Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2002, Page 20

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2002, Page 20
Fréttabréf ættfræðifélagsins í mars 2002 Kynning á ættfræðiforritum Stjórn ÆF efndi til kynninga í Opnu húsi á helstu tölvuforritum í ættfræði, sem í notkun eru í landinu. Tókust þesar kynningar vonum framar - á þriðja tug félaga sóttu hverju sinni þessar kynningar, sem voru fjögur miðvikudagskvöld í röð í október og nóvem- ber s.l. Menn af Akranesi, Keflavík og Suðurlandi sóttu þessar kynningar, auk félaga af Höfuðborgar- svæðinu. I framhaldi af þessum kynningum var tekið við óskum félaga um námskeið í notkun tiltekinna forrita, sem þeir sjálfir vildu helst komast á. Því miður komu aðeins þrjár fyrirspurnir í þessa veru. Vísast hér frekar til 1. tölublaðs Fréttabréfsins 2002. 4. Námskeið á vegum Ættfræðifélagsins Dagana 2. og 9. desember 2000 stóð Ættfræðifélagið fyrir námskeiði í lestri handrita, sem Guðmundur Már Gunnlaugsson, sérfræðingur hjá Arnastofnun, hélt. Tólf félagar sóttu námskeiðið. Otvíræður vilji félagsmanna var fyrir nýju slíku námskeiði, sem félagið efndi til dagana 5. og 12. mars 2001, sem tókst einnig vel. 5. Bókasafn ÆF Síðastliðið sumar skráði Kristín H. Pétursdóttir, bókasafnsfræðingur og fyrrum stjórnarmaður í ÆF, bókasafn Ættfræðifélagsins. Henni til halds og trausts var Valdimar Már Pétursson félagi okkar. Var það afar mikilvægt, að bókakostur safnsins yrði skráður, svo menn fengju vissu umfang þess og innihald betur en áður, þá er auðveldara að halda utan um það og bæta réttum bókakosti við. Hafi þau okkar bestu þakkir fyrir framtakið. Vonandi tekst að efla bókasafnið að mun, enda hafa fjölmargir fært því góðar gjafir að undanförnu. Það yrði hér of langt mál að telja upp alla þá bókatitla, sem safninu hafa borist og þá, sem hafa fært safninu bókagjafir. 6. Manntalið 1910 Árið 1913 gaf Stjórnarráð Islands út ritið Manntal á Islandi, 1. desember 1910. í raun er útgáfa Ættfrœðifélagsins á manntalinu 1910 mikilvœg viðbót við þetta rit Stjórnarráðsins. Þá er þess að geta, að útgáfa á Manntalinu 1910, þó eignuð sé Ættfræðifélaginu, er sameiginlegt átak þess, Þjóð- skjalasafns íslands, sem lagði til handritið, og Erfða- fræðinefndar Háskóla Islands, sem lagði til tölvu- útskrift að grunnhandriti, sem Ættfræðifélagið lætur síðan síðan yfirfara og bera saman við kirkjubækur, leiðrétta og lagfæra eftir föngum og hefur það verk verið í gangi að undanförnu, en ýmislegt hefur tafið - aðallega annir þeirra, sem að verkinu standa. Var því þörf á að fjölga höndum við það - og hafa þegar nokkrir veitt liðveislu sína. Náðst hefur góð samvinna við Þjóðskjalasafnið vegna vinnu við Manntalið 1910 V-VI þannig að félagar, sem vinna við handritið, geta fengið að vinna á safninu nokkra laugardaga frá kl. 10:00 til 16:00. Nú hafa menn þegar unnið þar nokkra laugardaga og er góð sveifla í þeirri vinnu, svo verkinu miðar áfram og er það vel. Öll þessi vinna byggist á vinnu Eggerts Th. Kjartanssonar, sem hefur búið handritið í hendur félaganna. Eru menn í óða önn við að bæta inn í handritið því sem Eggert hefur ekki tök á að vinna heima hjá sér, en hann hefur þegar unnið kúfinn af verkinu og vonandi fáum við að sjá verkið að mestu lokið á þessu ári. Kristinn Kristjánsson, varaformaður, hefur tekið að sér að sjá um samskipti við Þjóðskjalasafn í samráði við formann og hann hefur og skipulagt vinnuna á laugardögum. Allt þetta kostar að sjálfsögðu mikið fjármagn. Menningarsjóður hefur veitt félaginu útgáfustyrk að upphæð 300 000 kr, sem þá fyrst kemur til útborg- unar, þegar verkið er komið út. Menntamálaráðu- neytið veitti 100.000 kr styrk til verkefnisins. Þá hefur og Verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar veitt félaginu 300 000 kr styrk til útgáfu Manntals 1910 V-VI. Er það að sjálfsögðu mikilvægt fyrir félagið að fá slrka styrki - ekki síst fyrir þá viður- kenningu sem í styrkveitingum þessum felst. 7. Samstarfsnefnd við Þjóðskjalasafn: Nefndin a) hafi frumkvæði að því að hafa samband við Þj.S [Þjóðskjalasafn] til þess að efla samskipti milli ÆF og Þj.S, m.a. til þess að auðvelda félögum í ÆF og öðrum áhugamönnum um ættfræði starfið áÞj.S, b) óski eftir betri þjónustu t.d. og einkum varðandi ljósritun gagna af skjölum Þj.S - þar verði gerður greinarmunur á frumheimildum og afritum þeirra, c) óski eftir betri bókakosti ættfræðirita og annara heimildarita á starfssvæði ættfræðinga á Þj.S, d) óski eftir berti vinnuskilyrðum á staðnum - filmur, filmuvélar, borð, stólar, e) óski t.d. eftir ljósritun af manntölum, sem til eru á safninu, sem hægt er auðveldlega að ljósrita eftir. Hinn 14. ágúst 2001 átti nefndin fund með Ólafi Ásgeirssyni, þjóðskjalaverði, Eiriki K. Guðmunds- syni og Pétri Kristjánssyni, starfsmönnum Þjóð- skjalasafns, þar sem þessi atriði voru reifuð. Undir- tektir þeirra voru mjög góðar og lofuðust þeir til að greiða götu Ættfræðifélagsins eftir megni, enda fékk félagið leyfi til að láta þá félaga, sem eru að vinna að Manntalinu 1910, fá inni á safninu nokkra laugar- daga, sem áður er á minnst. Þá gátu þeir þess, að væntanlega yrði manntalið 1801 birt á heimasíðu Þjóðskjalasafns, svo það yrði mönnum tiltækt í tölvutæku formi, þá óskaði sam- starfsnefnd eftir því að næsta manntal, sem birtist á http ://w w w. vortex.is/aett 20 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.