Litli Bergþór - 01.12.2008, Blaðsíða 21

Litli Bergþór - 01.12.2008, Blaðsíða 21
það hefði um hönd, og reyndi að öðru leiti að hafa áhrif í þessa átt. Urðu enn nokkrar umrœður um þetta, en ekkert var þó samþykkt í þessa átt, annað en það, að ungmenna- fjelagar gerðu sitt besta til að þessi ósiður legðist niður í sveitinni. “ íþróttir A fyrstu árum Ungmennafélagsins er öðru hvoru getið um íþróttaiðkun á fundunt þess, glímu, hlaup og stökk. Þetta virðist hafa fallið niður, og á árunum 1915 til 1920 er þessa hvergi getið í fundargerðum á þeim tíma. íþróttakennsla hefur þó verið til. í skýrslu fyrir árið 1914 er undir liðnum íþróttir: „Sund kennt stúlkum um vorið 1 viku; 4 lcerðu." I tekjum á reikningi fyrir starfsárið 1914 - 1915 er: Borguð sundgjöld kr. 12,35, og greitt hafði verið fyrir sundkennslu kr. 9,5o, og á þessum sama reikningi eru útgjöld vegna viðgerðar á sundlauginni kr. 3,6o. í skýrslu, sem fylgir þessum reikningi er: „íþróttir: Sund; nemendur yngri en 15 ára: 5; 15 - 20 ára: 4; 20 — 30áral. Æfingar alls 14. Nemendur 10. Kennari: Margrét Halldórsdóttir, kennari, Hrosshaga, lœrði í Reykjavík. Skíða og skautaferðir talsvert iðkaðar af fjelagsmönnum. “ A fundi síðla árs 1915 hefur Guðmundur Guðnason framsögu um viðgerð á sundlauginni. Eftir honum er bókað: „Það vœri eitt af nauðsynjamálum fjelagsins að gert yrði við sundlaugina. Eins og hún er nú, vœri hún rjettnefndur forarpollur, sem engum væri sæmandi að notafyrir sundlaug. Enginn tími væri heppilegri nje ódýrari en veturinn til þess að gera við laugina. “ Formaður tekur undir þetta. „Kvað það satt, að laugin væri óhafandi eins og hún væri. Það þyrfti að gera hana þannig úr garði, að vatnið gæti ekki grugg- ast upp. Það þyrfti að taka ákvörðun í þessu á næsta fundi. Trúlegt aðfá mætti styrk til þess að gera við hana. “ Ekki mun hafa orðið mikið af framkvæmdum að sinni, því í september 1917 hefur Þorsteinn Sigurðsson framsögu. „Taldi nauðsynlegt að laga sundlaugina. Mesta þörfað fjelagið gæti haldið uppi sundkennslu framvegis eins og stundum áður. Sundið holt og nauðsynleg íþrótt, sem allir ættu að nema. Sjer hefði oftfundist að sundið œtti að vera skyldunámsgrein undir fermingu barna, eigi síður en ýmsar aðrar náms- greinar. “ Sundlaugin er á þessum árum skráð í „Efnahagsskýrslu“ 120 fermetrar og virt á 50 - 75 kr. Guðmundur Einarsson frá Miðdal kenndi íþróttir á Vatnsleysu í tvo daga árið 1916. í ársskýrslu segir að hann hafi kennt: „Fimleika, glímur, hlaup, stökk, og reipdrátt. Nemendur 11; yngri en 15 ára 4; 15 - 20 ára 2; 20 - 30 ára 5. “ I fundargerðabókinni segir: „Síðarihluta seinna dagsins hjelt hann 2 fyrilestra um íþróttir. Aheyrendur ca. 20-25. “ Glímufélagið Teitur, sem stofnað var fyrr en Ungmennafélagið, virðist hafa átt erfitt uppdráttar við hliðina á því. Það átti verðlaunaskjöld, og þegar það er hætt að starfa þarf að ráðstafa honum. Ingvar Guðmundsson hefur framsögu um það á fundi hjá Ungmennafélaginu undir árslok 1915. Eftir honum er bókað: „Það hefðifyrir nokkru komið til umrœðu hjer á fundi, að U. M. F. taki við verðlauna- grip glímufélagsins „Teitur“. Glímufjelag þetta gæti nú ekki lengur talist vera til, hefði þvíþeim, sem í stjórn þess höfðu verið, komið saman um að bjóða U. M. F. að taka við verðlaunagripnum, eforðið