Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2005, Blaðsíða 9

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2005, Blaðsíða 9
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í rnars 2005 Jón Valur Jensson: Ræða flutt á sextugsafmæli Ættfræðifélagsins Ættfræðifélagið - eitt af mörgum höfuðbólum í íslenzku menningarlífi Félagar og gestir. Til hamingju með sextugsafmæli Ættfræðifélagsins! Félag okkar er virkilega komið á virðulegan aldur. Þó er langt frá því, að á því sjáist nokkur ellimörk. Sextíu ár! Við getum litið til allra þeirra ótal hand- taka, sem það hlýtur að hafa kostað að starfrækja þetta félag og koma til leiðar öllu því góða sem það hefur haft fram að bjóða. Sjáum fyrir okkur hundrað ágætisverk að meðaltali ár hvert, sem félagið hefur lifað - margföldum þau með 60 árum, þá eru þetta 60 hundruð, en eins og þið vitið, þá töldust þær jarðir höfuðból, sem náðu sextíu hundraða mati. Þannig má segja að Ættfræðifélagið hafi náð því að verða eitt af mörgum höfuðbólum í íslenzku menningarlífi. Skólaspekingar miðalda töluðu gjarnan um verk sín í hógværð, þau væru aðeins framhald af miklu meiri verkum annarra, og þeir lýstu hinum fomu vizkumönnum sem andlegum risum - voru þar að tala um menn eins og Ágústínus, Boethius, heim- spekinga fomaldar og fleiri. Sjálfum sér lýstu skóla- spekingamir sem dvergum, en samt sæju þeir lengra en risamir, af því að þeir stæðu ofan á herðum þeirra. Þannig er það eins með okkur, að vegna starfs og eljusemi ótalmargra í gegnum aldirnar, landnámurit- ara, fomsöguhöfunda, sagna- og annálaritara, ætta- töluritenda, sýslumanna, prestanna sem tóku saman kirkjubækurnar og vegna ýmissa fræðimanna og síðan hreppstjóra og annarra manntalsskrásetjara - og loks bæði útgefenda og höfunda af ýmsu tagi (bæði niðjatala, ættartalna, æviskrárrita, ábúenda- tala, átthagarita og stéttartala) - já, vegna starfs þeirra allra, sem lögðu þar með grunninn að þessari mikilvöxnu fræðigrein, þá njótum við nú ávaxta hennar í ríkulegra mæli en nokkum tímann fyrr. I sama mæli nýtur ættfræðin nú sennilega meiri virðingar en hún hefur nokkru sinni gert, enda hefur það á henni sannazt, að bókvitið verður í askana látið, með því að hún er nú orðin annar homsteinninn að nýjum og spennandi vísindum framtíðarinnar, erfðarannsóknum og nýjum uppgötvunum um arf- genga sjúkdóma og lausnir við þeim vanda með nýj- um lyfjum. En blóðbönd íslendingsins, samhengið sjálft í lífssögu þjóðarinnar allt frá níundu öld, mun hér eftir varðveitast sem ómetanlegt framlag ættfræðinnar til þjóðararfsins. Já, við höfum meiri yfirsýn um þessi fræði en nokk- um tímann áður, en getum einnig þakkað í auðmýkt það sem aðrir lögðu fram, til að svo mætti verða. Frumkvöðlar og máttarstólpar Þar í hópnum eru þeir einnig, brautryðjendur þessa félags, fólkið sem safnaðist saman í lestrarsal Lands- bókasafns Islands 22. febrúar 1945. Á upphafsstofn- fundi voru 40 manns, en lokastofnfundur var haldinn 10. nóv. 1946, þá bættust við 20 félagar. Eru nöfn þeirra rakin í Fréttabréfi Ættfræðifélagsins í júlí 1990 og nokkur deili sögð á þeim og verkum þeirra. I „Ágripi af sögu Ættfræðifélagsins" í Félagatali 1990 hef ég rakið alla þessa sögu ýtarlegar og einnig Hólmfríður Gísladóttir í samnefndri grein í febrúarhefti Fréttabréfsins 1995. Meðal frumkvöðlanna vom einna helztir Pétur Zophoníasson, stórvirkur ættfræðingur, Einar Bjarnason, síðar ættfræðiprófessor, Þorvaldur Kol- beins prentari, dr. Páll Eggert Olason prófessor, Steinn Dofri ættfræðingur og Guðni Jónsson magister, síðar sagnfræðiprófessor, en hann tók við sem formaður eftir andlát Péturs í febrúar 1946. Annars voru ekki aðeins miklir fræðimenn, heldur ýmsir þjóðskörungar meðal hinna 60 frumherja félagsins, þ.á m. fjórir doktorar meðal frumstofn- endanna 40, og fleiri áttu eftir að bætast við, svo sem Guðni formaður, sem varð með doktorsritgerð sinni, Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi (útg. 1952), upphafsmaður þeirrar nýtu bókmenntagreinar sem við köllum ábúendatöl. 1 hópi stofnenda vom líka sex þeirra, sem síðar urðu heiðursfélagar okkar: Steinn Dofri, próf. Einar Bjamason, Ari Gíslason kennari, Indriði Indriðason rithöfundur (formaður 1972-75), Jens Skarphéðinsson, Bjöm Magnússon guðfræðiprófessor og Jón Gíslason fræðimaður og póstfulltrúi (formaður 1982-89). Síðar áttu eftir að bætast við rnenn eins og Bjöm Þorsteinsson sagnfræðiprófessor, Oskar Einarsson læknir, Þórarinn Einarsson kennari, séra Jón Guðna- son og að síðustu Skúli Skúlason ættfræðingur, sem einn þessara umgetnu manna er enn á lífi og heiðrar okkur hér á fundinum með nærveru sinni. Sumir þessara frumkvöðla voru með afkastamestu rithöf- undum þessa lands, þ.á m. Guðni, Bjöm og Ari, sem allir skiluðu af sér stórvirkjum í þágu ættfræðinnar. Endurreisn Þrátt fyrir að mestallt fundastarf félagsins eftir 1947 lægi niðri, fékk útgáfustarf Guðna Jónssonar o.fl. að Manntalinu 1816 áframhaldandi stuðning af félag- inu, og samfellan í sögu þess hélzt áfram í gegnum http://www.vortex.is/aett 9 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.