Litli Bergþór - 01.12.2008, Blaðsíða 12
sitt. í reynd eru þau ægilega góðir vinir enda gengur
þetta nú oft svona hjá börnum þó þau lendi ekki í svona
skyndilegum breytingum en þetta var óneitanlega
svolítið erfitt.
Þegar það var svo orðið hægt að fara í glasafrjóvg-
un hérna á Islandi, þá ákváðum við að reyna það og
vorum svo heppin að fá eina stelpu út úr því en það
er Ásta sem er fædd 1993. Síðan kom Sigrún alveg
í bónus með gömlu góðu aðferðinni 1995. Ég átti
mjög góða vinkonu og frænku sem hét Sigrún og bjó í
Birtingaholti, hún dó ung, 22ja ára fórst hún í snjóflóði
í Ingólfsfjalli ásamt unnusta sínum. Ég ætlaði alltaf að
láta heita eftir henni en þegar Ásta kom þá var það svo
sterkt í mér að hún ætti að heita Ásta þrátt fyrir þennan
ásetning minn. En svo kom önnur stelpa tveim árum
seinna þannig að hún fékk að sjálfsögðu nafnið Sigrún.
Maður á nefnilega alltaf að fara eftir innsæinu. Þær
eru núna í 8. og 10. bekk og þeim gengur mjög vel í
skólanum, eru bara flottir unglingar.
Jón Ágúst er með mikla bíla- og véladellu, og fær
útrás fyrir hana því hann er með meirapróf og vinnur
vélavinnu. Það er gott að
hann skuli geta unnið við
það sem hann hefur áhuga
á. Hann býr ennþá hér
heima.
Osk á eftir að læra það
sem hugurinn stendur til,
því hún fór ung í sambúð og
var aðeins 17 ára þegar hún
eignaðist Sverri Örn sem er
sjö ára núna. Svo eignaðist
hún tvíbura fyrir tveimur
árum, þeir heita Óðinn Logi
og Isak Eldur, mjög athafna-
miklir og efnilegir prakk-
arar. Jón Ágúst á ársgamla
dóttur, Guðrúnu Steinunni,
sem býr hjá mömmu sinni í Reykholti og við fáum
hana sem betur fer oft lánaða. Þannig að það streyma
að okkur barnabörnin, við búum við mikið barnalán.
Og svo er það eins og gengur í nútímaþjóðfélagi
þar sem börn eiga oft ofgnótt af öfum og ömmum að
það eru tvær litlar stelpur sem hafa kallað mig ömmu
og gera reyndar enn þegar við hittumst en eru samt
horfnar aftur út úr lífi mínu sem barnabörn. Þannig að
það eru sex börn sem kalla mig ömmu en ekkert þeirra
er blóðtengt mér. En það skiptir engu máli og þau eru
öll yndisleg. Við höfum heilmikið passað þau, sérstak-
lega strákana hennar Óskar og ekki síst núna því hún
er orðin einstæð móðir og þarf á aðstoð að halda. Hún
hefur verið mikið í söngnum, alin upp í barnakórnum
hjá Hilmari og á honum mikið að þakka. Og svo sann-
arlega vona ég að hún eigi eftir að læra meira og geti
snúið sér í auknum mæli að söngnum.
Áhugamálin eru margskonar
Áhugamálin eru svo mörg að mér finnst stundum að
ég sinni engu þeirra almennilega. Mér finnst það vera
algjör forréttindi að fá að búa svona úti í náttúrunni
og geta gengið út á morgnana í kyrrð og fegurð alla
daga og ég get ekki hugsað mér að vera án þess. Ég er
svo mikið náttúrubarn í mér að ég held ég myndi ekki
þrífast í Reykjavík, en það hefur aldrei reynt á það.
Allskyns útivera er mikið áhugamál hjá mér þó að ég
hafi alltof lítið getað sinnt því. Ég vildi ganga miklu
meira en ég hef gert en bæði hefur tímskortur hamlað
því og svo hef ég ekki verið nógu góð í fótum síðustu
10 árin eða svo þó ég hafi skánað mikið. Ég er bara
mjög fegin að geta gengið yfirleitt. Ég elska að ferðast
um landið og langar að gera meira af því. Mér finnst
líka gott að vera bara í rólegheitum og dunda mér inni
heima hjá mér.
Skammdegið fer afskaplega vel í mig og mér finnst
gott að kveikja á kertum og hafa það gott og lesa
bækur. Um þessar mundir er ég heltekin af Sudoku, ég
sofna jafnvel út frá þeim á kvöldin ef ég er ekki að lesa.
Ég hef líka gaman af handavinnu, bútasaumur finnst
mér sérstaklega skemmtilegur, þegar ég fer í hann þá er
hvorki ryksugað, eldað né gert nokkuð annað sem tefur
mig frá honum.
Ég fór einu sinni á námskeið í trésmíði fyrir konur
hjá fræðslunetinu og síðan hef ég ætlað að snúa mér
að því á fullu en það er eitthvað sem heitir tímaskort-
ur sem að hrjáir mig. Ég fór líka á námskeið hjá
Guðmundi Magnússyni sem heitir Lesið í skóginn og
tálgað í tré. Fór meira að segja í tvígang. Við Maggý,
mágkona mín, fórurn
saman á fyrsta námskeiðið
sem var haldið hérna
upp í Haukadal. Þar var
Ranka í Kotinu að byrja
að læra að skera út fugla
og hefur nú haldið heldur
betur áfram síðan. Það fer
minna fyrir því hjá mér.
Seinna var ég svo í námi í
Garðyrkjuskólanum sem
heitir Grænni skógar og
þar var þetta hluti af því og
aftur upptendraðist ég af
áhuga og ætlaði að fara að
gera svo mikið en það er
þessi tímaskortur. Kannski
er þetta líka skipulagsleysi.
Svo finnst mér frábært að fara í yoga og hef áhuga á
ýmsum dulrænum málefnum. Einnig finnst mér gaman
að rækta garðinn minn, sérstaklega matjurtir. Ég var
með hesta og fór stundum á hestbak en hef ekkert farið
síðustu tvö, þrjú árin.
Fyrstu árin mín hérna held ég að ég hafi starfað í
flestum félögum sem til voru. Ég var í Ungmenna-
félaginu, Búnaðarfélaginu, einhverntíman var ég í
Hestamannafélaginu og ég var meira að segja formaður
sóknarnefndar á Torfastöðum um tíma. Ég var ekki
tilbúin að fara í Kvenfélagið, fannst nóg af öðru. Fyrir
ári síðan gekk ég í Landgræðslufélagið en ég hef nú
afskaplega lítið starfað þar þó mig langi til þess. Þegar
verið er að fara í landgræðsluferðir á sumrin þá erum
við yfirleitt á kafi í heyskap og búskap og komumst
ekki. Ég hef aldrei verið í Björgunarsveitinni og ekki í
Lions.
Þegar ég hætti í stjórn íþróttadeildarinnar kom
tímabil þar sem ég var ekki í neinu, þá fór mér eiginle-
ga að leiðast. Margir fara í vinnu og hitta fólk og njóta
þess svo bara að vera heima hjá sér á kvöldin en ég var
bara ein með kallinum allan daginn og meira að segja
hætt að vera í félagsbúi, börnin voru í skólanum og við
bara tvö ein. Ég er ekki að segja að Gunni sé leiðinle-
gur en ég hafði þörf fyrir að fara að hitta fleira fólk og
þá gekk ég í Kvenfélagið.
Fyrir einu og hálfu ári síðan var ég kjörin ritari í
Tvíburarnir.
Litli Bergþór 12