gæti til þess, að glíman lifitaði við aftur . En þó undarlegt megi virðast þá hefði tillagan um þetta veriðfelld hjer í Ungmennafjel. Þetta væri því óskiljanlegra, semfjel- agið væri sjálfkjörið til þess að gangast fyrir íþróttum og skemmtunum, og í því vœruflestir uppvaxandi menn sveitarinnar. En allir vissu hvttík tregða væri á því, menn fengjust til að glíma. Væri því ekki vanþörf á, að eitthvað lifnaði aftur yfir þeirri íþrótt. Hann vildi því enn, gera það að tillögu sinni, að fjelagið tæki við verðlaunagripnum. “ Formaður tekur til máls og eftir honum er bókað: „Eins ogframsögum. hefði víst tekið fram hefði tillaga um, að Ungm.fjel. taki við verðalaunagripnum verið rædd hér lítið eitt, ogfelld. Ekki væri þar með sagt, að það hefði verið af áhugaleysi fjelagsmanna fyrir íþrótt- um, aðallega það að verðlaunagripurinn hafi litið út fyrir að vera mesti óheillagripur. Eftir að hann hafði komið til sögunnar, hefði áhuginn minnkað fyrir glímum og loks enginn fengist til að glíma. Það liti því út fyrir, að hann hafi valdið óhollri samkeppni. Lægi því næst að álíta, að eitthvað annað en verðlaunagripurinn yrði til þess að endurvekja glímurnar í sveitinni. “ Þórður Kárason: „ Kvað sjer ekkert finnast geta verið því til fyrirstöðu, aðfe'lagið taki við verðlauna- gripnum. “ Ingvar segir í seinni ræðu sinni: „Óneitanlegt að áhugi virðist vera lítillfyrir fþróttum innan Ungmennanfél., þar sem enginn hefði verið sendur á íþróttanámskeiðin og íþróttamótin nú um langan tíma. Gæti vel verið, að verðlaunagripurinn hafi valdið óhollri samkeppni, enda þótt sjerfindist það vera hlægi- legur misskilningur efslíkt hefði átt sjer stað. Gæti verið rjett að semja nýja skipulagsskrá fyrir verð- launagr. Einnig að setja á hann aðra áletrun. “ Niðurstaða verður sú að samþykkt er að Ungmennafélagið taki við verðlaunagripnum og for- maður skipi þriggja manna nefnd til að semja nýja skipulagsskrá fyrir hann. I nefndina voru skipaðir: Guðmundur Guðnason, Ingvar Guðmundsson og Sigurður Guðnason. Skipulagsskrá samkvæmt tillögu þessarar nefndar er samþykkt á fundi 4. febrúar 1916. Sigurður Guðnason tekur til máls á þessum sama fundi: „Kvaðst vilja vekja máls áþví, hvortfélagið vildi ekki styrkja mann til í þróttanáms í vor, eins og /2 mánaðartíma. Það vœri mjög leiðinlegt, aðfjelagið hefði nú um langan tíma engan getað sent á íþrótta- mótið. En nú byðist Sigurður Greipsson frá Haukadal, til þess aðfara, gegn því, aðfjelagið leggi fram nokk- urn styrk, svo að hann gæti undirbúið sig í vor. Kvaðst hannfyrir sitt leyti vilja mæla með því að þessu boði yrði tekið. Ingvar Guðmundsson, sem var fundarstjóri á þess- umfundi: „Taldi sjálfsagt, að sinna þessu. Mikil minnkun væri, að fjelagið skuli engan Itafa til að senda á íþróttamótið. lþróttir væru stórmikill þáttur úr starfs- lífi fjelaganna, og mætti eigi viðgangast, að svo mikil deyfð vœri yfirþeim. Almennur áhugi þyrfti að vakna í sveitinni fyrir þessu. Sigurður væri mjög líklegur glímu- maður, og því sjálfsagt að styrkja hann. Vildi hann gera það að tillögu sinni, að málshefjandi talaði við Sigurð. “ Sumarliði Grímsson benti á hæng, sem á þessu væri: „Kvaðst ekki geta verið þessu samþykkur nema því _________________________________ 21 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.