðardóttur Vatnsleysu. Þrjár stúlkur er eigi sýndu vinnu, dœmdu um vinnuna. “ Frá fundi 29. apríl 1917 er þetta í fundargerð: „Fjelagsstúlkur sýndu handavinnu. 22 sýndu. Höfðu óbundnar hendur hvað sýnt skyidi. Var breyttfrá þeirri reglu, er áður var, að allar sýndu hið sama. Eigi var heldur dœmt um hver best hefði unið. Var lokið lofsyrði á sýninguna fyrir fjölbreyttni og góða vinnu.“ Eftirfarandi bókun er frá aðalfundi undir lok þessa árs: .. Handavinna karla. Frams.m. Valg. Eyiólfsd. Aleit að fjelagspiltar œttu að koma á hjá sjer handa- vinnusamkeppni, á líkum grundvelli og stúlkur. Taldi ólíklegt að þeir vildu vera eftirbátar þeirra. Þorst. Sigurðsson var sá eini, er tók til máls um þetta afkarlmanna hálfu. Taldi sig meðmæltan. Kvaðst hafa verið þessu mótfallinn um eitt skeið, en væri nú þeirrar skoðunar að þeir hefðu gott afþví að spreita sig á að (búa til) gjöra ýmsa búshluti o. s.frv. Auk þess yki þetta á tilbreytni ífjelagslífinu. Tillaga um að piltar kæmu á hjá sjer handavinnusamkeppni á líkum grundvelli og hjá fjelagsstúlkunum, og sýni vinn- una á samajundi og þær ár hvert, var samþ. með meiri hluta atkv. “ Handavinnusýning er á fundi í júní 1918, þar sem minnst var 10 ára afmælis félagsins. Þar segir svo frá í fundargerð: „Höfðu 11 tekið þátt íþetta sinn. Þótti slíkt alltoflítil þátttaka og voru fjelagsstúlkur því hvatt- ar til þess, að sýna betri samtök nœst, því handavinnan vœri ein sú grein fjelagsins, sem ómögulega mætti dofna yfir. Akveðið hafði verið að karlmenn sýndu einn- ig handavinnu, en það fórst fyrir í þetta sinn, með því, að aðeins 2 þeirra komu með sýningarmuni. “ I síðustu fundargerð, sem að þessu sinni er leitað fanga í, frá aðalfundi 4. desember 1920, er þessi bókun: „Þá vakti formaður máls á því, að í vetur ætti fjelagið kost á því, aðfá námskeið í sveitina í vefnaði og ýmis konar handa- vinnu. Vœri stjórn fjelagsins búin að undirbúa það þannig, að útvega kennara, og jafnframt styrk úr sveit- arsjóði, og að sjálfsögðu að U. M. F. stœði svo straum afþví, er ávantar. Eigi myndi það byrjafyr en seint á útmámuðum, en gott að hugsafyrir því strags, einkum þess vegna að óskað væri eptir því, að sem mest af heimaunnu gœti verið hægt aðfá til vinnunnar. Fór því næst nokkrum orðum um þörfina á svona námskeiði, þar sem heimilsvinnu væri mjög að hraka, og innlendar afurðir aðfalla í verði, ekki síst hjer á Suðurlandi, enda heimilsvinna í meiri blóma á Norðurlandi. Nefndi sem dœmi ýmsa heimaunna muni, er hann hefði sjeð í gestatofum áferð sinni um Norðurland þá um haustið. Kvatti því nœst fjelaga mjög til að nota þetta námskeið, sem nú vœri völ á. “ A.K. Litli Bergþór 26

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.