Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2002, Blaðsíða 7

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2002, Blaðsíða 7
Fréttabréf ættfræðifélagsins í mars 2002 Guðmundar d. 1605 Gíslasonar í Gaulverjabæ. (í ísl. æviskrám er dánarár Önnu talið 1636). Þessir gáfu vitnisburð: Séra Oddur Stefánsson í Gaulverjabæ, Ögmundur Sighvatsson hreppstjóri, Erlendur Þórðarson hreppstjóri, Jón Sighvatsson hreppstjóri, Bjarni Sigurðsson, lögréttumaður Stokkseyri, dótturmaður Önnu Þorláksdóttur, kvæntur Salvöru Guðmundsdóttur, Guðmundur Jónsson á Loftsstöðum. Nefnd eru þessi börn og tengdabörn Önnu Þorláksdóttur: Gísli Guðmundsson bóndi Háholti Gnúpverja- hreppi, Helga Guðmundsdóttir, kona Arnórs (Laga - Nóra) bónda Öndverðarnesi Grímsnesi, Jónssonar, Guðrún Jónsdóttir (pr. Laugardælum Stefáns- sonar), ekkja Magnúsar Guðmundssonar pr. Gísla- sonar. Það er á reiki í heimildum, hvort Magnús bjó að Sandlæk í Gnúpverjahreppi eða Sandvík í Llóa. (Þessi bæjanöfn eru lík). Víst er, að Guðrún Jónsdóttir bjó í Sandvík árið 1633 með seinna manni sínum, Einari Stefánssyni. Enn eru nefndir: Einar Stefánsson ektamaður Guðrúnar, Halldór Marteinsson, Jóseph Loftsson prestur á Ólafsvöllum. Bréfabœkur Gísla biskups Oddssonar III bd. bls. 296 - 297 Lbs 1647 4 to. Enn var þingað um arf eftir prestsekkjuna Önnu Þorláksdóttur. I Alþingisbókinni 1645 segir svo: Anno 1637 20. Junii á Sviðugörðum meðkenndi Jón Sig(h)vatsson, að hann hefði verið viðstaddur, einn með öðrum og kallaður til arfaskipta eptir sálugu Önnu Þorláksdóttur og svo hafi allt farið samþykkilega með handsölum allra hennar samarfa á milli, bæði um skipti og kvittun og allan arfinn, svo sem vitnisburður Guðmundar Jónssonar fyrir framan skrifaður upp á hljóðar. Og til sanninda hér um undirskrifar hann sitt nafn með eigin hendi hér fyrir neðan og lofa meiri sannindi á að gjöra, ef þörf krefur, þessum hjá verandi, sem nöfn sín hér með skrifa. Oddur Stefánsson (prestur í Gaulverjabæ), Páll Erasmusson (þá kirkjuprestur í Skálholti, áður prestur í Hrepphólum), Hákon Ormsson (skrifari í þjónustu Skálholts- biskupa, síðar sýslumaður m. m.), Jón Sig(h)vatsson. Guðmundur Jónsson, sem nefndur er í vitnisburð- inum hér að framan, mun vera G.J. lögréttumaður, sem talinn er hafa búið í Flóa, líklega Gaulverja- bæjarhreppi. (Lögréttumannatal bls. 186). Anno 1637 21. Junii við tjaldstað hjá Loftsstöðum vitnar Ögmundur Sig(h)vatsson um arfaskipti eftir Önnu sálugu Þorláksdóttur (Alþingisbókin 1645). Vitnisburður Ögmundar er samhljóða orði til orðs vitnisburði Jóns Sig(h)vatssonar hér að framan. Undir vitnisburðinn skrifa: Páll Erasmusson prestur, Hákon Ormsson, Ólafur Pétursson (fremur en Ketilsson), Bergur Jónsson, Ögmundur Sighvatsson. Síðan segir: þar voru og viðstaddir, þegar skiptin og kvittanin gekk fram (1637): Bjarni heitinn Jónsson, Erlendur heitinn Þórðarson, og Loptur heitinn Gamlason með fleirum öðrum góðum mönnum. Jón Sighvatsson í Sviðugörðum hefur verið fæddur 1585/1590. Hann var á lífi 1645 sbr. Alþingisbók þ.á. Kona Jóns er nefnd Ragnhildur. Synir þeirra voru: A. Magnús Jónsson, bóndi Hamri Gaulverjabæjar- hreppi f. 1619, d. 1706 (Esph. 6511). ~ 1643, Hlaðgerður Þorvarðardóttir d. fyrir 1703. Börn: 1. Guðmundur Magnússon bóndi Galtastöðum Gaulv. - 1681 - 1709 f. 1642 ~ Ingigerður f. 1642 Jónsdóttir 2. Sigríður Magnúsdóttir hfr. Mjósundi Villinga- holtshr, ekkja ráðskona föður síns. Hamri Gaulv. 1703. ~ Þorsteinn Helgason. 3. Aldís Magnúsdóttir hfr. Auðsholti Bisk. 1703 f. 1647 ~ Þorsteinn f. 1639 Jónsson smiður og bóndi Auðsholti - 1703 - 1709 4. Halldór Magnússon bóndi Hellum Gaulv. - 1681 - 1709 f. 1650 ~ kona ókunn d. fyrir 1703. 5. Jón Magnússon, bóndi Leiðólfsstöðum Stokks- eyrarhreppi 1703 -1708. f. 1652, á lífi 1729 ~ Solveig f. 1657 Ingimundardóttir, lögréttum. Strönd Selvogi, Grímssonar. 6. Arnbiörg Magnúsdóttir hfr. Gafli Villinga- holtshr. 1703. f. 1659, á lífi 1729 ekkja. http://www.vortex.is/aett 7 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.