Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2005, Blaðsíða 7

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2005, Blaðsíða 7
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2005 60 ára afmœlisfundur Ættfrœðifélagið hélt upp á 60 ára afmælið á aðalfundinum 24.febrúar sl. Eftir hefðbundin aðalfundarstörf var boðið upp á glœsilegar veitingar og Jón Valur Jensson fv. formaður Ættfræðifélagsins rakti sögu þess og minntist fallinna frumkvöðla. Félagið stóð fyrir sýningu á ættargripum, og öðrum ætt- frœðiheimildum; myndum, úrklippum, œttrakn- ingum, gömlum bréfum, dagbókum og skjölum. Fjölmennt var og áttu menn mjög ánœgjulega kvöldstund við ættfræðispjall og afmœliskajfi. Guðfinna Ragnarsdóttir flutti félaginu heillaóskir. Hún sagði að sér þætti afar vænt um þetta félag og þakkaði félögum sínum mjög ánægjulegar stundir þau 20 ár sem hún hefur verið í félaginu. Það var Skyldu þau vera að ræða um Hjartarættina sem senn keinur út, þau Hörður Einarsson stjórnarmaður og Kristín Hjartar? Þórður Tyrfingsson, fráfarandi gjaldkeri, og Þuríður Kristjánsdóttir ritstjóri Borgfirskra æviskráa gæða sér á afmæliskræsingunum. fyrst þegar ég fékk áhuga á ættfræði sem ég skildi hvað það er að hafa raunverulegan áhuga á einhverju, sagði Guðfinna. Hún undirstrikaði að samvera sín við félagana hefði verið sér ómetanleg. í Ættfræðifélaginu hefði hún fundið sálufélaga, þar fengjust svör við flestu og þar deildu menn áhuganum á efninu. Hún sagðist þó sakna yngri kynslóðarinnar og hafði áhyggjur af fækkandi félagafjölda og dræmri fundarsókn. Hún sagðist lengi hafa talað fyrir breikkaðri sýn á ættfræðina og nú þegar ættrakningarnar eru að stórum hluta aðgengilegar í Islendingabók væri komið að því að safna fróðleik um einstaklingana. „Fá meira kjöt á beinin“ eins og hún orðaði það. Gaman væri að leita ættareinkenna bæði í skapferli og útliti, fylgja forfeðrunum á þeirra lífsferli í gegnum kirkjubækur, dómabækur, skiptabækur og fleiri heimildir. Því mörg væri matarholan, ef vel væri Ieitað. Guðfinna minnti fundarmenn einnig á þeirra eigin ábyrgð, sagði að okkur, sem erum á miðjum aldri og höfum yfirsýn til beggja átta, bæri skylda til að skrá og varðveita ættarfróðleikinn. Hann fælist í sögum og sögnum, myndum og mannlýsingum, skjölum, dagbókum, nöfnum, ferðum á ættarslóðir og mörgu fleiru. -Það er okkar að koma ættarfróðleiknum á framfæri við börn okkar og barnaböm. Þannig treystum við ræturnar og gefum bömunum okkar sögu og samhengi. Hún tók sem dæmi dóttursyni sína sem eiga sex af átta langömmum og langöfum á lífi, sem flest muna afa sína og ömmur og jafnvel langafa og langömmur. Ef sá fróðleikur varðveitist og kemst til þeirra bamabarna spannar sú þekking hvorki meira né rninna en átta eða jafnvel níu ættliði!! Þvílíkur Sr. Gísli Kolbeins óskar Ættfræðifélaginu allra heilla á 60 ára afmælinu. http://www.vortex.is/aett 7 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.