Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2004, Page 23

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2004, Page 23
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2004 Fyrirspurn til Guðjóns Oskars í fréttabréfi Ættfræðifélagsins 1. tbl. 2003 er birt áatal Sesselju Hreindísar Sigmundsdóttur, tekið saman af Guðjóni Oskari Jónssyni. Ég vil byrja á því að þakka Guðjóni fyrir framtakið. Ég hef það fyrir vana ef mér berst eitthvað álíka í hendur, þá ber ég það saman við það sem ég á í forritinu mínu og í þessu tilviki var ég harla ánægður. Þó get ég ekki neitað því að þegar ég kom að 46. grein þá var það fyrsta sem mér datt í hug. „Að nú bregðast krosstré sem önnur tré.“ Þar segir: „Hildur Salómonsdóttir f. 1708, húsfreyja Undirhrauni „Meðallandi", ekkja s.st. 1762. Faðir Salómon Oddsson, f. 1671, bóndi Seljalandi „Fljótshverfi“ og í Mörk. Hans foreldrar (vafalaust, innskot) Oddur bóndi í Mörk í Eyjafjallasveit, d. fyrir 1703, og kona hans Guðrún Eiríksdóttir, f. 1642, húsfreyja í Mörk. Húskona á s.st. 1703. í ættfræðiritinu Vestur Skaftfellingar er aðeins getið um eina Mörk, og það er Mörk á Síðu. Þar segir: Oddur d. fyrir 1703, bóndi í Mörk. Um konu hans segir: Guðrún Eiríksdóttir, f. 1642, Húskona í Mörk 1703. í manntali 1703 segir: Guðrún Eiríksdóttir f. 1642. Húskona í Mörk í Kleifarhreppi (hinum forna) 1703. Ég tel því lítinn vafa á að hér sé í öllum tilfellum átt við bæinn Mörk á Síðu. Enda eru öll börn þeirra Odds og Guðrúnar búandi í Vestur Skaftafellssýslu og tvö þeirra í Mörk á Síðu tímabundið. Ég vil samt, ef ég er að vaða einhvern reyk, biðja Guðjón Óskar að leiðrétta mig. Með vinsemd og virðingu Eyjólfur Ragnar Eyjólfsson Jökulgrunni 6, Reykjavík OIK« ættfræðiþjónustan ehf. ORG ættfræðiþjónustan ehf. Þjónustumiðstöð ITR v. Skeljanes Sími/fax 551 4440 Gsm 861 6792 -897 7175 org@simnet.is www.simnet.is/org Pistill eftir Pál Lýðsson: Astríður englamynd Ástríður hét niðursetningur í Hraungerðishreppi á yngri árum Guðjóns á Bollastöðum. Hún var rúmföst og Guðjón man vel hvað það var fallegt í kringum hana. Hún var hjá Önnu í Sölvholti, sem seinna fór að Sviðugörðum. Ekkert vissi Guðjón hverra manna Ástríður var, en þegar hún dó var kveðið fallega um hana: Ástríður englamynd er nú skilin við. Hún fór upp með hefðarsið. Henni taktu við! Ástríður Guðmundsdóttir var fædd í Reykjavík 17. júlí 1836 og dó 2. september 1918. Foreldrar hennar voru Guðmundur Pétursson, Grímssonar á Galtastöðum í Gaulverjarbæjarhreppi, og kona hans, Ragnheiður Guðmundsdóttir, tukthúsráðsmanns í Reykjavík, Þórðarsonar. Systkini Ragnheiðar voru Helgi G. Þórðarson biskup og Steinunn, en dóttir hennar með Ögmundi Sívertsen presti á Tjörn og Ólafsvöllum var Kolfinna húsfreyja í Hjálmholti og Langholti í Flóa. Guðmundur Pétursson var síðar útvegsbóndi og kaupmaður í Innri-Njarðvrk og lést ungur 1845. Ástríður varð síðan tökubarn hjá Sveinbirni Ólavsen kaupmanni í Ólavsens höndlunarhúsi í Keflavík. Maður Ástríðar varð Guðmundur Magnússon frá Reykjavöllum, er þar bjó 1865-1866. Bjuggu þau á undan og eftir í Vogunum, lengst af í Steinsholti. Áttu þau fjögur börn og var eitt þeirra, Ragnheiður, fædd á Reykjavöllum 24. des. 1865. Guðmundur dó 1879, og 1888 kom Ástríður í Hraungerðishrepp frá Steinsholti í Kálfatjarnarsókn. Hún hefur misst heilsuna um það leyti og árið 1890 var hún niðursetningur á Langsstöðum 52 ára gömul. Árið 1901 var hún niðursetningur í Ölvesholti og víðar hraktist hún. Frá Túni kom hún að Sölvholti árið 1908 og þaðan fór hún ekki lifandi. Ketill Arnoddsson bóndi á Brúnastöðum mundi þau Guðmund og Ástríði. Guðmundur var sonur Magnúsar Símonarsonar frá Laugardælum, sem bjó á Reykjavöllum í Laugardælahverfi 1819-1865. Er hann lauk búskap sínum vildi Guðmundur taka þar við, en sneri eftir árið aftur í Vogana, þar sem hann dó 29. mars 1879. Ágúst Þorvaldsson hefur þetta eftir Katli: „Guðmundur hafði búið suður í Vogum í 9 ár, en fluttist þá að Reykjavöllum og tók við hjá föður sínum og bjó í eitt ár, en fór þá aftur suður í Voga. Ástríður kona hans var á efri árum lengi niðursetningur hér í sveit og átti heima í Sölva- holti.“ http://www.vortex.is/aett 23 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.