Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2005, Blaðsíða 20

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2005, Blaðsíða 20
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2005 Athugasemdir af ýmsum toga Tilefni: Greinar í Fréttabréfinu í jan. 2005 i. Forsetningar bæjarnafna o.fl. Sbr. grein Magnúsar Ingvarssonar bls. 18. Ritið Svarfdælingar (búendatal) kom út árið 1976. Höfundur: Stefán Aðalsteinsson f. 1920 d. 1975. Dr. Kristján Eldjárn, forseti Islands, ritaði inngangsorð. Þar segir svo m.a.: „Algengt er í bókum að ruglingur verði á forsetningum í og á með bæjarnöfnum. Ógerningur er nema þeim sem þaulkunnugur er að vita hvort heldur er notað á hverjum stað. Stundum er þetta ekki heldur tvímœlalaust meðal heimamanna sjálfra, og erþá ekki við góðu að búast. Hér hefur verið reynt aðfara sem nœst hinu rétta, en „rétt“ telst það sem almennt er notað af innansveitarmönnum. En þess er nánast sagt engin von, að hér verði ekki einhver ruglingur á, sérstaklega þegar getið er bœja utan Eyjafjarðar- sýslu, en jafnvel einnig þar sem verið er að tala um bæina í Svarfaðardal sjálfum. Aðstandendur bókarinnar vonast til þess að slíkt verði virt á betri veg, þegar menn hugleiða eðli þessa máls “. Við þetta er litlu að bæta. Það er betra að sleppa forsetningum en að nota þær rangt. Forsetningar bæjarnafna gefa engar upplýsingar en lengja málið. Þá er það bóndinn Asbjöm. Hann var Jörinsson, en ábýlisjörð hans var Bjamastaðir Selvogi. Þetta er í samræmi við þátt minn í októberblaði Frétta- bréfsins 2001, Aatal Hannesar Þorsteinssonar þjóðskjalavarðar 29. gr. 6 bls. 15. Aðalheimildin er Lögréttumannatal bls. 277 við nafn Jóns Gíslasonar Hæringsstöðum. n. Jónar tveir Bjarnasynir Sbr. grein Páls Lýðssonar: Um faðerni Margrétar Jónsdóttur bls. 22 - 23. Jón Bjarnason, bamsfaðir Þuríðar Eyleifsdóttur (Borgf. æviskrár II. bls. 307), var enn vinnumaður Hjálmholti við Manntal 2. febr. 1835. Árið 1824 kom til Hraungerðissóknar Jón Bjamason. Ekki er þess getið í prestsþjónustubókinni, til hvaða bæjar hann kom né hvaðan hann kom. Enginn aldur greindur. Sennilega er hér um fyrmefndan Jón Bjamason að ræða. Jón Bjarnason, bóndasonur Tjörn Biskups- tungum, var enn vinnumaður föður síns við Manntal 1835. Jón kvæntist 25. maí 1830 Margréti f. 1797 Egilsdóttur, bónda Bjarnastöðum Selvogi 1816, Jónssonar. Jón og Margrét höfðu slitið samvistir 1835. Margrét var heima Bjarnastöðum það ár. Jón Bjarnason var síðast próventumaður Klausturhólum Grímsnesi. Hann dó 20. apr. 1852. Guðmundur f. 1695 á lífi 1773, bóndi Kópsvatni, var Þorsteinsson. III. Fyrirspurn Sigríðar Unu Eiríksdóttur Bls. 17 í Fréttabréfinu. Um Guðrúnu Sigríði Guðmundsdóttur er það vitað, að hún er dáin fyrir 1. des. 1910. Hún er farin frá foreldrum 1902 og finnst ekki með þeim eftir það. Foreldrar G.S.G. voru í húsmennsku Svertingsstaðaseli Melstaðarsókn Hún. 1906 - 1909. Við Manntal l.des. 1910 voru þau í húsmennsku Reynhólum Staðarbakkasókn Hún., heimili nr. 6546 í Manntali 1910 (tölvuunnið rit í Þjóðskjalasafni). Við áðumefnt manntal telja hjónin börn sín vera tvö á lífi, en fjögur dáin. Guðjón Oskar Jónsson Ættfræðibækur til sölu MANNTAL Á ÍSLANDI 1801-3 BINDI OG NAFNALYKILL AÐ ÞVÍ, MANNTAL Á ÍSLANDl 1816 - 5 BINDI (vantar 2. bindi), MANNTAL Á ÍSLANDI 1845-3 BINDI, MANNTAL Á ÍSLANDI 1910- 6 BINDI ÍSLENZKAR ÆVISKRÁR - 6 BINDI (Jón Guðnason), FRAMÆTTIR ÍSLENDINGA (Sigurgeir Þorgrímsson), 25 ÆTTARTÖLUR (Dr. Ari Gíslason), BÆJARÆTTIN (Ari Gislason), TRÖLLATUNGUÆTT - 4 BINDI, PÁLSÆTT- 3 BINDI, NIÐJATAL: SÉRA HALLGRÍMS PÉTURSSONAR OG GUÐRÍÐAR SÍMONARDÓTTUR - 2 BINDI í ÖSKJU VESTUR ÍSLENZKAR ÆVISKRÁR M/MYNDUM (Jónas Thordarson), NIÐJATAL : BENJAMÍNS JÓNSSONAR OG KATRÍNAR MARKÚSDÓTTUR Á HRÓFBJARGAR- STÖÐUM. NIÐJATAL : SÉRA JÓNS BENEDIKTS- SONAR OG GUÐRÚNAR KORTSDÓTTUR, NIÐJA- TAL : GUNNLAUGS BJÖRNSSONAR, BÓNDA Á ÓSPAKSTÖÐUM í HRÚTAFIRÐI OG EIGINKVENNA HANS:SIGRÍÐAR BJARNADÓTTUR OG GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR (Friðrik Theodór Ingþórsson), GUÐ- FRÆÐINGATAL 1847-1976 (Björn Magnússon), FRÆNDGARÐUR - (Bjöm Magnússon) - NIÐJATÖL RÓSU BRYNJÓLFSD. - JÓNS SALÓMONSS. - ODDS BJARNASONAR - SÓLRÚNAR ÞÓRÐARD.- SIGURÐ- AR SIGURÐSS. m/ bókarauka eftir Bjarna Jónsson, FRÆNDGARÐUR 11 - (Björn Magnússon), FRAM- ÆTTIR CHARLOTTU JÓNSDÓTTUR OG BJÖRNS MAGNÚSSONAR, ÆTTARÞÆTriR FRÁ BIRNI SÆMUNDSS. HÓLI, - GÍSLA HELGAS. NORÐUR REYKJUM - KJARTANI JÓNSS. KRÓKI (Jóhann Eiríksson). BREIÐFIRZKIR SJÓMENN I OG 11 (Jens Hermannson), DALAMENN 111. BINDI a og b (Ljósritað í gormabók), VESTUR SKAFTFELLINGAR 1703-1966 (án kápu) Og AUKA BÓK UM ÆTTIR SÍÐUPRESTA Viðbætur og lagfæringar (Bjöm Magnússon) Upplýsingar gefur: Kristín Gunnbjörnsdóttir sími 692 3129 http://www.vortex.is/aett 20 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.