Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2005, Blaðsíða 11

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2005, Blaðsíða 11
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2005 að vísu nokkurs ríkisstyrks til verksins og stuðnings úr viðkomandi sýslum, en þó langt undir því sem vænta hefði mátt. Fjárhagsábyrgð vegna útgáfunnar er því mikil og tvísýnt um fjármögnun hennar. Annað starf - og þakkir Hér hef ég þá getið helztu sýnilegra verka, sem félagið hefur skilað af sér. Hinu má ekki gleyma að minnast á erindin, sem bæði félagsmenn og gesta- fyrirlesarar hafa haldið hér í félaginu eftir endurreisn þess 1972. Margir þjóðfrægir menn og frumkvöðlar í fræðum sínum hafa heiðrað okkur með slíkum fyrirlestrum, ekki aðeins ættfræðingar, heldur sagn- fræðingar, þjóðfræðingar, safnamenn og fólk úr mörgum fræðigreinum, — ég nefni bara sem dæmi dr. Bjarna Vilhjálmsson (einn af heiðursfélögum okkar) og Sigurð Líndal. Margt af því efni er sem betur fer varðveitt í fréttabréfinu. Og svo má nefna vinnufundina - opna fundi með sérhæfð verkefni, einkum bundin við ákveðið hérað, en þeir hafa tíðkazt allt að einn og hálfan áratug. Þar hafa skapazt nýir farvegir, bæði útrás fyrir rann- sóknaráhuga og líka til samráðs, samvinnu og félags- skapar. Slíkir fundir geta orðið upphaf útgáfuverk- efna, t.d. í héraðs- og ættarsögu. Allt er þetta starf félaginu til sóma og ekki sízt hve margir hafa lagt hér hönd á plóginn endurgjalds- laust til að koma áhugaverðum verkefnum og stórvirkjum í framkvæmd. Við höfum reyndar líka, á þessari stundu, ástæðu til þakklætis gagnvart félagsmönnum okkar úti um allt land, ekki aðeins þeim sem hafa sent okkur efni í Fréttabréfið, heldur öllum hinum líka, því að áhugi þeirra og framlag til félagsins hefur sennilega gert gæfumuninn, að við höfum getað haldið úti allri þessari starfsemi. En líftaugin eða límið í félaginu eru þó félags- fundirnir, stjórnarfundir og önnur gróskumikil starfsemi sem ég hef nefnt. Þar er einungis helzt eftir að nefna sumarferðir félagsins á ýmsar sögu- og ættarslóðir, mest um Suður- og Vesturland, oftast í samfylgd sérfróðra manna sem upplýsa okkur um bæi og sögustaði, ættir og mannlíf í þeim sveitum. Sjálfur á ég og eflaust flest ykkar ánægjulegar minn- ingar úr þeim ferðunr. Margir liðtækir Já, félagsmenn halda hópinn í áhuga sínum og ástundunarsemi, og þetta örvar þá í iðju þeirra við eigin rannsóknir og samantektir. Við erum líka með marga efnilega menn sem hafa gerzt liðtækir, stór- tækir jafnvel, á seinni árum og bera með sér fersk viðhorf og nálganir á viðfangsefnið á þessari miklu tölvuöld. Eg nefni bara sem dæmi Hálfdan Helgason tækni- fræðing, sem hefur safnað miklu efni í vestur- íslenzkri ættfræði á heimasíðu sinni og átti myndar- legan þátt í þeirri sýningu sem haldin var í Gerðu- bergi á hálfrar aldar afmæli félagsins, einnig Guð- finnu Ragnarsdóttur menntaskólakennara, sem sömuleiðis átti þar hlut að máli og er með aðra mjög líflega sýningu sem gerir þessa samkomu hér í Þjóðskjalahúsinu hátíðlegri en ella. Meðal yngri manna mætti nefna eldhugann Magnús Ó. Ingvars- son, en öll hafa þessi þrjú, auk stjómannanna fyrr og nú, að öðrum ólöstuðum, sett mark sitt á fréttabréfið. Hlustað af athygli. Ánægjuleg reynsla Kæru félagar. Eg er þakklátur fyrir að hafa verið örlítill hlekkur í þessari löngu og mikilvægu keðju félagsstarfsins. Þakka líka samfélagið með ykkur, þótt ég hafi minna getað stundað það á seinni árum. Eins ég er þakklátur fyrir það traust sem mér var sýnt hér um árið að vera formaður félagsins og sjá um ritstjóm nokkurra tölublaða fréttabréfsins, - allt var það góð reynsla og ánægjuleg. Ekki sízt minnist ég þess góða fólks sem var þá með mér í stjóminni, Kristínar minnar Guðmundsdóttur, Önnu Guðrúnar Hafsteinsdóttur, Klöm Kristjánsdóttur, Guðfinnu Ragnarsdóttur, Hólmfríðar Gísladóttur og Þórarins Guðmundssonar, auk varamanna eins og Sigurgeirs heitins Þorgrímssonar, þess mikla ættfræð- ings. Þetta var samhentur hópur og vinnusamur og samverustundimar við pökkun og útsendingu frétta- bréfsins ekki síður skemmtilegar en aðrar. Hér kom áðan upp í pontu einn ágætur félagi, skáldið Auðunn Bragi Sveinsson, sem fór með lipur- lega ortan og glæsilegan brag, tileinkaðan félaginu. Eg ætlaði einmitt að vitna í orð annars skálds, eins hinna þekktustu í Nýja-Englandi, Roberts Frost, sem sagði einhverju sinni: „Vitur er sá maður, sem man alltaf eftir afmælisdegi konu, - en aldrei hvað hún er gömul!“ Við minnumst sannarlega fæðingar þessa félags í heiminn, en þeim mun eldra sem það verður, þeim mun betur kemur í ljós, hve sprækt það er og kraft- mikið. Já, hrukkulaust og ungt í anda mun það nálg- ast sitt aldarafmæli, áður en nokkur veit af, og við munum heiðra það því meir sem það verður eldra og á að baki sér fleiri afrek, sem skipa því veglegan sess hjá þessari menningarþjóð. http://www.vortex.is/aett 11 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.