Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2005, Blaðsíða 17

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2005, Blaðsíða 17
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2005 mannkostum því vel er hann það að vexti.. Hann er nú 5 barna faðir er þetta er skrifað. Báðir þessir bræður eru hreppstjórar á Rangárvöllum. Aðurgreind hjón Stefán og Guðrún bjuggu á Heiði í 10 ár, fóru þaðan að Keldum, það sumar sem Hekla brann, þ.e. 5. apríl 1766. A Keldum bjuggu þau svo í tíu ár. Minnkuðu þá efni hjá þeim sem öðrum, því fjárpestin geysaði á þeint árurn yfir 3 fjórðunga landsins að hverri landsplágu mörgum varð mein og skaði. „Því sveltur sauðlaust bú“., segir máltækið, samt liðu þau öngan harka né börn þeirra eða hjú. En nær sú landsplága var að fullu upprætt að boði konungs og yfirvalda tilsjón þá batnaði aptur í búi. Hér að auki má þess og geta, að í þessari sauðleysis tíð er þau á Keldum bjuggu, tóku þau til uppfósturs tvö að heita nýfædd stúlkubörn, bróðurdóttir hans og systurdóttir hennar af sinni fátækri systur. Þessi bæði stúlkuböm uppólu þau, sem sín eigin börn, vel og sómasamlega allt til þess þær voru fullorðnar að aldri eða hér um 30 ára. Frá Keldum fluttu þau sig að Arbæ í sömu sveit, hverja hann fékk í makaskiptum fyrir..Kirkjulæk í Fljótshlíð (er hann hafði keypt af tveimur sínum bræðrum Eiríki og Höskuldi, báðum fátækum)... Á Árbæ bjó hann til síns dauða sem voru 25'A ár og varð þar aptur góður efnamaður af lifandi og dauðum hlutum...... Nú eptir fylgir að síðustu að tala um þessa sæla mans lífs framgöngu og lífs útgöngu. Stefán sál. Bjamason var á vöxt hærri en meðal- maður, en þó ei með hæstu mönnum, rétt og fallega vaxinn (áður en ellin beygði hann) andlitsfríður maður, gulbjartur á hárslit (höfuðs og andlits og hafði hár í frekara lagi, mjög lítið hrokkið) áður en ellin litaði það með sínum hvíta jarfa. Hann var guðhræddur maður hafandi góða og siðlega stjóm og skikkan í sínu húsi, allri óráðvendni í orðum og verkum frá sneyddur, (svo mikið sem um mann má segja í þessum dauðlega líkama) leið það og ekki heldur áminningarlaust þeim sem hann var yfirskip- aður (það er að segja hjúum og bömum) ef af vissi. Hann var hversdagslega gæfur, en þó skikkanlega glaður og gamansamur, þá eitthvað gamansamt undir bar. Öngan sjálfbyrginsskap lýsti hann sig þó honum gengi að óskum en þolinmóður var hann í öllum mótgangi. Konu sína elskaði hann og virti, það næsta hann kunni eptir guðs boði svo og ól upp sín og annara börn í sama máta, í Guðs ótta og góðum siðum. Hann var frómur, sannorður, tryggur. I því hann lofaði var hann viss og enti það. Hafði ei bróður skarpleiksgáfur en var sinnugur og nærgætinn að marga hluti, sem hann til gat og ei voru framkomnir. Hann var húslestrafær, að kalla, en óskrifandi. Á tré og jám sem til búskapar þurfti sæmilega hagur, ekki síður að sér í veraldlegum en andlegum hlutum, vel greindur og nærgætinn í öllum búiskaaparháttum. Ekki af náttúrunni stórörlátur en þar hjú við alla þurfandi sem hann beiddu greiðugur og góðvikinn svo vel á æta sem óæta hluti. Ráðhollur öllum sem þess á leit við hann fóru, frásneiddur okri í allri höndlun, sem og öllum óþarfa kaupskap, vildi hafa rétta vigt og mælir, hirðin og hreinlátur utan og innan bæjar á heimili sínu, burðamaður í frekara lagi og mikill erfiðismaður til lands og sjávar á æskuárum.... Hélt fátæka eptir landslögum og venju. Hann var og sjálfur hreppstjóri hér um 1770 og hélt því embætti í 8 ár. Á hans efri ámm fór heilsu hans að hnigna so hann hætti öllum stritverkum en var þó aldrei iðjulaus svo ei hefði eitthvað sem léttbært var handa á milli, nálægt fram til þess viku áður hann deyði. Hér um viku áður en hann andaðist, fann ég hann í síðasta sinn á sínu heimili. Sá ég hann þá í fyrsta sinni alveg yðjulausan í sæng sinni alklæddan og sæmilega vel hressan, eptir sinni náttúm um stuttan kvöldvökutíma.... Ég fór burt og kvaddi hann þar á hlaðinu og sagði einhverjum á leiðinni sem að honum spurði að nú hefði ég séð hann í síðasta sinni. Hann var jarðaður.......í Keldnakirkjugarði hjá foreldrum sínum með yfirsöng þingaprests sama- staðar sr. Runólfs Jónssonar..Þessi maður Stefán sál Bjarnason var sá fyrsti sem séra Runólfur Jónsson söng til moldar í Keldnaþingum, því honum voru veitt þau seint á sumri 1801. Um Sigurlaugu Magnúsdóttur á Stóru-Laugum Framhald afhls. 12 Ein dóttir Halldórs á Hróarsstöðum hét Hugrún. Hennar maður hét Magnús, ættaður að sunnan. Bjuggu þau að Bimingsstöðum í Laxárdal. Ein þeirra þriggja dætra var Sigurlaug. Hún átti Amgrím Bjömsson frá Stóru-Laugum í Reykjadal. Björn var sonur Arngríms Hrólfssonar sýslumanns. Dóttir Arngríms og Sigurlaugar var Hugrún á Víðivöllum sem átti Jón Indriðason sem áður var getið um. Seinni maður Kristínar, systur Indriða í Leifs- húsunt var Sigurður Jóhannesson á Draflastöðum. Þeirra börn voru: 1. Indriði í Grímsgerði, átti hann fyrir konu Kristínu Sigurðardóttur, hálfsystur Jóns á Gautlöndum. 2. Sigurbjörg kona Sigurðar Bjarna- sonar á Draflastöðum. 3. barnið var Guðrún Sigurðardóttir, seinni kona Sigurðar gamla Þórsteinssonar, sem bjó á Þóroddsstað, Þverá og víðar. Jórunn á Vatnsleysu átti tvo Jóna fyrir eiginmenn. Sá sem hún átti fyrr var Jónsson og var faðir Arngríms og Halldóru. Sá seinni Jón var Kristjánsson ættaður úr Eyjafirði. Þeirra dætur Guðný á Sörlastöðum, Margrét í Lundi og Jóna. http://www.vortex.is/aett 17 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.