Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2005, Blaðsíða 18

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2005, Blaðsíða 18
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2005 e/s/M 'J. '0<’/'/Wy/ BFA (Hons.) (Man.), BIPh (Iceland) GENEALOGIST / ANTIQUARIAN - ICELANDIC ANCESTRAL RESEARCH - Eyrarbakki Icelandic Heritage centre tfq</a /SuA/icatÖM& tfte&earcA Box 925, Arborg Manitoba, Canada ROC OAO Ph. (204) 378-2758 Ættfræðifélaginu hefur borist eftirfarandi bréf frá Nelson S Gerrard, þeim mikla fræðimanni og ættfræðingi í Kanada. 6. janúar 2005 Kæru Ættfræðifélags- menn og konur, Hér með sendi ég enn á ný ársgjald mitt, sem ég fékk tvésvar endursent - í fyrsta skipti sem „undeliverable mail“ og í seinna skipti með endur- senda ávísun mína, sem kvaðst ekki gilda á Islandi!! Ég sendi því nú „International Money Order“ samkvæmt ábendingum og vona að þið fáið þetta. Um leið vildi ég þakka Ættfræðifélaginu fyrir allt gott og þar meðal annars fyrir Fréttabréfið dagsett Mars 2004. Þar las ég með athygli um tvennt sem vakti hjá mér áhuga. A annað borð var gamla myndin af Vesturfarahjónunum Birni Jónassyni og Sigríði Kristjánsdóttur sem fylgdi sögunni um Guðnýju dóttur Jóns-Blinda. Bæði var það myndin sem ég þekkti sem ljósmynd eftir Jón Blöndal frá Winnipeg (sem fór nokkrum sinnum suður til North Dakoda til að taka þar myndir, en hafði stofu sína í Winnipeg), og svo var það saga Guðnýjar, sem ég kenni fáein deili á. Ég er með dagbók sem Jón, sonur Kristjáns Jónssonar, skrifaði á árunum 1883-1885, en hann nefnir ekki Guðnýju. Þó getur hann þess að Kristján faðir hans hafi fengið bréf frá Kristjáni í Úlfsbæ. En svo kannaðist ég líka við það að Guðný hefði orðið kona Askels Bergmanns, og átt nokkra syni, en ljósmynd af Guðnýju og Áskatli er að finna á safninu á Húsavík, svo og mynd af fjórum sonum þeirra hjóna. Báðar myndir eru eftir Jón Blöndal frá Winnipeg en voru teknar suður í Dakoda. Númerin á þessum myndum eru 1635 /1-2 og 1635. Svo fannst mér efnið um Stein Dofra áhugavert, og hérmeð sendi ég ljósrit af tveimur bréfum sem ég á eftir hann - annað héðan frá Manitoba og hitt skrifað eftir heimför hans. Þar í finnst ýmislegt fróðlegt um heimsviðhorf Steins. Eitthvað vantar af öðru bréfi. Mér finnst merkilegt starf hans á árunum hér vestra, en margar ættfræðilegar greinir eftir hann birtust í tímaritinu Syipa sem gefið var út hér, ritstýrt af Sigtryggi Jónassyni sem þá var á elliárum hans í Árborg og Riverton. Að lokum vildi ég nefna það, að ef menn eru að leita að vissum bókum, gömlum, hvort sem er kveðskapur, saga eða hvað sem er, eru þeir velkomnir að hafa samband við mig með tölvupósti á eyrarbakki@hotmail.com. Ymsar bækur á ég, fleira en eitt eintak og væri til í að selja og koma því heim til Islands. Beztu þökk Nelson Gerrard „Þorbergur verður búinn að kæfa hana í krökkum.. Hérfara á eftir brot úr tveim sendibréfum Steins Dofra til œttingja sinna á Heklu eyju sem Nelson Gerrard sendi Fréttabréfi Ættfræði- félagsins. Hið fyrra er dagsett vestanhafs 16. apríl 1928 og hið síðara í Reykjavík 11. október 1954. Brot úrfyrra bréfinu: Mrs B Kjartanson Hecla Po Man. Kæra frændkona Beztu þakkir fyrir bréf þitt frá 4. apríl s.l. Það gladdi mig að sjá að þið eruð þó öll enn á http://www.vortex.is/aett 18 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.