Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2005, Blaðsíða 4

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2005, Blaðsíða 4
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2005 Hannes Hafstein (lengst t. v.) ásamt konu sinni Ragnheiði, Kristjönu móður sinni, Sigurði elsta syni sínum og Marínó bróður sínum. Mvndin er tekin á Isafirði. Gísli Brynjúlfsson, dósent í Kaupmannahöfn, skrifaði grein um Pétur Havstein í Heimdall árið 1884. Þar segir hann að Hafsteinarnir séu að lang- feðgatali komnir frá Heine Hafreka, sem var norskur maður frá Sunnmæri. Heine Hafreki fór á báti frá heimabyggð sinni og hrakti til Færeyja. Heine var Jónsson, en Færeyingar kölluðu hann Heine Hafreka af því hann kom rekandi af hafinu. Þessi Heine Hafreka varð merkismaður í Færeyjum, prófastur og varabiskup. Synir hans tveir urðu líka merkir menn. Annar þeirra var Jón Heineson, lögmaður Færeyinga og hinn var Magnús, meiriháttar sægarpur. Sá síðarnefndi fór í leiðangra um Atlandshaf fyrir Danakonung og varð sjóræningi. Hann var tekinn af lífi 1589 í Kaupmannahöfn. Hann hefur því verið samtímamaður Jóns biskups Arasonar. Og sjálfsagt eru allir Færeyingar komnir út af þessurn mönnum. Gísli Brynjúlfsson segir að Hafsteinar séu komnir af þessum mönnum í ættir fram, en rökstyður það ekkert nánar. Þegar Gísli skrifar þetta í Heimdall 1884 eru tvö börn Péturs í Kaupmannahöfn og fleiri ættingjar þeirra. Vafalaust er þetta byggt á sögnum þeirra og vitneskju. Síðan hefur þetta verið haft fyrir satt og er endurtekið í mörgum bókum. Hafstein á netinu Eg fór inn á danskt net og leitaði að „Hafstein" á leitarvefslóð. Síðan komst ég inn á ættarslóð sem heitir anetavlen.dk. Þar er vettvangur danskrar ætt- fræðirannsókna, þar getur maður flett upp ýmsu, sent fyrirspurnir og fengið svör. Þar er meðal annars hægt að fletta upp ættarnöfnum og þarna fann ég Haf- steina. Eg fann tvo afkomendur þessarar ættar sem hafa verið að grúska í sínum ættum. Annar er Henri Wolbrandt afkomandi Marinós Hafstein, bróður Hannesar. Hann hefur á þessari vefslóð (anetavlen.dk) rakið karllegginn allt aftur til Heine Hafreka og er bara einn veikur hlekkur á leiðinni. Ættrakning hans er svona: 1. Heine Jónsson Haf- reki, 2. sonur hans Jón Hafreki lögmaður Færeyja, síðan 3. Heine Jónsson sonur Jóns, þá 4. Jón Heine- son sem var fógeti á Austurey. Svo kemur veiki hlekkurinn, meintur sonur hans er Níels Heineson í Kaupmannahöfn, en hans sonur er Jakob Níelsson Heineson, einnig í Kaupmannahöfn. Arið 1738 sækir þessi 6. ættliður, Jakob Nielsson Heineson, um borgarbréf í Kaupmannahöfn og fær það. Þá er ekki nógu fínt að heita bara Jakob Níels- son Heineson, svo hann sækir um borgarabréf undir nafninu Jakob Níelsson Heineson-Havsteen. Líklega er þama kominn uppruninn að Hafsteinsnafninu og nafnið kannski dregið af dröngunum í Færeyjum. Allavega tekur Jakob sér nafnið Heinesen-Havsteen. Hann er öltappari í Kaupmannahöfn sem er auðvitað ekkert annað en knæpueigandi. Dönsk kjallaraknæpa Þegar Jakob deyr er ekkjan hans skráð í St. Peters- stræti, svo sennilega hefur þetta verið kjallaraknæpa eins og var svo algengt í Kaupmannahöfn. Sonur Jakobs heitir Níels Jakobsen, það er vafamál hvort hann hefur notað Havsteens-nafnið. Hann fór í siglingar sem ungur maður, komst til Indlands og gerðist síðan skipasmiður í Hólminum í Kaupmanna- höfn. Hann fær jafnframt leyfi til að verzla með syk- ur og sýróp. Sennilega hafa það verið verzlunar- http ://w w w. vortex. is/aett 4 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.