Litli Bergþór - 01.12.2008, Blaðsíða 8

Litli Bergþór - 01.12.2008, Blaðsíða 8
félagsins. Um helgar var boðið upp á mat á undan sýning- um í matsalnum, og var það vel nýtt. Nú var farið að styttast í afmælisdaginn sjálfan, en það er einfaldlega sumardagurinn fyrsti, óháð mánaðardögum, þetta árið bar hann upp á 24. apríl. An þess að gera sérstaklega grein fyrir undirbúningi hátíðarinnar, þá var lagt upp með að íþróttadeildin stæði að íþróttahátíð í íþróttahúsinu um miðjan daginn, en síðan yrði afmælisveislan sjálf í Aratungu um kvöldið. Íþróttahátíðin var feikna vel sótt bæði af þátttakendum og áhorfendum. Jón Bjarnason, þaulvanur skemmtana- stjóri, var fenginn til að keyra fjörið áfram, sem honum tókst vel að vanda, en að öðru leyti sáu þeir Helgi Kjartansson, íþróttakennari skólans, og Axel Sæland um að stjórna samkomunni auk margra foreldra sem hjálpuðu til. Þarna var mikil fjölbreytni í þeim sýnishornum af íþróttagreinum sem var brugðið upp af börnum og ungl- ingum fyrst og fremst, og stóðu þau sig öll frábærlega. Um kvöldið var svo hátíðarsamkoman sjálf, og komu þar hátt í 200 gestir. í síðasta blaði Litla-Bergþórs var reyndar sagt frá þessari hátíð svo að um dálitla endur- tekningu verður að ræða. Formaður afmælisnefndar setti samkomuna og sá um veislustjórn, en formaður Ungmennafélagsins, Guttormur Bjarnason, flutti hátíðarræðu. Margrét Baldursdóttir flutti ljóð sem hún nefndi „Á liðinni öld“ en það er einskonar söguljóð, sem hún samdi að beiðni afmælisnefndar. Mjög skemmtilegt ljóð, sem hefur verið birt hér í blaðinu. Leikdeildin skellti á sviðið sýnishorni úr leikritinu „Síldin kemur og síldin fer“, en Leikdeildin setti það upp fyrir nokkrum árum. Stjórn Ungmennafélagsins notaði tækifærið og veitti Leikdeildinni viðurkenningu fyrir sitt öfluga starf, og einnig barst kveðja frá Bandalagi íslenskra leikfélaga. Heimasíða fyrir félagið var formlega opnuð, en hana hefur Kristín Guðbjömsdóttir gert. Hún kynnti hana þarna og afhenti félaginu að gjöf til minningar um Egill í Hjarðarlandi, Hjalti á Kjóastöðum 2 og íris á Ekru á Leynimel 13. Ljósmynd: Olafnr Oskar Egilsson. Sönghópurinn. ömmusystkini sín frá Drumboddsstöðum, þau Guðríði, Þórarinn og Þorstein Þorsteinsbörn. Þær Osk Gunnarsdóttir og Steinunn Bjarnadóttir fluttu nokkur lög og Sigurður Erlendsson stjórnaði fjöldasöng af mikilli röggsemi. Stjórn Ungmennafélagsins heiðraði nokkra einstaklinga á þessum tímamótum með því að gera þá að heiðurs- félögum. Þetta voru þau Sigurjón Kristinsson, Björn Sigurðsson, Bjöm Bjarndal Jónsson, Margrét Sverrisdóttir, Róbert Róbertsson, Sveinn A. Sæland og Bragi Þorsteinsson. Við fengum marga góða gesti til okkar, m.a. frá nágrannafélögum okkar og svo heildarsamtökum, sem félagið á aðild að. Ymsir tóku til máls og fluttu félaginu heillaóskir og einnig fékk það góðar gjafír, sem rétt er að gera hér nokkra grein fyrir. Fyrst af öllu skal nefna Kvenfélag Biskupstungna, sem gaf félaginu veislukaffið með öllum tilheyrandi, undirbúningi og vinnu. Hafsteinn Þorvaldsson, fyrrverandi formaður UMFÍ, flutti hvatningarræðu og gaf félaginu bikar, sem það gæti notað sem farandbikar eftir eigin ákvörðun. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFI, færði félaginu áletraðan veggskjöld og blómvönd. Ungmennafélagið Hvöt gaf einnig áletraðan skjöld og félagsfána sinn. Héraðssambandið Skaiphéðinn færði félaginu stóran bikar og áletraða gestabók. Ungmennafélag Laugdæla gaf stóran blómvönd ásamt vönduðu 50 metra málbandi. Ungmennafélag Skeiðamanna færði okkur tvær skeiðklukkur og málband. Frá Ungmennafélagi Gnúpverja fengum við blómvönd og heillaóskir. Eftirtaldir gáfu Ungmennafélaginu veglegar peninga- gjafir og færðu því heillaóskir: Búnaðarfélag Biskupstungna, Sveitarstjórn Bláskógabyggðar og Hestamannafélagið Logi. Nú var komið sumar og fór að nálgast næstu viðburði, sem nefndin hafði sett á dagskrá, þ.e.a.s. gönguferðirnar, Litli Bergþór 8

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.