Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2005, Blaðsíða 16

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2005, Blaðsíða 16
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2005 Við ganila Næfurholt. Hekla í baksýn (Ljósmynd Björn Jónsson) hirðusamir - lögðu það svo út að heimför hans hefði verið sú að bjarga jámkallinum. Síðan reið hann til kirkju og hafði messu sem aðrir. Bjarni var dökkur á allan hárslit. Olesandi, en skrifaði þó læsilega nafn sitt, þá með þurfti, undir ýmsa gjörninga sem hann átti hlut að, því á þeim árum var hann hreppstjóri á Rangárvöllum. Ég hygg að eiginhönd Bjama Halldórss. (og Halldórs sonar hans) sé á Visitasiu á Keldum frá 1. maí 1745.. Nafn hans verðskuldar að taka það upp í ættina, stæla höndina eða ljósletra. Það bendir fremur til að hann hafi skrifað fleirra. Jafnvel nú á tímum munu mörg nöfn ver og ólæsilegar skrifuð bæði af lærðum og ólærðum. Sama er að segja um Stefán Bjarnason sem sagður er óskrifandi en skrifaði ekki síður læsi- lega hönd en faðir hans. Hann mun einn þeirra manna er skrifar undir manntalið að Keldum 4. sept. 1762.... 1775, 5. sept. er Stefán B bóndi á Keldum einn af þeim (8 með 8 innsiglum), er skrifa undir skiptingu þess fjár, er konungur gaf til Rangárvalla- hrepps....eptir fjárkláða niðurskurðinn fyrri 1773 til léttis fátækustu bændum, til að eignast viðkomu aftur. Og hvað hér er sagt um Bjama þá var kona hans, Guðríður, honum samfara í sínu standi. Að Víkings- læk fluttu þau sig frá Rauðnefsstöðum, hvar þau munu hafa búið hér um bil 25 ár, og deyðu þar bæði á áttunda tug síns aldurs. Auk lausafjár sem böm þeirra 12 að tölu erfðu eftir þaug, fengu þau í fasteign, að jafnaðarskiptunr hér nefndar jarðir: 1. Víkingslæk hálfan 2. Keldur, partur úr þeim 3. Kirkjulækur, partur úr þeim 4. Tjörfastaðir 5. Holtið 6. Selið 7. Foss 8. Bjallinn Bjarni dó skammt eptir veturnætur 1757, en Guðríður kona hans litlu fyrir sumarmál 1756, og liggja við suðurenda kórgaflsins í Keldna kirkju- garði, jarðsungin af sr. Ormi Snorrasyni. Yfir leiði þeirra liggur (af sama presti) klappaður legsteinn nteð þessari yfirskrift: (Rétt lesið): Hér hvíla siðprúð sanrdahjón, sálugi Bjarni Halldórsson, góð dæmin öðrum gáfu af sér og Guðríður sæl Eyjólfsdotter. (Hér kemur viðamikil upptalning og upplýsingar um börn þeirra hjóna. Innskot ritstjóra) Endast hér svo tal unr foreldra og systkin Stefáns. En nú kemur til um hann ætt nokkuð að tala“. Stefán Bjamason er fæddur á Rauðnefsstöðum á Rangárvöllum mánudaginn annan í Góu 1722........ Stefán var skírður af sr. Gottskálk Þórðarsyni, á sama bæ og hann var fæddur, hver í þeirri ferð varð veðurteptur í 3 nætur í kafaldsfjúkbil. Þá hann var 8 ára gamall flutti hann með foreldrum sínum frá Rauðnefsstöðum að Víkingslæk... A Víkingslæk var hann hjá foreldrum sínum í 25 ár. Þar numdi hann sinn kristindóm, sem á þeim tíma voru kallaður biskupa spurningar sál. Mag. Jóns Arasonar Skálholtsbiskups og svo til altaris tekinn af sr. Ormi Snorrasyni, en ei var hann konfermeraður því sú befalning var ei á Islandi komin eður auglýst almenningi. 33 ára giptist hann Guðrúnu Jónsdóttir Þórarins, nafnfrægs bónda í Bolholti og fram fór opinber trúlofun þeirra í Bolholti 4. júní sem var föstudagurinn í fardögum, sá næsti fyrir Hvítasunnu árið 1756, en í hjónaband samanvígð 13. júní á Trinitatishátíð Keldnakirkju í embættinu sem þá tíðkaðist af sr Ormi Snorrasyni. Reistu svo þessi hjón fyrst bú á Heiði á Rangárvöllum, þá stóð á þriðja stað, því sá bær hefur 4 sinnum eyðilagst af sandfoki og stendur nú á þeim fimmta. Þar græddu þau og urðu vel megandi. Var hjá honum kölluð líklegasta vist á Rangárvöllum. Þau voru veitingasöm við alla sem til þeirra leytuðu. Um allan þeirra þarveru tíma voru þau talin með bestu bændum þeirrar sveitar. Börn áttu þau ei utan tvo syni, er báðir eru á Heiði fæddir, nefnilega A Brynjólfur f. laugardag 23. júní 1759. Hann er nú giftur Helgu Jónsdóttur Jónssonar af Hvammsætt í Landmannahrepp, víst 10 barna faðir. Býr á sinni eignarjörð V. Kirkjubæ á Rangárvöllum, kallaður þar merkismaður og talinn með betri bændum að efnum og góðgerðum. B Bjami, f. á mánud. 13. júlí 1761, nú giftur Margréti Eiríksdóttur Jónssonar áður bónda í Bolholti, og eru þau hjón systkinabörn. Hann býr og á eignarjörð sinni Arbæ í Rangárv. Og tók þar við búsumráðum á næstliðnu vori, - eptir foreldra sína, þar faðir hans var látinn, en móðir hans nærri áttræð og gaf frá sér alla búskaparsýslan og umhyggju. Hann er nú ekki eins reyndur í bóndastétt sem bróðir hans. Þó er hann líkur fyrir að verða honum jafn að http://www.vortex.is/aett 16 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.