Litli Bergþór - 01.12.2008, Blaðsíða 16

Litli Bergþór - 01.12.2008, Blaðsíða 16
Gott að hafa í huga á erfiðum tímum Nokkur orð frá félagsþjónustunni Eins og flest okkar vita þá hefur margt gerst í heim- inum undanfarnar vikur og hafa íslendingar ekki farið varhluta af þeim fjármálaáföllum sem dunið hafa yfir. Staðreyndin er sú að fólk finnur mis mikið fyrir áhrifum fjármálakreppunnar og sumir koma betur út úr henni en aðrir. Oft vill það gleymast að áföll og sorg tengjast ekki bara slysum eða ástvinamissi því þó að áföll vegna fjár- málakrísu og atvinnumissis séu af allt öðrum toga, þá geta áhrifin í reynd verið lítið frábrugðin. Sama hvað það er sem veldur áfalli hjá fólki, þá eru viðbrögðin, bæði andleg og líkamleg, nánast þau sömu. Afall er oftast gríðalega mikið álag á fólk þannig að ástandið verður því ofviða og það ræður ekki við það. Helstu einkenni eru þau að fólk getur fundið fyrir þreytu, svima, svefnleysi, verkjum í líkama eins og í maga, höfði eða brjósti. Fólk missir einbeitinguna og á erfitt með að muna og að koma orðum að hlutum. í mjög alvarlegum áföllum geta einnig komið fram einkenni eins og skyndilegur kaldur sviti, skjálfti/krampi og niðurgangur. Þunglyndi getur komið í kjölfar áfalls og þá er áhugi fólks almennt minni á sem því sem það gerir, matarlyst eykst eða minnkar, breytingar á svefn- venjum, sjálfsásakanir og sektarkennd, óákveðni, óró- leiki, löngun í áfengi og vímuefni, sjálfsvígshugsanir og sjálfsvíg. Enginn einstaklingur er eins og því nánast ómögulegt að segja fyrir um hvernig hver og einn bregst við. Fólk notar misjafnar aðferðir til að ná sér upp úr áfalli og sorg. Ekki má heldur gleyma því að fólk er ekki eitt um að hafa upplifað áfall. Það er ekkert eins eðlilegt og að finna fyrir vanlíðan og sorg eftir áfall. Flestir komast í gegnum það sjálfir, oft með góðum stuðningi frá sínum nánustu hvort sem um er að ræða fjölskyldu, vinum, samstarfsfélögum eða öðrum. Það tekur fólk mis langan tíma að vinna úr sínum málum og við megum ekki vanmeta kraft einstaklinga til ná að jafna sig án aðstoðar fagfólks. Hins vegar ber öllum að vera vakandi yfir því hvernig náunganum líður. Ef fólk er enn með alvarleg einkenni áfalls eftir nokkrar vikur er þó rétt að leita sér hjálpar. Einnig er rétt að láta vita ef áhyggjur eru af öðrum. Hægt er að tala við ættingja þeirra, vini eða aðra sem þekkja þá vel. Ef ekki er um slíkt að ræða er sjálfsagt að láta lækni á heilsugæslu vita af áhyggjum. Þessir einstaklingar mega ekki gleymast og því skiptir gríðarlega miklu rnáli fyrir alla að vera vakandi yfir líðan annarra. Allir eiga kost á því að leita til félagsþjónustu í sínu sveitarfélagi eftir aðstoð og ekki síst á tímum sem þess- um. Hjá félagsþjónustunni starfa félagsráðgjafar sem hafa háskólamenntun og sérþekkingu á félags- og heil- brigðisþjónustu ásamt dóms- og menntakerfi. Félagsráðgjafar geta því veitt félagslega ráðgjöf á mörg- um sviðum og fólk getur því leitað eftir aðstoð til dæmis vegna fjárhagsvandræða, atvinnu- og hús- næðismála og andlegrar líðan. Ekki síst veita félags- ráðgjafar einstaklings- og fjölskylduráðgjöf og þekkja vel til áfallahjálpar. Mikilvægt er að fólk hafi það í huga að nauðsynlegt er að leita sér aðstoðar ef því reynist erfitt að vinna úr sínum málum eða hefur þörf á að létta á áhyggjum sínum og fá stuðning. Starfsmenn félagsþjónustunnar eru ávallt boðnir og búnir til að aðstoða og leiðbeina öllum þeim sem þess óska, óháð stöðu þeirra í þjóð- félaginu. Höfum líðan okkar sjálfra og þeirra sem standa okkur næst ávallt í fyrsta sæti í forgangsröðinni, þar sem það er dýrmætasta eign okkar allra. F.h. Félagsþjónustu uppsveita Árnessýslu og Flóa Anulís Tómasdóttir, félagsráðgjafarnemi Raflagnir - Viðgerðir Tek að mér nýlagnir, hönnun raflagna og alla almenna rafvirkjavinnu ásamt tækjaviðgerðum. Efnissala og varahlutaþjónusta. Fljót og góð vinna. Sumarbústaðaeigendur athugið að ég sæki um öll leyfi fyrir heimtaug að sumarhúsum og lagningu raflagna. Jens Pétur Jóhannsson LÖGGILTUR RAFVERKTAKI GSM 899 9544 HEIMASÍMI 486 8845 Verkstæði sími 486 8984 GSM 893 7101 Litli Bergþór 16

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.