Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2005, Blaðsíða 8

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2005, Blaðsíða 8
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2005 fjársjóður. Munum því að spyrja, safna og skrá meðan einhverjir eru til frásagnar, sagði Guðfinna að lokum. Ingibjörg Tönsberg tók undir orð Guðfinnu og sagðist alltaf sjá eftir því að hafa ekki hlustað á orð ömmu sinnar sem bað hana að skrá niður ættarfróðleik. En ég var ung og áhugalaus og svo var það orðið of seint. Eiríkur Þ. Einarsson formaður tók einnig í sama streng. Sagði að nú væri tími til korninn að glæða ættrakningarnar lífi. Okkar gömlu, góðu frum- kvöðlar hefðu með elju og ómældri vinnu og nákvæmni lagt grunninn með ættrakningum sínum, nú væri það okkar að bæta við og breikka ættarfróðleikinn. Ábyrgðin væri okkar allra og það væri ekki eftir neinu að bíða. Auðunn Bragi Sveinsson flutti Ætt- fræðifélaginu frumort ljóð í tilefni afmælisins: Ættfræðifélagið 60 ára Ættvísi er elst affrœðum Islendingsins, hvar semfer. Einatt hana um við ræðum, er við saman komum hér. Þarna geymist þjóðarsaga; þarnafæst við mörgu svar. Ættvísin er alla daga undirstaða menningar. Lengst af, alltfrá landnámstíðum, lifa ættartengslin sterk. Ættvísin er ennþá lýðum undirstaða heil og merk. Sturlunganna öldin óða ættarinnar sýndi mátt. Islendingar, afhragð þjóða ættvísina stunda þrátt. Ættfræði við sýnum sóma; svo mun einnig verða gert. Okkarfélag er í hlóma; allt er starfið mikils vert. Sextíu við árin eigum inni - geymd í minjasjóð. Framtíðar svoför við greiðum fyrir okkar land og þjóð. Jón Valur Jensson flytur Auðunn Bragi Sveinsson hátíðarávarp á 60 ára flytur Ættfræðifélaginu afinælisfundinuin. frumort Ijóð. Fundargestir skoða sýningu ættfræðigripa og skjala. Ásgeir Svanbergsson setur upp ættardrambssvip að vestan við mikinn fögnuð viðstaddra. Þrír formenn, Halldór Halldórsson, Eiríkur Þ. Einarsson og Jón Valur Jensson. http://www.vortex.is/aett 8 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.