Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2005, Blaðsíða 5

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2005, Blaðsíða 5
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2005 samböndin við Indland sem gera honum það kleift. Hann er kvæntur konu sem hét Sidse Katrin hún var dóttir knæpueiganda Iíka, sem hét Jóhann Berthold Höwisch, af þýsku bergi brotinn eins og nafnið gefur til kynna. Þessi Sidse Katrín, sem giftist Níels Jakobsen, átti bróður sem fór til Islands. Sá hét Jóhann Gotfried Höwisch. Hann var verzlunarstjóri við konungs- verzlunina við Hofsós, síðustu árin sem hún var við lýði. Þegar henni var aflétt þá keypti hann Hofsós- réttinn. Sama ár dó Níels mágur hans í Kaupmanna- höfn. Þá tók Höwisch kaupmaður til sín tvo systur- syni sína, syni téðs Níelsar og Sidse. Þeir hétu Dúi og Jakob Havsteen og ólust upp frá því upp hjá móðurbróður sínum á Hofsósi. Síðar fluttist móður- bróðurinn til Kaupmannahafnar, en Jakob varð faktor hans á Hafsósi og keypti verzlunina að lokum. Dúi bróðir hans fór hins vegar snemma til Kaup- mannahafnar eða um 1815. En Dúi og Jakob voru kvæntir dönskum systrum, dætrum Birch beykis sem síðast var á Akureyri. Stórbóndi í Skagafirði Þess skal getið að þrjár útgáfur eru af nafninu Haf- stein. Fyrst var nafnið Havsteen allsráðandi en Pétur amtmaður tók upp á því að íslenska nafn sitt og kall- aði sig Havstein. Hannes sonur hans gekk enn lengra og kallaði sig Hafstein og er það nú notað af öllum í hinum íslenska legg ættarinnar. Jakob kvæntist Maren Birch en Dúi og frú hans fóru til Kaupmannahafnar. Sonur þeirra síðamefndu, Níels Christian, varð þó eftir hjá Jakobi og er forfaðir Knud Zimsen borgarstjóra. Þetta var á dögum Napelónsstyrjaldarinnar og erfitt unt allar siglingar svo Jakob Havsteen kaupmaður á Hofsósi greip til þess ráðs, vegna þess hve verslunin var erfið að ger- ast stórbóndi norður í Skagafirði. Hann keypti Drangey, Höfða og Hof á Höfðaströnd og var með stórbúskap og útgerð á þessum jörðum. Jakob fékk orð fyrir að vera harður í hom að taka. Það eru ekki allt falleg ummæli sem um hann hafa verið látin falla. Hann mátti þó eiga eitt, hann var ákaflega hjálpsamur við fátæka og hefur að mörgu verið mannkostamaður þótt hann væri harður kaup- maður og harður við jafningja sína. Til marks um það eru fyrirmæli Jakobs áður en hann dó, en hann var afskaplega feitur. Hann mælti svo fyrir að 16 karlmenn, Höfðhverfingar, skyldu bera kistu sína til Hofskirkju og taka í lrkmannskaup eina komtunnu hver. Það var gott líkmannskaup og sýndi umhyggju hans fyrir fátækum allt fram yfir dauða hans. Kona hans var ennþá gjafmildari, því hún fór líka á bak við húsbónda sinn. Hún tók fátæka og faldi í fjósinu og fór með mat til þeirra þangað. Geðveiki Bæði voru þau Jakob og Maren Havsteen tæp á geði á efri árum, það kemur fram í heimildum. Og geð- veikina fær Pétur Hav- stein sonur þeirra í ríkum mæli. Dagbækur Sveins Þórarinssonar sem ég not- ast við, sýna geðveikina vel og er það hrollvekj- andi lesning með köflunt. Pétur var meira og minna geðveikur áram saman. Það þurfti að vaka yfir honum á nóttunni, vikum og mánuðum saman og stundum var hann með háum hljóðum. Pétur gerði sér sjálfur ljós þessi veikindi sín, en það voru fá úrræði. Hann reyndi sjálfur allt til að fá bót meina sinna. Það sýnir hvað slík geðveiki var erfið á þessum tímum. Þetta er mikil sorgarsaga. Ef hann hefði verið af efnaminna fólki þá hefði hann verið lokaður inni einhvers staðar. Meðal systkina Péturs vom Níels Havstein, kaup- maður á Hofsósi, svo var Elín Havsteen, sem var gift Lárusi Thorarensen, sýslu- manni Skagfirðinga, amma Jóhannesar Jóhannessonar bæjarfógeta, sem var því Hafstein í ættir fram. En þeir voru andstæðingar í pólitík Hannes og Jóhannes, Svo var Jóhann Gottfreð Havsteen kaupmaður á Akureyri. Hann var faðir Júlíusar Havsteen amtmanns og Jakobs kaupmanns á Akureyri, sem var faðir Júlíusar sýslu- manns á Húsavík. Svo var Katrin Havsteen sem var kona Þórarins Thorarensen kaupmanns, bróður Lámsar og Karen sem var kona Jakobs Hólms kaupmanns á Skagaströnd. Það er því mikil kaupmennska í Hafsteinsættinni. Löðrungaljóð Pétur Havstein var einveldissinni og ekki mjög hlið- hollur nýjum straumum í þjóðfrelsismálum, en merkur maður og leiðtogi Norðlendinga í ýmsum málum, meðal annars fjárkláðamálinu. En fjárkláð- inn var aðallega fyrir sunnan. Norðlendingar brugð- ust við með því að skera niður og loka Norðurlandið af. Pétur sem var foringi í því máli fór fram með mikilli atorku. En stjórnvöld voru á öðru máli. Þar voru Pétur og Jón Sigurðsson forseti andstæðingar, en þeir höfðu verið herbergisfélagar í Kaupmann- höfn á námsámm sínum. Pétur var mjög dáður af mörgum Norðlendingum. Enda stóðu þeir yfirleitt með honum á hverju sem gekk. Pétur Havstein faðir Hannesar Hafstein. Kristjana Havstein (Katrín Kristjana Gunn- arsdóttir), 3. kona Péturs Havstein og móðir Hann- esar Hafstein. http://www.vortex.is/aett 5 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.