Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2005, Blaðsíða 21
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2005
Skýrsla stjómar:
Batnandi fjárhagur
en óvissa með manntalið 1910
Aðalfundur Ættfrœðifélagsins var haldinn
fimmtudaginn 24. febrúar.
Hér fer á eftir skýrsla stjórnar sem formað-
urinn Eiríkur Þ. Einarsson kynnti á fundinum:
Stjóm Ættfræðifélgsins hélt 9 stjómarfundi á
árinu. Eftir síðasta aðalfund var stjóm Ættfræði-
félagsins þannig skipuð:
Formaður: Eiríkur Þ. Einarsson,
Varaformaður: Hörður Einarsson,
Ritari: Anna Guðrún Hafsteinsdóttir,
Gjaldkeri: Þórður Tyrfingsson
í varastjóm voru: Anna K. Kristjánsdóttir, Olöf
Bjömsdóttir og Ólafur Pálsson.
Eins og gengur í félögum, þá koma stjórnarmenn
og fara. Að þessu sinni em það þau Þórður Tyrfings-
son, Ólöf Bjömsdóttir og Anna K. Kristjánsdóttir
sem eiga að ganga úr stjóm, en af þeim þremur gefur
Anna kost á sér til áframhaldandi stjómarsetu. Mig
langar til að biðja fundarmenn að þakka þeim sem úr
stjóm ganga, með lófataki, fyrir frábær störf í þágu
félagsins um árabil.
Félagsmenn og fjárhagur
Skuldlausir félagsmenn um síðustu áramót voru 510,
heiðursfélagar eru 9 og erlendir félagar 6. Níu nýir
félagar gengu í Ættfræðifélagið á árinu og á árinu
létust fjórir félagsmenn, þeir Sigfinnur Sigurðsson,
Jón Ólafur Ólafsson Bjami M Sigmundsson og
Guðmundur Friðgeir Magnússon. Vil ég biðja
fundarmenn að rísa úr sætum og minnast þeirra
látnu.
Fjárhagur félagsins hefur mikið batnað á árinu,
þökk sé styrkjum sem félagið hefur fengið, m.a. frá
forsætisráðuneytinu, menntamálaráðuneytinu og
SPRON, samtals að upphæð 1.5 millj. króna. Þessir
styrkir komu félaginu á réttan kjöl fjárhagslega og
verður þeim aðilum sem styrktu félagið svo myndar-
lega seint fullþakkað.
Fundir
Félagsfundir vom haldnir mánaðarlega yfir vetrar-
mánuðina. Meðal fyrirlesara á síðasta vetri voru
Eiríkur G. Guðmundsson, sagnfræðingur og í vetur
Guðjón Friðriksson sagnfræðingur, Asgeir Svan-
bergsson og séra Gísli Kolbeins.
A félagsfundi mættu að meðaltali 20-30 manns og
vora fundir haldnir í þessum fundarsal hér í Þjóð-
skjalasafninu mánaðarlega. Við þökkum safninu
kærlega fyrir gott samstarf, en við höfum ekki þurft
að greiða fyrir afnot af þessum sal. Kristinn
Kristjánsson hefur séð um veitingar á flestum félags-
fundum. Eru honum hér með þökkuð frábær störf.
Opið hús
Opið hús er á skrifstofu félagsins í Armúla 19, 2.
hæð, einu sinni í viku, á miðvikudögum yfir vetrar-
tímann, frá byrjun september og fram í byrjun júní.
A opið hús koma um 8-10 manns á hverjum
miðvikudegi. Þar eru rædd ýmis mál og menn líta í
bækur í eigu félagsins. Stjórnarmenn og aðrir
félagsmenn hafa séð um opið hús.
Ættfræðifélagið á orðið nokkuð myndarlegt bóka-
safn sem er til húsa á skrifstofu félagsins í Armúla
19, 2. hæð. Þangað geta félgsmenn komið á opið hús
á miðvikudögum, litið í þessar bækur og spjallað og
fræðst um leyndardóma ættfræðinnar. Ættfræði-
félagið á marga hauka í homi sem hafa félagið jafnan
í huga og færa því bókagjafir. Á síðasta félagsfundi
færðu útgefendur félaginu eintak af Grasaættinni
sem út kom í vetur. Stjómin þakkar öllum velunn-
uram félgsins hugulesemina í garð félagsins.
Fréttabréf og heimasíða
Á árinu voru gefin út fjögur tölublöð af Fréttabréfi
Ættfræðifélagsins með fjölbreyttu efni. Ritstjóri
Eiríkur Þ. Einarsson formaður, Hörður Einarsson
varaformaður, Olgeir Möller gjaldkeri, Anna Guðrún
Hafsteinsdóttir ritari, Anna K. Kristjánsdóttir með-
stjórnandi og Ólafur Pálsson og Valdimar Már
Pétursson í varastjórn.
http://www.vortex.is/aett
21
aett@vortex.is