Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2002, Síða 16

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2002, Síða 16
Fréttabréf ættfræðifélagsins í mars 2002 Jóhanna Björnsdóttir: Kópavogi Leiðrétting við Eylendu Nokkrar athugasemdir Á bls. 159, þar sem sagt er frá Bakkhúsi í Flatey og íbúum þar, hafa því miður orðið slæmar villur. Sagt er frá Ástríði Hólmfríði Olafsdóttur, sem bjó um skeið með Ingimundi Jónssyni, og er þar margt rangt. Faðir Ástríðar var Olafur Klemensson, f. 27. maí 1822 á Berserkjaeyri (ekki 25. maí 1821 í Kolgröfum). 1 bókinni er Olafur sagður bóndi á Búðum í Eyrarsveit. Að vísu voru þau hjónin skráð þar árin 1855-1857, en það ár fluttust þau út á Ingjaldssand, þar sem þau bjuggu til æviloka Olafs, 1867. Þar hefur hann líklega verið tómthúsmaður. Kona Olafs var Salbjörg Guðmundsdóttir - og hér kemur að alvarlegustu villunni - systkinadætrum er ruglað saman. Systkinin Guðmundur og Guðfinna Þorgeirsbörn áttu bæði dætur sem fengu Salbjargar- nafnið eftir ömmu sinni Salbjörgu Guðmundsdóttur, sem varð úti á Valbjarnarvöllum árið 1816. Báðar voru þær nöfnur Guðmundsdætur. Salbjörg, kona Olafs, var dóttir Guðmundar Þorgeirssonar, fædd á Gufuskálum. Kirkjubók þaðan er mjög gloppótt og finnst fæðing hennar ekki innfærð þar, en eftir yngri heimildum að dæma gæti hún hafa verið fædd 24. okt. 1831. Ártalið er trúlega rétt, því í sóknarmanna- tali árið 1833, er hún sögð eins árs, en um fæðingar- daginn verður ekki sagt með vissu. Hún dó á Hamri í Nauteyrarhreppi 18. des. 1910. Olafur var ekki fyrri maður Salbjargar, hún giftist ekki aftur. Eftir lát Olafs var Salbjörg víða; á Rauðkollsstöð- um, í Hömluholtum og Hausthúsum í Eyjahreppi. Þaðan fór hún til föðursystur sinnar, Salbjargar Þor- geirsdóttur í Flatey, sem var gift Jóhanni Eyjólfssyni; þar og í Skálmarnesmúla, (þar sem þau hjónin höfðu líka búskap) var hún í 10 ár. Eftir það var hún í 3 ár á Seljalandi í Gufudalssveit, en fór þaðan vestur að Djúpi þar sem hún var til æviloka, á Langadals- og Snæfjallaströndum. Móðir Salbjargar, dóttur Guðmundar Þorgeirsson- ar, var Guðrún Jónsdóttir, f. í Bíldsey 22. júlí 1800, hún dó líklega 12. des. 1860. Foreldrar hennar voru Jón Magnússon, fæddur um 1769, d. 25 sept. 1810, þá húsmaður í Þormóðsey, og k.h. Halldóra Bærings- dóttir, fædd á Staðarfelli í Hvammssveit, og skírð 15. febrúar 1763 (fæðingardagar voru ekki færðir inn í kirkjubókina, aðeins skírnardagarnir). Halldóra dó í Nesþingum 13. júní 1840. Salbjörg, dóttir Guðfinnu Þorgeirsdóttur, var aftur á móti fædd 25. nóv. 1833 á Jörfa í Kolbeinsstaða- hreppi, en hún dó 23. okt. 1876 á Berserkjahrauni. Faðir hennar var Guðmundur Sveinsson, þá vinnu- maður á Jörfa, f. 1806. Hann drukknaði 1842. Guðfinna fæddist 9. apríl 1806. Hún giftist, 1842, Guðmundi Sumarliðasyni og bjuggu þau á Ber- serkjahrauni í Helgafellssveit; þar varð Guðmundur úti 1859, en Guðfinna dó 10. mars 1890 í Flatey, þar sem hún var hjá Salbjörgu, systur sinni. Þessar alnöfnur voru á mjög líkum aldri, báðar voru þær um skeið í Miðgörðum, Flatey og Skálmar- nesmúla, en aldrei samtímis. Á bls. 274 kemur aftur fram sami ruglingurinn, þar sem sagt er frá Guðnýju Jóhönnu Jóhannsdóttur, sem var fædd 24. ágúst 1865 (20. eða 30. ág. í kirkjubók). Móðir hennar var Salbjörg, f. 25. nóv. 1833, d. 23. okt. 1876, dóttir Guðfinnu Þorgeirs- dóttur og Guðmundar Sveinssonar. Jóhanna Björnsdóttir: Kópvogi Breiðfírzkir sjómenn I Ábending I bókinni „Breiðfirzkir sjómenn 1“ eftir Jens Hermannsson, segir á bls. 97 frá sjóslysinu þann 9. mars 1867, þegar Olafur Klemensson fórst ásamt fleirum. Þar eru taldir upp ðeir sem fórust, en Olafur er þar nefndur Oliver. http ://w w w. vortex. is/aett 16 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.