Litli Bergþór - 01.12.2008, Blaðsíða 13

Litli Bergþór - 01.12.2008, Blaðsíða 13
stjórn hjá Sambandi sunnlenskra kvenna og það er búið að vera býsna mikið starf. Sambandið varð 80 ára í ár og ég var formaður afmælisnefndar. Þetta er búin að vera mjög mikil vinna, en þetta fer nú að verða manneskjulegra. Það kemur vissulega stundum fyrir að maður bölvi í hljóði og hugsi „Hvurn andsk.. var ég að láta hafa mig út í, af hverju var ég að segja já“. Maður kann ekki ennþá að segja nei. Eins segir maður stundum já við einhverju smávægilegu sem vindur svo upp á sig eins og snjóbolti og verður miklu stærra en til stóð eða það sem maður hélt að yrði. Þá er bara að bretta upp ermamar og klára það. Kannski er ég félags- málafrík. Þó ég hugsi stund- um að ég nenni þessu ekki og hvað ég sé nú eiginlega að gera þá er bara svo gaman að fara að hitta allt þetta fólk og kynnast því. í SSK er ég t.d. búin að kynnast mörgum mjög skemmtilegum konum sem er búið að vera gaman að starfa með. Málið er auðvitað að þetta gefur manni heilmikið, annars væri maður ekki að þessu. Ungmennafélagið Eg gekk í Ungmennafélagið ári eftir að ég flutti hingað. Þá voru krakkar alveg frá 12 ára aldri í félaginu og þá var aðalfundur félagsins heilmikil samkoma þar sem margir mættu, frá 12 ára og uppúr. Ég kenndi einn vetur í skólanum, veturinn 1980-1981 þannig að krakkarnir þekktu mig svolítið sem skipti kannski máli þegar ég var kosin formaður vorið 1981. Ég var ekkert spurð hvort ég vildi gera þetta, enda hefði ég hiklaust sagt nei ef svo hefði verið. Það var því ekkert annað að gera en að stökkva í djúpu laugina og standa sig og ég held nú að ég hafi gert það. En mér fannst það erfitt. Þá var ekki búið að deildaskipta félaginu og allt starfið var því á hendi aðalstjórnar, það voru nefndir um starfsþættina og ágætisfólk í þeim en það þurfti að sjá um að þessar deildir störfuðu, ég varð t.d. oft að koma krökkunum á þau íþróttamót sem voru í gangi. Ég var ekki nema 22ja ára og aðeins búin að búa tvö ár í sveitinni og vera eitt ár í félaginu og mér fannst ég ekki þekkja grunninn nógu vel. Mér fannst ég bara hreint ekki tilbúin og þess vegna var ég ekki formaður nema í eitt ár. í dag er þetta allt öðruvísi, núna er þetta miklu meira í umsjá foreldranna og ef vantar einhvem t.d. í stjórn í íþróttadeildinni þá er leitað til foreldra og þeir virkjaðir. Seinna var ég í stjórn íþróttadeildarinnar í nokkur ár og fór í það einmitt vegna þess að ég var foreldri sem vildi að þessi mál væru í lagi. Litli-Bergþór Ég fór að starfa við Litla-Bergþór um leið og ég varð formaður og hélt því áfram til ársins 1988. Það höfðu komið út fjögur tölublöð áður en ég byrjaði, Sveinn Sæland var ritstjóri þeirra og svo tók Maggý við og síðan ég. í upphafi var blaðið stenslað. Það þurfti að vélrita textann og svo klipptum við myndir, teikningar og texta og límdum þetta saman. Á tímabili var blaðið unnið til hálfs og svo fór ég með það suður á skrifstofu UMFI, þá var Una María Oskarsdóttir ritstjóri Skinfaxa og ég fékk aðstöðu hjá henni á skrifstofunni og kláraði að vinna blaðið þar. Það var oft gaman í kringum Litla-Bergþór. Á þessum tíma bjuggu í gamla Bergholti þeir Eiríkur frá Miklaholti sem bjó í annarri stóru íbúðinni í endan- um næst Aratungu, svo voru Lindi eða Erlendur frá Dalsmynni og Einar frá Kjarnholtum, faðir Gísla sem þá var oddviti, í litlu íbúðun- um og svo bjuggu Sveinn og Magnhildur frá Drumb- oddsstöðum í hinum enda- num. Einar, Lindi og Sveinn voru afskaplega miklir gleðimenn sem höfðu gaman af að fá sé aðeins koníakstár og syngja. Það var alveg stórkostlegt að kynnast þess- um gömlu köllum. Einar var duglegur og áhugasamur að rifja upp gamla tíma og það þurfti ekki að hvetja hann mikið. Eitthvað var Grímur á Reykjum að skrifa líka en hann var uppfullur af þeim misskilningi að það gæti enginn skrifað texta á ritvél nema ég og hann kom stun- dum til mín ef hann langaði að skrifa eitthvað og svo las hann fyrir og ég pikkaði upp. Það var mjög skemmtilegt þegar Grímur sat við eldhúsborðið með sígarettuna í munnvikinu og blés tóbaksreyknum út um allt. Kallamir höfðu gaman af að fara á hestbak og ég fór oft ríðandi þegar ég fór að heimsækja Einar því þá gat ég fengið svolítið koníak hjá honum. Þeim þótti ómögulegt, Linda og honum, að ég drykki ekki kaffi, en úr því að ég drakk koníak í staðinn þá var þetta allt í lagi. Einar þurfti helst að eiga kassa af koníaki og ef fór að komast ofaní hálfan kassa þá lét hann Gísla vita og hann bætti á. Hvað varðar Litla-Bergþór í dag þá er ég óskaplega ánægð með að þessi óskaplega leiðinda langloka sem hreppsnefndarfréttirnar vom er ekki lengur í blaðinu. Mér finnst gott að fá þessar myndasíður en það má vera meira frá krökkunum. Það þarf að rifja upp gamla tíma og það er hægt að taka áhugaverð viðtöl við margt fólk og það þarf að vera áfram en það má ekki festast í gamla tímanum eingöngu. Eins finnst mér að það megi tala við ungt fólk héðan úr sveitinni sem er að gera eitt- hvað áhugavert. Sagan er líka að gerast núna. Ég er afskaplega stolt af Litla-Bergþóri og það er flott að hann skuli enn vera að koma út, hann fer að verða þrjátíu ára. Ég vona að hann eigi góða framtíð og verði lifandi blað áfram hvað sem á dynur. Þegar þarna var komiö sögu var tími til kominn að halda heim á leið. Eg þakka Siggu Jónu kærlega fyrir viðtalið. S.T. 13 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.