Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2002, Page 13

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2002, Page 13
Fréttabréf ættfræðifélagsins í mars 2002 Ásgeir Svanbergsson: Kópavogi Dálítið um Bjarna Bjarnasyni í Grunnavík í ritinu Grunnvíkingabók eru tilgreindir fimm menn með nafninu Bjarni Bjarnason. Er þar fátt sagt frá sumum þeirra en þó allrangt. Hér verður sett fram nokkuð til lagfæringar þó fátt sé af öllu því sem laga þyrfti. Fyrst verður þá fyrir Bjarni Bjarnason, f. 1755. Foreldrar hans eru taldir ókunnir, svo og nöfn tveggja eiginkvenna. Er hvort tveggja rangt. Foreldrar hans voru Bjami Brynjólfsson, bóndi á Suðureyri í Súgandafirði, f. 1728, d. 11. nóv. 1784 og k.h. Halldóra Jónsdóttir bónda í Æðey Einarssonar, f. 1726, á lífi 1801 (Sm.æv.III, 208). Fyrsta kona hans var Guðríður Jónsdóttir frá Vatnadal d. 1783 (Esp.967). Börn þeirra voru: a) Brynjólfur f. 1775, á lífi á Hesteyri 1801. b) Jónf. 1781. c) Jón f. 1782, báðir á lífi 1786 en horfnir 1801. d) Guðríður f. 1783, d. 29. jan. 1784. e) Eggert tvíburi við Guðríði, d. 12. feb. 1784. Líklega hefur móðirin dáið af þeim barnsburði. Önnur kona Bjarna var Sigríður Pálsdóttir frá Kvíanesi (Esp.1782) f. 1762, d. fyrir 1801. Þeirra börn voru: f) Páll f. 1788, d. 21. apríl 1848. Um hann má lesa í Arnardalsætt 622-624 en þar segir þó ekki frá afdrifum Björns sonar hans sem varð úti á Steingrímsfjarðarheiði 17. apríl 1862. g) Guðríður f. 14. jan. 1786 á Laugum, d. 6. júlí 1834 á Dröngum, átti Sigurð Alexíusson (Strandam. 549). h) Sigríður f. 1789, d. 19. des. 1839 á Hesteyri. i) Herdís f. 1790, d.26. apríl 1848 á Kvíanesi. - voru báðar ógiftar og barnlausar. Þriðja konan var Guðríður Brandsdóttir f. 1760 á Höfða, d. 30. mars 1822 og voru börn þeirra: j) Katrín f. 1792, á lífi 1801, ekki getið síðar. k) Bjarni f. 1793. Fyrir honum er gerð grein hér á eftir. l) Rafn f. 1795, d. 10. jan. 1863 í Hnífsdal, bóndi á Kollsá og í Furufirði, átti Guðríði Sigfúsdóttur og börn. Dánardagur Bjama Bjarnasonar er ókunnur. Annar Bjarninn í röðinni er Bjarni Bjarnason, f. 1793. Hann er sonur Bjarna sem fyrr var greindur og þriðju konu hans Guðríðar Brandsdóttur. Er hann með foreldrum sínum 1801 og móður 1816. Barns- móðir hans var Ingibjörg Ólafsdóttir heimasæta í Reykjarfirði og var bam þeirra Jakob f. 2. des. 1883, dó 10 daga gamall. Bjami finnst ekki 1835. Hann dó 6. júní 1836, „ógiftur húsmaður á Bolungarvík“, drukknaði. 1 klausuna um þennan Bjarna er blandað upplýs- ingum um annan Bjarna sem lengi var þar nyrðra en fær þó enga umgetningu í Grunnvíkingabók. Sá maður er Bjarni Bjarnason, f. 1790 í Rafns- eyrarsókn, síðast á lífi að vitað er 1845 á Nesi í Grunnavík. Móðir hans var Guðrún Loftsdóttir (Skiptabók Isafj.f.) Bjarnasonar (Esp.3555) sem bjó á Kirkjubóli í Mosdal 1801 en faðir Bjama er ókunnur. Bjarni þessi var á Kirkjubóli 1801, á Kvígindisfelli 1816, Vigur 1820 og Ármúla 1830. þaðan kom hann í Grunnavík 1830 og er á Álfs- stöðum 1835 og 1840 og þekkist þar á barni sínu og fylgikonu. Hann er svo á Nesi 1845 og sést þá að hann er Amfirðingur. Barnsmóðir Bjama var Ragnheiður Sigurðardóttir vinnukona í Vigur og víðar í Djúpi, f. 1788 á Hamar- landi, d. 25. feb. 1876 í Hraundal. Barn þeirra var Guðrún, f. 1. des. 1824 í Vigur. Hún fylgdi föður sínum og átti Þorleif Einarsson, bónda í Bolungarvík og böm. Þeirra er getið í Grunnvíkingabók. Fylgikona Bjarna var Ingibjörg Ólafsdóttir, f. 17. júlí 1808 á Fremribakka, síðast á lífi að vitað er 1850 á Steinólfsstöðum. Foreldrar hennar voru Ólafur Ásgeirsson, ekkill í Hnífsdal 1801og Sigþrúður Þórðardóttir á Fremribakka. Barn hennar og Bjarna var Guðrún, f. 26. sept. 1833, d. 30. nóv. sama ár. Umsögn um Ingibjörgu r Grunnvíkingabók er nær alveg röng og henni er það rækilega hrært saman við nöfnu sína í Reykjarfirði. Næst fitjar Grunnvíkingabók uppá Bjarna Bjarnasyni, f. um 1794. þetta er Bjarni Bjarnason, f. 1801 í Hindisvík á Vatnsnesi, d. 18. okt. 1860 í Stóru-Ávík. Foreldrar hans voru Bjarni Guðmundsson, bóndi á Felli, Árneshr. og k.h. Solveig Guðmundsdóttir. (Strandam. 524, leiðr.) Bjami kom 1832 úr Árneshreppi. Kona hans var Sigríður Guðmundsdóttir f. 1799 í Barðsvík, d. 14. des. 1839, dóttir Guðmundar Snorrasonar og Margrétar Jónsdóttur. Sigríðar er getið í Grunnvíkingabók en hún sögð ókunn og önnur kona samnefnd sögð kona Bjarna og er hvort tveggja rangt. Þau Bjarni giftust 29. sept. 1831 og vom börn þeirra: a) Guðbjörg f. 8. des. 1831, átti Ólaf Brandsson (Strandam. 488). b) Guðríður f. 1. maí 1833, d. 28. jan. 1840. c) Guðmundur f. 20. apríl 1834, d. 30. júlí sama ár. d) Helga f. 14. okt. 1835, var í Bæ, Ámeshr. 1845. e) Sigurborg f. 1. nóv. 1836, d. 25. jan. 1837. http: //w w w. vortex. is/aett 13 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.