Litli Bergþór - 01.12.2008, Blaðsíða 9

Litli Bergþór - 01.12.2008, Blaðsíða 9
og voru þær farnar 18. og 25. júní og 2. júlí. Fyrsta gang- an var um Geysissvæðið og slóðir gamla Haukadalsskólans. Þama fengum við til liðs við okkur Hafstein Þorvaldsson, sem er þaulkunnugur sögu skólans og staðarins auk sögu ungmennafélagshreyfingarinnar. Við vorum tæplega 20 sem röltum þarna um, spjölluðum og gengum upp á Laugarfell, nutum útsýnisins og enduðum svo í kaffihlaðborði og spjalli á Hótel Geysi. Önnur gangan var á Fellsfjall frá suðri, upp á hæstu bungu og síðan niður hjá gamla skógarreitnum sem Ungmennafélagið plantaði í á sínum tíma og þaðan gengið heim að Vatnsleysu. í þessari göngu voru alls 50- 60 manns og göngustjórar voru þeir Sveinn Sæland, Sigurður Þorsteinsson og Sigurður Erlendsson. Á leiðinni yfir fjallið nutum við leiðsagnar Arnórs Karlssonar og fleiri staðkunnugra manna, innan og utan sveitar og feng- um meira að segja upplýst um nöfn á ýmsum svonefndum Hreppafjöllum. Þegar að skógarreitnum kom var staldrað við og kunn- ugir menn rifjuðu upp sögu reitsins og ýmislegt annað sem tengdist skógræktarstarfi félagsins. Þá var haldið heim að Vatnsleysu og gerður stuttur stans þar sem gamla samkomuhúsið stóð. Sigurður bóndi og fleiri sögðu frá ýmsu skemmtilegu sem tengdist því. Svo var farið í hina glæsilegu vélaskemmu Guðmundar og Sigríðar og kvöldinu lokið með höfðinglegu kaffi- hlaðborði í boði Vesturbæjarfjölskyldunnar. Þriðja gangan var um Reykholtshverfið, það er að segja að gengið var frá Aratungu, austur fyrir Norðurbrún, niður fyrir Gálgakletta, síðan til baka neðan við Krummakletta og þaðan upp á Reykholtið fyrir ofan grunnskólann. Þaðan var svo gengið á flötina fyrir ofan Kistuholtsgötuna, en þar var um árabil íþróttavöllur Ungmennafélagsins. Svo var sest yfir veitingar í Aratungu og saga hússins rifjuð upp og fleira spjallað. Göngustjórar í þessari göngu voru Sveinn Sæland og Arnór Karlsson, en Sveinn hafði einnig veg og vanda af skipulagningu allra gönguferðanna. í þessu kvöldrölti okkar var oft stansað og rifjuð upp saga byggðar og mannlífs í hverfinu og því haldið til haga að þama hefur Ungmennafélagið haft sína aðstöðu síðustu áratugina bæði innan- og utanhúss. í þessari göngu voru 40 til 50 manns og komu víða að. í kaffísam- sætinu að göngunni lokinni færði einn úr gönguhópnum, Nína Pálsdóttir útibússtjóri Landsbankans á Selfossi, Egill Jónasson, Brynjar Sigurðsson, Sigurjón Sæland og Jens Pétur Jóhannsson í síldinni. Ungmennafélaginu veglega peningagjöf í tilefni aldar- afmælisins. Hafi hún og Landsbankinn sálugi bestu þakkir fyrir. Varla þarf að fjölyrða um það að allar þessar göngur voru í blíðuveðri sumarsins og höldum við að allir sem þátt tóku hafi verið ánægðir. Hjá Bergþóri Guðmundar Magnússonar við Geysi. Nú var að huga að síðasta þætti afmælisdagskrárinnar, þ.e. dansleik í Aratungu. Síðustu viku ágústmánuðar birtist eftirfarandi og myndskreytt auglýsing í öllum héraðsblöðunum. Aratunga - Aratunga. Ungmennafélag Biskupstungna á 100 ára afmæli og þess vegna höldum við Sveitaball í Aratungu laugardagskvöldið 30. ágúst. Og það verða sjálfir Veðurguðirnir sem halda uppi fjörinu. Húsið verður opnað kl. 23.00 og ballið stendur til kl. 03.00. Þetta verður dansleikur sumarsins. Aldurstakmark 18 ára. Um þann dansleik er það helst að segja að þar mættu hátt í 300 manns og skemmtu sér vel. Veðurguðirnir hafa verið ein vinsælasta hljómsveit landsins í ár og þar innan- borðs eigum við Tungnamenn helming hljómsveitar- meðlima, þá Valgeir Þorsteinsson og Eyþór Loftsson. Hljómsveitin stóð sig frábærlega og keyrði fjörið hvíldar- laust áfram. Að lokum. Við sem höfum skipað þessa afmælisnefnd höfum að sjálfsögðu ekki unnið ein að öllu því sem gert hefur verið og væri langt mál að nefna alla sem þar hafa komið við sögu. Þeim öllum eru hér með færðar bestu þakkir fyrir, og eiga þær þakkir bæði við um stórt og smátt. Okkur í afmælisnefndinni hefur bara þótt nokkuð vel til takast það sem við settum á okkar dagskrá. Svo er auð- vitað hægt að gera hlutina á allt annan hátt. F. h. afmœlisnefndar, Gunnar Sverrisson. Ljósmyndarar: Hrefna Kristinsdóttir, Svava Theodórsdóttir, Guttormur Bjarnason. Sveinn A. Sœland, Olafur Óskar Egilsson. 9 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.