Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2004, Síða 20

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2004, Síða 20
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2004 Einar Ingimundarson: „Um ættfræðigrúskarafundi á Suðurnesjum“ Flutt á fundi Ættfræðifélagsins 27. nóvember 2003 Góðir félagar, Fyrir þó nokkru kom Ragnar Böðvarsson að máli við mig og óskaði eftir að einhver okkar ættfræði- grúskara á Suðumesjum segði fréttir af starfi okkar á fundi hér í kvöld. Þessu erindi kom ég á framfæri á næsta fundi hjá okkur og var það látið gott heita að ég segði fréttir af starfi okkar syðra, hjá Ættfræði- félaginu. En í stuttu máli þá felst starfsemin í því að við komum saman yfir vetrartímann einu sinni í mánuði, í Bókasafni Reykjanesbæjar og skal nú vikið að því nánar. Upphaf þessara funda er að rekja til þess að Ólafur H. Óskarsson formaður Ættfræðifélagsins, sendi mér bréf í ágúst árið 2000 þar sem hann fór þess á leit að ég hefði forgöngu um að koma þessum fundum á sem hér um ræðir og þá ætla ég að vitna til greinarkorns sem ég skrifaði í Fréttabréfið nóvember 2001, en ef ég man rétt birtist það ekki fyrr en 2002. Greinin var stutt og ætla ég að lesa hér kafla úr henni óbreyttan, en sleppa því sem ekki á við í dag, en flest af því sem ég skrifaði þá er enn í fullu gildi. Og hverfum nú til þess sem ég skrifaði haustið 2001. „Um ættfræðigrúskarafundi á Suðurnesjum“ I ágúst á sl. ári fékk ég bréf frá Ólafi H Óskarssyni formanni Ættfræðifélagsins og fór hann þess á leit að ég gerði tilraun til að kalla saman þá félaga Ætt- fræðifélagsins sem byggju á Suðurnesjum, til skrafs og ráðagerða einu sinni í mánuði að vetrinum. Mín viðbrögð voru hvorki hröð né snögg, en eftir að hafa hugsað málið rækilega og rætt það við ýmsa þá tók ég þá afstöðu að reyna þetta. Fékk því næst leyfi hjá forstöðumanni Bókasafns Reykjanesbæjar að við fengjum að koma þar saman að kvöldi til einu sinni í mánuði yfir veturinn. Fyrsta fund boðaði ég skriflega og sendi öllum skráðum félögum í Ættfræðifélaginu búsettum á Suðurnesjum bréf um fyrirhugaðan fund þriðjudags- kvöldið 7. nóvember 2000 kl. 20.00 og meðfylgjandi var ljósrit af bréfi formannsins svo tilgangurinn lægi ljós fyrir. Helsta niðurstaða fyrsta fundar var að stefna að því að halda þessa fundi fyrsta mánudag í hverjum mánuði, sem ekki bæri upp á helgidag eða annan almennan frídag. Sl. vetur voru þessir fundir haldnir eins og gert hafði verið ráð fyrir og voru þeir haldnir reglulega fram í maí. Af og til var fréttatilkynningum komið í bæjar- blöðin og vakin athygli á þessu starfi og því komið á framfæri að ekki væri skilyrði að vera í Ættfræði- félaginu til að sækja þessa fundi. Þá er komið að því sem flestir munu hafa áhuga á að vita. Hver er árangurinn af þessum fundum? Hann er að mínu mati umtalsverður. 1. Fólk hefur gaman af að koma saman og ræða sín hugðarefni. 2. Þeir sem styttra eru komnir geta spurt þá reyndari um hvernig þeir geti gert eitt og annað. 3. Þá hefur verið rætt um aðstöðu. Forstöðumaður Bókasafns Reykjanesbæjar hefur sýnt okkur ættfræðigrúskurum mikinn velvilja frá því fyrst var til hans leitað og er nú meðal annars unnið að því að koma þar upp fyrsta áfanga að skjalasafni á örfilmum (mikrofilmum). Þá ætla ég að útskýra nánar svarið í lið 1. Mönn- um finnst ef til vill það svar vera um of einfalt, en þetta er bara mál málanna í öllum félagsskap. Menn með svipuð hugðarefni stofna félög og koma saman til að ræða sín mál, sinna þeim og koma þeim í framkvæmd. Gagnsemi þessara funda er ótvíræð því ef einhver stynur því upp að honum gangi illa að hafa uppi á manni sem hann til nefnir þá veit einhver hinna oftast það mikið að eftirleikurinn verður auðveldur. Þá er við hæfi að geta um fundarsókn. Ekki er beint hægt að segja að fundir þessir hafi verið fjöl- sóttir, oftast hafa mætt rétt innan við tíu og stundum hefur tölunni tíu verið náð eða rúmlega það.“ Þetta skrifaði ég í nóvember 2001 og um þetta er ekki mikið meira að segja, en rétt er þó að bæta smá- vegis við. Bókasafnið keypti lesvél fyrir örfilmur, en sá galli var á gjöf Njarðar að í henni eru tvær linsur jafnstórar og stækka of mikið, þegar flett er í gegnum filmumar og hefur það enn ekki fengist lagað. A þessum vetri höfum við haldið tvo fundi, ekki fjölsótta og hefur fækkað um tvo hjá okkur sem sótt- um fundina nokkuð reglulega, annar flutti til Svíþjóðar en hinn í Hveragerði. 1 greininni sem ég skrifaði fyrir tveimur árum var getið um hvað við ræddum á þessum fundum: Því http://www.vortex.is/aett 20 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.