Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2002, Qupperneq 6

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2002, Qupperneq 6
Fréttabréf ættfræðifélagsins í mars 2002 Guðjón Óskar Jónsson skrifar: Sviðugarðaætt í hnotskurn Veturinn 1633-1634 var einhver hinn harðasti á 17. öld. Einkum var hann snjóþungur. Hvítivetur er hann nefndur í annálum. I Sviðugörðum Gaulverjabæjarhreppi Árnessýslu var um þessar mundir bóndi, sem Jón hét. Hann fargaði búpeningi sínum mestöllum haustið 1633 og slapp við vanhöld. Jón í Sviðugörðum var talinn forspár, en hefur fyrst og fremst verið athugull og markað af ýmsu haustið 1633, að harður vetur væri í nánd. I annálum eru sagnir um einkennilegt hátterni búpenings sumar og haust 1633. Jón í Sviðugörðum er í ættbókum sagður Þorvaldsson. Hann er mikill ættfaðir. Árið 1952 gaf dr. Guðni Jónsson (1901 - 1974) út ritið Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi. Þar er Jóns í Sviðugörðum getið, en hann sagður Sig- hvatsson en ekki Þorvaldsson. Röskstuðning fyrir þessari breytingu birti dr. G. J. aldrei á prenti, svo að greinarhöfundi sé kunnugt, en rökstuðninginn er að finna í handritum G.J., sem varðveitt eru í Héraðs- skjalasafni Árnesinga Selfossi. Þar segir svo: Sviðugarðaætt „I hinum miklu ættatölubókum þeirra Jóns sýslumanns Espólíns (bls. 6511 o.s.frv.) og Ólafs Snókdalíns (bls. 321 o.s.frv.) er nærri samhljóða kafli, sem nefnist Kynþáttur Jóns Þorvaldssonar í Sviðugörðum. Ekki er kunnugt, hver er heimildarmaður eða höfundur þáttar þessa, en hitt virðist auðsætt, að þátturinn sé í sinni upphaflegu mynd hjá Espólín, en Snókdalín hafði fengið hann frá honum. Sézt þetta m.a. af inngangsorðum þáttarins; þau eru miklu nákvæmari og fróðlegri hjá Espólín en hjá Ólafi Snókdalín, sem hefir aðeins fengið útdrátt úr inngangsorðum. Hjá Espólín eru þau á þessa leið: „Þorvaldur hét maðr ca. 1600. Hans son Jón Þorvaldsson í Sviðugörðum, felldi um allraheilagramessu haustið fyrir Hvítavetur pening sinn, sem ei hafði hús og hey til fardaga, og komst vel af með það eftir var. Hans kona Ragnhildr. Þeirra son Magnús Jónsson, giftist 24. ára Hlaðgerði Þorvarðsdóttur; bjó að Hamri, þar til hann var 87 ára, heill á skilningarvitum og gangfær til viku fyrir afgang sinn.“ Hjá Snókdalín verður þetta þannig: „Jón hét maðr Þorvaldsson í Sviðugörðum. Svokallaðan hvítavetur lógaði hann pening sínum haustið fyrir, átti Ragnhildi. Þeirra son Magnús giftist 24 ára Hallgerði Þórðardóttur, bjó á Hamri til 87. aldursárs.“ Það er athyglisvert, að í þætti þessum er aðeins rakin ætt frá einu barni Jóns í Sviðugörðum, þ.e. frá Magnúsi á Hamri. Magnús vai' enn búandi á Hamri 1703, 84 ára gamall. Hann hefir því verið fæddur 1619 og dáið 1706, eftir því sem aldur hans er talinn í þættinum. Lengst er rakið niður frá Magnúsi í 6. lið, barnabörn Halls Jónssonar í Hjálmholti og barnabörn Jóns Valdasonar í Fjalli. Ættþátturinn sennilega skrifaður um 1820-1830. Ýmsar villur eru í þættinum, svo sem í nöfnum manna og bæja. Ennfremur vantar í niðjatalið frá Magnúsi. Það er því ofboð eðlilegt, að nafn sjálfs ættföðurins hafi skolazt til. Jón í Sviðugörðum var ekki Þorvaldsson heldur Sighvatsson. Jón Sighvatsson vitnar 8. júní 1630 urn viðtal feðganna, Gunnars í Hólum og Þorláks, sonar hans. Bréfabók Gísla Oddsonar biskups II. bls. 84. Jón Sighvatsson nefndur í dóm í Bæ í Flóa 7. maí 1630 um 3 hundruð í Hólshúsum. Bréfabók G.O. biskups II. bls. 152 - 154. 1651 þann 7. maí vitnar Sighvatur Jónsson um vitnisburð ráðsmannsins Hákonar Ormssonar og Brynjólfs biskups Sveinssonar, að þeir hafi engar nýjar kvaðir lagt á landseta staðarins etc. Bréfabók Brynjólfs biskups Sveinssonar II. bls 625. 1659 talinn Sighvatur Jónsson Sviðugörðum einn þeirra landseta staðarins, er fluttu skreið Skálholtsstaðar frá Skúmsstöðum. Bréfabók Br.Sv. V. bls. 450. 1668 7. jan. Sighvatur Jónsson einn þeirra, sem ber Brynjólfi biskupi vitni á almennilegri landstefnu. Bréfabók Br. Sv. XI. bls. 231. 1668 31. maí. Sighvatur Jónsson meðal hreppstjóra í Bæjarhreppi. Bréfabók Br. Sv. XI bls. 702. 1668 31. maí. Sighvatur Jónsson nefndur hreppstjóri. Bréfabók Br. Sv. XI. bls. 877. “ Hér líkur tilvitnun í handrit dr. G.J. Ekki er vitað, hver er heimildarmaður Jóns Espólíns, segir hér að framan. Greinarhöfundur vill hér með varpa fram þeirri tilgátu, að heimildarmaðurinn sé séra Jakob Árnason (1770 - 1855) í Gaulverjabæ. í Gaulverjabæjarsókn er líklegast, að arfsögnin um Jón í Sviðugörðum hafi varðveizt bezt. Þeir Jón Espólín og séra Jakob voru frændur. Faðir Jóns, Jón Jakobsson og móðir séra Jakobs, Kristín Jakobsdóttir, voru systkin. Enn verður nokkuð sagt frá Jóni Sighvatssyni. Hinn 16. mars 1633 voru gefnir vitnisburðir í erfðamáli eftir Önnu sálugu Þorláksdóttur, ekkju séra http://www.vortex.is/aett 6 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.