Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2004, Blaðsíða 15
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2004
illdeilum. Þá þurfti Gissur Þorvaldsson (síðar
jarl), að fara að skipta sér af málinu og það á
þann veg að hann hélt Jóni föstum. Jón var þá
höggvinn í höfuðið með öxi. Nokkrum dögum
síðar andaðist Jón af höfuðsári þessu. (Eftir að
Snorri hefur Jón ekki lengur sér við hlið, er
eins og flest verði honum að óláni og endar það
með því að 10 árum eftir lát Jóns er það þessi
sami Gissur, sem lét höggva Snorra, föður
Jóns, í kjallaranum heima í Reykholti).
Það gerðist í sömu vikunum, að hin dapurlegu
tíðindi um andlát Jóns murts berast Herdísi
Bersadóttur á Borg og að hún má horfa á eftir
Hallberu dóttur sinni niður í gröfina. Þá stendur
Herdís ein eftir, roskin kona, afkomendalaus og
frændsnauð og andast tveimur árum síðar
(1233). Með þessu fólki rofnar hin óslitna
búseta afkomenda Egils Skalla-Grímssonar á
Borg og eru þá liðin 342 ár frá því er Skalla-
Grímur nam þar land.
Ólíkt er til samanburðar ævikvöld Herdísar
Bersadóttur og hið glæsta yfirbragð hinna fyrstu
Borgarfeðga, en þetta voru miklir breytingatímar og
það voru fleiri jarðir en Borg á Mýrum, sem höfðu
fylgt sömu ættinni í árhundruð, sem skiptu nú um
eigendur. Nokkru áður hafði þetta gerst með Grund í
Eyjafirði og Reykholt í Borgarfirði. Seinna töpuðu
Oddaverjar og Haukdælir sínum höfuðbólum, Odda
og Haukadal og enn síðar fóru Skógar undir
Eyjafjöllum sömu leið.
Þetta gat gerst vegna mikilla þjóðfélagsbreytinga,
sem voru bæði af innlendum og erlendum toga. Fyrst
skal nefna röskunina frá nokkuð góðu valdajafnvægi
höfðingjanna (goðorðsmannanna), þar sem einn
maður fór með eitt goðorð, yfir í það að einstakir
höfðingjar náðu undir sig mörgum goðorðum og þá
stundum um leið höfuðbólum annarra ætta. Mis-
skipting auðsins jókst. Það stuðlaði að enn frekari
upplausn að voldugir höfðingjar vildu illa lúta
íslenskum lögum og dómum, sumir skutu deiluefn-
um sínum til erlends konungs og kirkjuvaldið mat
meira erlend kirkjulög en íslensku lögin og kirkju-
valdið sölsaði undir sig nokkra kirkjustaði og náði að
flæma menn af ættarsetrum sínum. Síðar náði kon-
ungsvaldið líka undir sig „ættaróðulum“ sem sektar-
fé.
Af þessu mega íslenskir nútímamenn draga þann
lærdóm að virða lög landsins og að taka ekki
erlendar tilskipanir framyfir íslensk lög.
Framhald afbls. 2, Heimalands-Mangi og Hús-Mangi
Hafði hann þá með sér skreið á tveimur eða
þremur hestum, en suður kom Magnús úr kaupa-
vinnunni með smjör, tólg, ull og skinn, sem hann
seldi fyrir sunnan. Um 20 sumur stundaði hann þessa
kaupavinnu ásamt prangi sínu. Ekki taldi Þórður á
Tannastöðum hann vera neinn okrara, heldur dreng-
lyndan mann, er greiddi götu annarra með kaupsýslu
sinni.
Magnús fór alltaf ferða sinna um Sprengisand, og
var þá einn á ferð, sældist til þess og lenti þá í ævin-
týrum. Taldi hann sig hafa orðið varan við útilegu-
menn eitt sinn er hann tjaldaði að haustlagi sunnan
undir Hofsjökli. Reif hann þá hið snarasta niður tjald
sitt, lagði á hestana og reið sleitulaust nóttina alla og
fram á næsta dag og komst þá suður í Hreppa. Taldi
hann sig rétt hafa sloppið við verri kárínur og lagði
síðan af að fara í kaupavinnu norður í Iand.
Hús-Mangi
Magnús Magnússon fæddist að Heimalandi 27.
febrúar 1856. Hann ólst upp á Eyrarbakka og var
síðan lengi viðriðinn „Húsið“. Þaðan fékk hann
gælunafnið „Hús-Mangi“. Ekki er jafnmargt vitað
um Hús-Manga og Heimalands-Manga. Vitað er þó,
að Magnús var lausamaður í Garðbæ á Eyrarbakka
árið 1890. Hann var búsettur í Kirkjustræti á Eyrar-
bakka árið 1901, en þá sagður fjarverandi við
sjóróðra á Vestfjörðum.
Best hefur Jón Pálsson ritað um Magnús í
Austantórum. Fyrst í 2. bindi ritsins, þar sem fjallað
er um Eyrarbakkaverslun og P. Nielsen. Jón getur þar
vinnumanns Nielsens, Magnúsar Magnússonar frá
Sölkutóft.
„Hann var talinn einn hinna fræknustu formanna
austur þar og sá er flestum eða öllum bjargaði frá
drukknun, sem lentu í sjávarháska þar í veiðistöðinni
og bjargað varð ef skipi barst á. Hann var nefndur
„Hús-Mangi“ og var víða kunnur undir því nafni.
Enn skrifar Jón Pálsson um Magnús í síðasta
bindinu af Austantórum, er hann getur um vinnu-
menn í Húsinu.
„Var hann jafnan nefndur „Hús-Mangi“,
atkvæðasjómaður, sem bjargaði mörgum mönnum úr
sjávarháska þar á Bakkanum, lipurmenni hið mesta
og framúrskarandi skipstjóri. Frú Þorgrímsen,
kenndi honum „kverið". Þótti hann næmur, en frem-
ur skilningssljór“, Magnús Magnússon dó 18. mars
1914.
Helstu heimildir
Kirkjubækur Hraungerðisprestakalls
Kirkjubækur Villingaholtsprestskalls
Brynjólfur Ámundason: Ábúendatal Villingaholtshrepps I,
352 og 367
Guðni Jónsson: Bólstaðir og búendur í Stokkseyrahreppi, 63
Guðni Jónsson: Bergsætt II, 123-124
Guðni Jónsson: Saga Hraunhverfis á Eyrarbakka, 311
Guðni Jónsson: ísl. sagnaþættir og þjóðsögur VIII, 90-94
Jón Pálsson, Austantórur II, 94 og III. 79
http: //w w w. vortex. is/aett
15
aett@vortex.is