Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2004, Side 13

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2004, Side 13
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2004 Víkingaskip. Skúli sonur Þorsteins Egilssonar var lengi í víkingaferðum erlendis. innar gömlu en eitthvað er sú ættrakning talin vafasöm. 2. Hrifla. Hann var faðir Egils, föður Skúla, föður Þórðar, föður Böðvars goðorðsmanns í Görðum á Akranesi d. 1187, föður Guðnýjar, móður Hvamms-Sturlusona: Þórðar. Sighvats og Snorra. Miklir fræðiáhugamenn og skáld fóru þar. Þórður var faðir Sturlu sagnaritara d. 1284 og Olafs hvítaskálds. Sighvatur var faðir Sturlu (d. 1238) sem lét endurrita margar Islendingasögur og Snoni „samsetti Eddu og margar aðrar fræði- bækur íslenskar sögur“, eins og orðrétt segir í hinum forna Oddaverjaannál. Sonur Böðvars í Görðum (d. 1187) var Þórður, faðir Markúss á Melum, föður Snorra d. 1313 er setti saman landnámugerð Melabókar. Bróðir Markúsar var Þorleifur goðorðsmaður í Görðum d. 1257. Hann tel ég meðal merkustu manna Sturlungaaldar og hefur nafni hans ekki verið haldið á lofti að verðleikum. Mér virðist hann líkur Agli Skalla-Grímssyni um rnargt enda afkomandi hans í beinan karllegg svo sem hér hefur verið rakið. Þorleifur átti millilandaskip eins og Egill. Ekki vildi hann fara með ófrið í önnur héruð en hann vildi ekki láta hlut sinn fyrir yfir- gangi annarra héraðshöfðingja. Aldrei gerðist hann hirðmaður né þegn Noregskonungs, braut fyrirmæli hans og „myrti“ (eins og það var orðað) bréf þau er Hákon Noregskonungur sendi honum. Á þingum talaði hann gegn þjónum Noregs- konungs og gegn yfirráðum konungs á Islandi. Eg er ekki að segja að sú kenning sé staðleysa, að Snorri Sturluson gæti hafa skrifað Egilssögu, en mjög er manndómshugsjón Egilssögu gjörólík „tvískinnungnum með kálfshjartað“, sem Snorri var. Hins vegar eru lrfsviðhorf Þorleifs - eins og við ráðum þau af Sturlungu - alveg í anda þeirrar myndar sem dregin er upp af Agli í sögu hans. Þorleifur gæti eins verið skrásetjari Egilssögu. 3. Skúli Þorsteinsson f. um 970, goðorðsmaður og skáld á Borg, hans sonur er Egill goðorðs- maður á Borg er kemur við Bandamannasögu (um 1050). Engar heimildir rekja ættir frá Agli Skúla- syni. Ekki er heldur sagt berum orðum hverjir fóru með goðorð Mýramanna og voru bændur á Borg frá hans tíma og þar til laust fyrir aldamótin 1200, en þá býr þar Bersi hinn auðgi Vermunds- son d. 1202 (eða 1203). Snorri Sturluson fékk Herdísar dóttur Bersa og komst þannig að Borg og gerðist jafnframt goðorðsmaður Mýramanna. Verulegar líkur eru hinsvegar á -nánast vissa fyrir -að nafngreina megi næstu goðorðsmenn (á eftir Agli Skúlasyni) en ætla má að eignarhald á Borg og meðferð goðorðs Mýramanna hafi farið saman. Skal nú frá því greina. Til er höfðingjatal frá árinu 1118 og meðal höfð- ingja á Vesturlandi er nefndur Halldór Egilsson. Þar sem honum er raðað á milli Styrmis á Gilsbakka og Þorgilsar á Staðarhóli í Dölum gæti hann hafa búið á Borg. Tímans vegna gæti hann verið sonur Egils Skúlasonar á Borg og e.t.v. f. um 1050 og því verið nokkuð roskinn, á þess tíma mælikvarða árið 1118. Halldórs er ekki getið við deilur Hatliða Mássonar og Þorgilsar Oddasonar 1121 og bendir það til þess að hann hafí þá verið andaður. Næst ber þess að geta að árið 1159 er nefndur meðal Borgfirskra höfðingja Halldór Egilsson. http://www.vortex.is/aett 13 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.