Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2004, Síða 3
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2004
Guðjón Óskar Jónsson skrifar:
Vík milli vina
í Biskupasögum síra Jóns Halldórssonar (f. 1665 d.
1736) í Hítardal segir svo um Odd Einarsson
Skálholtsbiskup:
Hann var mjög getspakur og forspár um marga
hluti, en lét lítið yfir því, nema þá hann var glaður.
Eitt sinn á hans heimreisu úr Austfjarðavísitasíu reið
hann frá Skógum undir Eyjáfjöllum nokkuð ölglaður,
bjuggu þar hans góðir vinir, Þormóður bóndi og
Halla Grímsdóttir, systir Björns málara, foreldrar
Amunda, er lengi bjó í Skógum, og veittu alúðlega
biskupi og sveinum hans, svo þeir urðu líttfœrir til
að fylgja honum, nema síra Haldór Daðason, sem
síðar varð prestur íRuna og prófastur íÁrnesþíngi;
riðu þeir biskup og hann tveir einir til Holts um
kvöldið; sagði síra Haldór frá laungu seinna það
biskup hefði mart sagt sérfyrir, sem síðar framkom,
og það eitt á meðal annars, að nú hefði síra Haldór
séð konuefni sitt; það væri hún Haldóra, dóttir
Einars á Hörgslandi, Stephánssonar, og Kristínar
Grímsdóttur, systur Höllu í Skógum. Þar með hefði
biskup bannað síra Haldóri að sigla upp á lærdóm,
þó hann hefði það í huga, því það mundi ekki honum
lukkast, hann mundi snart fá Runaprestakall, því
herra Gunnlaugur Jónsson, sem þá hélt Runa vœri
skammlífur. Þetta skeði svo sem biskup sagði.
Oddur biskup var f. 1559 d. 1630.
Þegar Halldóra Einarsdóttir frá Hörgslandi gerðist
prestskona í Hruna um 1624, var hún í reynd komin á
ættarslóðir. Afi hennar og langafi voru prestar í Hruna.
Áatal Halldóru
1. grein
1. Einar Stefánsson lögréttum. Hörgslandi Síðu.
f. 1560/1570 nefndur 1628.
~ Kristín Grímsdóttir 2 - 1.
2. Stefán Amason bóndi Hörgslandi.
f. 1535/1540.
~ kona ókunn.
3. Arni Einarsson bóndi austur á Síðu.
f. 1505/1510.
~ kona ókunn.
4. Einar Sigvaldason bóndi Hrauni Landbroti.
f. 1475/1480.
~ Gunnhildur Jónsdóttir 9-4.
5. Sigvaldi „langalíf1 Gunnarsson smiður, var á
Vesturlandi svo bóndi austur á Síðu.
15. -16. öld.
~ Þuríður Einarsdóttir 17-5.
2. grein.
1. Kristín Grímsdóttir hfr. Hörgslandi.
16- 17 öld.
~ Einar Stefánsson 1 - 1.
2. Grímur Skúlason kirkjuprestur Skálholti 1564-
1578, prestur Hruna 1578 - dd.
16. öld. d. 1582.
~ Guðrún Bjömsdóttir 4-2.
3. Skúli - bóndi óvíst hvar - ætt óviss.
15. - 16. öld.
~ Halldóra Grímsdóttir 6-3.
4. grein.
2. Guðrún Björnsdóttir hfr. Hruna.
16. öld.
~ Grímur Skúlason 2-2.
3. Björn Ólafsson prestur Snæúlfsstöðum 1524 -
1533, prestur Hruna 1554.
16 öld. Nefndur 1567.
~ s.k. Margrét Arnljótsdóttir 20 - 4.
(sjá ísl. æviskrár 6. bd. bls. 523).
6. grein
3. Halldóra Grímsdóttir hfr - óvíst hvar. „Frá
Auðsholti Biskupstungum“.
15.-16. öld.
~ Skúli 2-3.
Bræður Halldóru: síra Freysteinn Stafholti
Mýmm.
síra Eiríkur Gilsbakka Mýrum.
síra Eyjólfur Melum Borgarfirði.
9. grein.
4. Gunnhildur Jónsdóttir hfr. Hrauni Landbroti.
15,- 16. öld.
~ Einar Sigvaldason 1 - 4.
Ætt ókunn, en bróðursonur Gunnhildar var Jón
Loftsson pr. Vatnsfirði.
17. grein.
5. Þuríður Einarsdóttir hfr. austur á Síðu.
15./16. öld.
~ Sigvaldi Gunnarsson 1-5.
http://www.vortex.is/aett
3
aett@vortex.is