Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2005, Blaðsíða 10

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2005, Blaðsíða 10
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2005 Eiríkur P. Einarsson formaður ásamt Jóni Val Jenssyni fv. formanni og aðalræðumanni afmæiisfundarins. prófessor Einar, Indriða, Pétur Haraldsson kaup- mann og fleiri góða menn, einkum Bjarna Vilhjálms- son þjóðskjalavörð og Jóhann Gunnar Olafsson bæjarfógeta, sem áttu frumkvæði að því að endur- reisa það til nýs lífs í febrúar 1972. Hófst þá allmikil starfsemi á ný, en reglulegir félagsfundir hafa verið lífið og sálin í félaginu upp frá því. Og enn bættust margir afkastamiklir fræðimenn í hópinn eins og Valgeir Sigurðsson á Þingskálum, Guðmundur Guðni Guðmundsson rithöfundur (heiðursfélagi), Ólafur Þ. Kristjánsson skólastjóri (formaður 1975-82), Eyjólfur Jónsson frá Flateyri, Sigurgeir Þorgrímsson, Guðjón Óskar Jónsson, Asgeir Svanbergsson, Guðmundur Sigurður Jóhannsson, Óskar Guðmundsson og Þorsteinn Jónsson (heiðursfélagi okkar), og erum við nú kornin inn í samtímann. Fréttabréfið Meðal vaxtarbrodda hins endurreista félags, fyrir utan manntalsútgáfur, var Fréttabréf Ættfræðifélags- ins, en útgáfa þess hófst 1983, og sáu Arngrímur Sigurðsson (heiðursfélagi okkar) og Einar Egilsson lengi um ritstjórn þess. Alls hafa komið út um 111 tölublöð, þar af um 37 til ársloka 1990, en tvöfait fleiri síðan (auk aukablaða). Eru blöðin frá því um 1994 raunar margfalt efnismeiri að meðaltali heldur en fyrsta áratuginn. Hálfdan Helgason á sennilega mestan heiðurinn af tæknivæddu, nútímalegu útliti blaðsins, en aðrir hafa nýtt þann grunn ágætlega, eins og lesendur blaðsins þekkja. Einnig að þessu leyti gerir félagið meira en að framlengja líf sitt með líku sniði áratug eftir áratug, heldur sækir það fram, heldur áfram að vaxa, bæði með fjölgun félagsmanna á síðustu ára- tugum og í verkum sínum, t.d. þessu ágæta Frétta- bréfi, sem hefur aukizt að magni, útlits- og innihalds- gæðum, með fínum myndum, töflum og ættarskrám, oft með hugvitssamlegri uppsetningu og tengingu ættleggja og nafna, sem ganga í ættir, og nreð frá- sögnum úr einstökum ættarsögum. Þar hefur hún Guðfinna okkar t.d. verið drjúg í því að skila okkur góðu, læsilegu efni, með myndum af fólki og gömlum munum. Allt á þetta sinn þátt í því að gæða þessa fræðaiðju meira lífi, enda snýst þessi grein öll um fólk af holdi og blóði, sem lifði sínu lífi hér í landinu, skilaði okkur ekki einungis ættarfylgjum, hæfileikum okkar, einkennum og töktum - já, spékoppum í hægri kinn í 400 ár, eins og Pétur Zophoníasson nefndi í formála Víkingslækjarættar - því að þar fyrir utan skildi þetta fólk eftir sælar minningar og andblæ fyrri tíðar - þennan andblæ sem við finnum raunar oft fyrir, föngum eins og í hugsskotssýn, þegar við liggjum yfir gömlum heimildum. Manntalsútgáfur En ég var að tala um Fréttabréfið, sem hefur vaxið svona farsællega og haldið okkur í svo ágætu sam- bandi við félagið, m.a. vegna margra fyrirspurna þar og úrlausna þeina. Annað átak, ekki síður erfitt og metnaðarfullt, eru manntalsútgáfumar, ekki sízt hið glæsilega Manntal 1910. Fyrst af þessum útgáfum á vegum félagsins var Manntalið 1816, og var sú tímafreka útgáfa, með miklum viðaukum byggðum á rannsókn kirkjubóka, í raun höfuðverkefni félagsins fyrstu þrjá áratugina, en það kom út í sex heftum á árunum 1947-74. Þar sem það getur fæðingarbæjar velflestra Islendinga á þeim tíma, var það í raun merkasta manntal hér á landi næst eftir það elzta, Manntalinu 1703, sem komið hafði út í u.þ.b. 19 heftum á vegum Hagstofunnar 1924-47. Næst til útgáfu á vegum félagsins urðu svo manntölin 1801 og 1845, mikið til undir handarjaðri dr. Bjarna Vilhjálmssonar þjóðskjalavarðar, og komu furðuhratt út, á árunum 1978-85, en nafnalyklar gefnir út við þau annars staðar, teknir saman af þeim mikla eljumanni Bimi Magnússyni prófessor, en í heild eru þetta mikil rit að vöxtum. 12 bindi alls og frágangur þeirra nákvæmnisverk. Nú stendur félagið í fjórðu og metnaðarfyllstu manntalsútgáfu sinni hingað til, á Manntalinu 1910. Hér er reyndar um að ræða manntal, sem er geysi- viðamikið, þannig að hverri sýslu dugir vart minna en eitt bindi. Ólíkt hinum stendur það okkur nærri í tíma. Það nýtist ekki einungis ættfræðingum, heldur einnig sagnfræðingum og t.a.m. í rannsóknum í félagsfræði og hagsögu, því að þarna koma fram nákvæmar upplýsingar um störf manna, jafnvel hlutastörf, og um húsakynni um land allt. Þess vegna ætti þetta risaverkefni í raun að vera á hendi Hag- stofunnar ekkert síður en Manntalið 1703. Mætti ég mín nokkurs og fengi aðra hér í lið með mér, sæi ég fulla ástæðu til að mæla með því og fara þess á leit við stjómvöld, að þau taki þessa útgáfu upp á sína arma. Nú þegar er framlögð vinna og árangur í sex bindurn mikið Grettistak, þótt aðeins sé lokið Suðurlandi að Botnsá í Hvalfirði. Hafa ýmsir félags- menn lagt á sig þrotlaust starf á löngu árabili í vinnu- hópum og útgáfunefnd þessa manntals. Félagið nýtur http://www.vortex.is/aett 10 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.