Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2005, Blaðsíða 22

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2005, Blaðsíða 22
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2005 Fréttabréfsins til margra ára er Guðfinna Ragnars- dóttir, en ritnefndina skipa, auk Guðfinnu, Olafur H. Oskarsson og Ragnar Böðvarsson. Abyrgðarmaður er Eiríkur Þ. Einarsson. Ættfræðifélagið heldur úti heimasíðu, www.vortex.is/aett. Um heimasíðuna hefur Þóður Tyrfingsson, gjaldkeri félgsins séð. Töluverð umferð er á síðunni og hafa margar fyrirspurnir borist til félagsins um spjallsíðuna. A síðunni birtast upplýs- ingar um hvað er framundan í starfi félagsins, m.a. um félagsfundi, opið hús o.s.frv. I ár höldurn við upp á 60 ára afmæli Ættfræði- félagsins. Samkvæmt gamalli fundargerðarbók var fyrsti undirbúningsfundur undir stofnun mannfræða- og ættfræðifélags haldinn 22. febrúar 1945 og skyldi hann skoðast sem stofnfundur Ættfræðifélagsins. Útgáfumál Félagið hefur gefið út manntölin 1801, 1816, 1845 og útgáfa er hafin á manntalinu frá 1910 og þegar hafa komið út 6 bindi. Ef við höldum áfram útgáfu á því með sama hraða og verið hefur, verðum við yfir 30 ár að gefa það út. Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um að hætta útgáfunni og unnið verður áfram að undirbúningi næstu binda. Hvort þau verða síðan gefin út verður ekki ákveðið hér og nú, heldur ræðst það af fjárhag félagsins og hvort styrkir til útgáfunnar fáist. Þó er fullljóst að upplag verður ekki nema hálft á við upplag þeirra binda sem þegar hafa verið gefin út af því. Unnið verður að því að koma félaginu á fjárlög svo unnt verði að halda útgáfunni áfram, en það er forsenda fyrir áframhaldandi bókaútgáfu á vegum félagsins. Látnir félagar á árinu 2004 Sigfinnur Sigurðsson f. 16. 2. 1937 Jón Ólafur Ólafsson f. 4.11.1932 Bjami M. Sigmundsson f. 2.3 1933 Guðmundur Friðgeir Magnússon f. 2.5.1927 Fyrirspurn Eftirfarandi fyrirspum barst Ættfræðifélaginu frá Carolyn Alberta í Kanada. Við erum að leita að ættingjum Isfeld fjölskyldunnar. Við höfum fundið Pál Eiríksson Isfeld sem fæddur var í desember 1864. Ef einhverjir hafa upplýsingar um foreldra hans eða aðra ættingja værum við þakklát. Svar óskast sent til jci@shaw.ca og Ættfræðifélagsins aett@vortex.is Framtíðin Margir ákváðu að með íslendingabók mundi ættfræðin leggjast af, búið væri að gera allt sem gert verður í ættfræði þar með. En það virðist aldeilis ekki vera. Fólk um allt land er enn að rekja ættir sínar. Það má segja að tími sé kominn til að grúska enn meira í ættfræðinni og dýpra, reyna að finna söguna á bak við persónumar svo þær verði meira en nöfn á blaði, ásamt fæðingardögum. I alltof margar ættfræðibækur og þá sérstaklega stéttatöl, vantar fæðingarstaði og dánarstaði. Það gerir stundum erfitt fyrir um leit að uppruna fólks. Einnig vantar menntun og starfssvið fólksins. Margir voru auðvitað bændur og flestir reyndar fyrir aldamótin 1900 og fyrr, en síðar hefur það breyst mikið. Eitt af því sem stendur fyrir dyrurn er að gera manntölin aðgengileg á netinu og er það vel og ekki seinna vænna. Manntöl á myndum Nýlega birtist í sænsku ættfræðiblaði grein um myndun á kirkjubókum með stafrænum hætti. Ungum mönnum datt í hug að fara þessa leið, fengu leyfi hjá skjalasöfnum til að mynda bækumar gegn því að safnið fengi eintak endurgjaldslaust og síðan selja þeir bækumar á geisladiskum við mjög sanngjömu verði. Ef þetta yrði gert hér yrði ættfræðigrúsk enn auð- veldara en það er nú, allar kirkjubækur og aðrar prests- þjónustubækur á tölvutæku fonni ásamt manntölum og allt í upprunalegri mynd, en bækumar sjálfar fengju hvfld frá grúskurunum sem í tímans rás hafa sett kaffi- og neftóbaksbletti á verðmætar bækumar sem auðvitað yrðu myndaðir ásamt upplýsingunum á bókunum. Þetta sænska verkefni er lýsandi fyrir hvað hægt er að gera í þessa vem. Ljósmyndaðar em um 5000 blaðsíður á dag, en ég veit ekki hvað prestsþjónustu- bækur hér em samtals margar blaðsíður, en þó held ég að varla ætti að taka lengri tíma en eitt ár að gera þetta, að undirbúningstíma loknum, fáist einhver til þess. Franz Gíslason, ritstjóri hinnar nýútkomnu Grasaættar, kynnti bókina á félagsfundi Ættfræöifélagsins og afhenti félaginu eitt eintak. Grasaættin fjallar, eins og fram kom í síðasta blaði, um niðja Þórunnar Gísladóttur Ijós- móður og grasakonu og Filippusar Stefánssonar bónda og silfursmiðs. Hér sést Eiríkur Þ. Einarsson formaður Ættfræðifélagsins taka við gjöfinni. http ://w w w. vortex .is/aett 22 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.